Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. maí 2025 21:13 Harry segir hugsanlegar sættir við fjölskylduna helst hafa strandað á málaferlunum. Nú þegar þeim er lokið þætti honum vænt um að ná sáttum. EPA Harry Bretaprins segir að honum þætti verulega vænt um að ná sáttum við bresku konungsfjölskylduna eftir allt sem gengið hefur á. Í tilfinningaþrungnu viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann niðurbrotinn eftir að hafa tapað máli fyrir Hæstarétti í Lundúnum vegna reglna um öryggisgæslu fyrir fjölskyldu hans í Bretlandi. Í viðtalinu segir Harry föður sinn, Karl III Bretakonung, neita að tala við hann af öryggisástæðum. Hann segist ólmur vilja grafa stríðsöxina með fjölskyldu sinni, enda viti hann ekki hve lengi faðir hans lifir. Þrátt fyrir deilurnar fyrirgæfi hann fjölskyldunni allt. Harry tapaði í dag dómsmáli gegn breska ríkinu sem snerist um hve mikilli öryggisgæslu fjölskylda hans á rétt á meðan hún dvelur í Bretlandi. Hann sagðist í samtali við BBC svekktur yfir niðurstöðunni. „Eins og staðan er núna sé ég ekki fyrir að geta komið með fjölskylduna mína til Bretlands,“ sagði Harry eftir að niðurstaðan varð ljós. Strandaði á málaferlunum Rúm fimm ár eru síðan Harry og Megan hertogaynja, eiginkona hans, sögðu skilið við bresku konungsfjölskylduna og fluttu til Bandaríkjanna. Í framhaldinu voru þær breytingar gerðar að fjölskyldan ætti ekki. Breytingarnar leiddu til þess að Harry höfðaði mál gegn breska ríkinu og var dómsuppkvaðning í dag í Hæstarétti í Lundúnum. Niðurstaðan var sú að ekki yrði haggað við reglunum. Í tilkynningu frá Buckingham-höll vegna málsins segir að ágreiningsefnið hafi margsinnis verið rannsakað vandvirknislega og að í hvert sinn hafi dómstólar komist að sömu niðurstöðu. Í viðtalinu sagði Harry að fyrst málið hefði verið leitt til lykta gæti mögulega myndast vettvangur til sátta. Hugsanlegar sættir hefðu alltaf strandað á málaferlunum. „Mér og fjölskyldunni minni hefur greint á svo oft. [...]. Ég er tilbúinn að fyrirgefa þeim,“ segir Harry. „Mér þætti frábært að sættast. Það er enginn tilgangur í því að halda ósætttinu áram, lífið er svo dýrmætt.“ Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Í viðtalinu segir Harry föður sinn, Karl III Bretakonung, neita að tala við hann af öryggisástæðum. Hann segist ólmur vilja grafa stríðsöxina með fjölskyldu sinni, enda viti hann ekki hve lengi faðir hans lifir. Þrátt fyrir deilurnar fyrirgæfi hann fjölskyldunni allt. Harry tapaði í dag dómsmáli gegn breska ríkinu sem snerist um hve mikilli öryggisgæslu fjölskylda hans á rétt á meðan hún dvelur í Bretlandi. Hann sagðist í samtali við BBC svekktur yfir niðurstöðunni. „Eins og staðan er núna sé ég ekki fyrir að geta komið með fjölskylduna mína til Bretlands,“ sagði Harry eftir að niðurstaðan varð ljós. Strandaði á málaferlunum Rúm fimm ár eru síðan Harry og Megan hertogaynja, eiginkona hans, sögðu skilið við bresku konungsfjölskylduna og fluttu til Bandaríkjanna. Í framhaldinu voru þær breytingar gerðar að fjölskyldan ætti ekki. Breytingarnar leiddu til þess að Harry höfðaði mál gegn breska ríkinu og var dómsuppkvaðning í dag í Hæstarétti í Lundúnum. Niðurstaðan var sú að ekki yrði haggað við reglunum. Í tilkynningu frá Buckingham-höll vegna málsins segir að ágreiningsefnið hafi margsinnis verið rannsakað vandvirknislega og að í hvert sinn hafi dómstólar komist að sömu niðurstöðu. Í viðtalinu sagði Harry að fyrst málið hefði verið leitt til lykta gæti mögulega myndast vettvangur til sátta. Hugsanlegar sættir hefðu alltaf strandað á málaferlunum. „Mér og fjölskyldunni minni hefur greint á svo oft. [...]. Ég er tilbúinn að fyrirgefa þeim,“ segir Harry. „Mér þætti frábært að sættast. Það er enginn tilgangur í því að halda ósætttinu áram, lífið er svo dýrmætt.“
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira