Innlent

Sam­fylkingin með 29 prósenta fylgi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm

Samfylkingin hefur aukið fylgi sitt umtalsvert og mælist nú með ríflega 29 prósent. Framsóknarflokkurinn dalar.

Ríkisútvarpið greinir frá því að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæplega níu prósentustig frá kosningum en litlar breytingar eru á fylgi flestra annarra flokka.

29,4 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga í dag. Þetta er aukning upp á tvö prósentustig frá könnun síðasta mánaðar. Næst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 22,3 prósent og er lítil sem engin breyting á milli kannanna.

Viðreisn mælist með 13,9 prósent fylgi og Miðflkokurinn 8,9 prósent. Flokkur fólksins mælist með 7,4 prósent fylgi og 6,1 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og minnkar þannig fylgi hans enn frá kosningum.

Sósíalistaflokkurinn, Vinstri græn og Píratar mælast öll með fylgi undir fimm prósenta mörkunum. Sósíalistar með 4,7 prósent, Vinstri græn með 3,3 prósent og Píratar með 3,2 prósent.

66 prósent segjast styðja ríkisstjórnarinnar sem er talsvert meira en stuðningur ríkisstjórnarflokkanna þriggja sem er 51 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×