Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. maí 2025 16:23 Alice Weidel er formaður Valkosts fyrir Þýskaland og hefur gagnrýnt flokkun hans sem öfgasamtök harðlega. Getty Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur meðal annars sakað þýskar „skrifstofublækur“ um að endurreisa Berlínarmúrinn og Marco Rubio utanríkisráðherra lýsti flokkuninni sem „harðræði í dulbúningi.“ Tilkynnt var um það í gær að þýska leyniþjónustan hefði skilgreint Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök. Í rökstuðningi sínum sagði leyniþjónustan að kynþáttahyggja innan hægrijaðarflokksins samræmdist ekki lýðræðislegum leikreglum samfélagsins. Orðaskipti utanríkisáðherra Bandaríkjanna og utanríkisráðuneytis Þýskaland í gærkvöld.Skjáskot Flokkunin gerir leyniþjónustunni kleift að fylgjast með starfsemi flokksins með leynilegum aðferðum, þar á meðal með uppljóstrurum og með því að hlera fjarskipti. Ákveðnar deildir innan flokksins hafa verið skilgreindar öfgasamtök áður, þeirra á meðal ungliðahreyfingar og sambandslandsstjórnarflokkar. Eins og fram hefur komið hafa bandarískir embættismenn brugðist illa við þessari ákvörðun og saka þýsk stjórnvöld um andlýðræðislega tilburði. Menn í innsta hring Donalds Trump hafa í gegnum tíðina verið miklir stuðningsmenn Valkosts fyrir Þýskaland og þar ber hátt á Elon Musk, tæknijöfrinum og nánum ráðgjafa Bandaríkjaforseta, sem flutti ræðu á fjöldafundi flokksins í janúar. Marco Rubio utanríkisráðherra birti ofangreind ummæli sín á samfélagsmiðlum og reikningur utanríkisráðuneytis Þýskalands svaraði óvænt færslu hans en reikningurinn er yfirleitt ekki notaður í slíkt heldur bara til að birta tilkynningar og annað tilfallandi efni. „Við höfum lært af sögu okkar að öfgahægristefnu þarf að stöðva,“ stóð í svari ráðuneytisins. Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Elon Musk, samfélagsmiðla- og tæknimógúll, flutti óvænt ræðu á fjöldafundi AfD, Valkosti fyrir Þýskaland, flokki sem lýst hefur verið sem „fjarhægri“, í gær. 26. janúar 2025 13:35 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur meðal annars sakað þýskar „skrifstofublækur“ um að endurreisa Berlínarmúrinn og Marco Rubio utanríkisráðherra lýsti flokkuninni sem „harðræði í dulbúningi.“ Tilkynnt var um það í gær að þýska leyniþjónustan hefði skilgreint Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök. Í rökstuðningi sínum sagði leyniþjónustan að kynþáttahyggja innan hægrijaðarflokksins samræmdist ekki lýðræðislegum leikreglum samfélagsins. Orðaskipti utanríkisáðherra Bandaríkjanna og utanríkisráðuneytis Þýskaland í gærkvöld.Skjáskot Flokkunin gerir leyniþjónustunni kleift að fylgjast með starfsemi flokksins með leynilegum aðferðum, þar á meðal með uppljóstrurum og með því að hlera fjarskipti. Ákveðnar deildir innan flokksins hafa verið skilgreindar öfgasamtök áður, þeirra á meðal ungliðahreyfingar og sambandslandsstjórnarflokkar. Eins og fram hefur komið hafa bandarískir embættismenn brugðist illa við þessari ákvörðun og saka þýsk stjórnvöld um andlýðræðislega tilburði. Menn í innsta hring Donalds Trump hafa í gegnum tíðina verið miklir stuðningsmenn Valkosts fyrir Þýskaland og þar ber hátt á Elon Musk, tæknijöfrinum og nánum ráðgjafa Bandaríkjaforseta, sem flutti ræðu á fjöldafundi flokksins í janúar. Marco Rubio utanríkisráðherra birti ofangreind ummæli sín á samfélagsmiðlum og reikningur utanríkisráðuneytis Þýskalands svaraði óvænt færslu hans en reikningurinn er yfirleitt ekki notaður í slíkt heldur bara til að birta tilkynningar og annað tilfallandi efni. „Við höfum lært af sögu okkar að öfgahægristefnu þarf að stöðva,“ stóð í svari ráðuneytisins.
Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Elon Musk, samfélagsmiðla- og tæknimógúll, flutti óvænt ræðu á fjöldafundi AfD, Valkosti fyrir Þýskaland, flokki sem lýst hefur verið sem „fjarhægri“, í gær. 26. janúar 2025 13:35 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Elon Musk, samfélagsmiðla- og tæknimógúll, flutti óvænt ræðu á fjöldafundi AfD, Valkosti fyrir Þýskaland, flokki sem lýst hefur verið sem „fjarhægri“, í gær. 26. janúar 2025 13:35