Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. maí 2025 14:38 Layton Carr lést voveiflega í eldsvoðanum í Gateshead. Getty/GoFundMe Fjórtán börn hafa verið handtekin í tengslum við andlát fjórtán ára drengs sem brann inni í geymsluhúsnæði í bænum Gateshead í Bretlandi á föstudag. Eldur braust út í iðnaðarhúsnæði í Bill Quay-hverfi í bænum Gateshead um áttaleytið að staðartíma á föstudagskvöld. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins en inni í húsnæðinu fannst lík hins fjórtán ára Layton Carr sem hafði verið leitað í nokkra klukkurtíma fyrir eldsvoðann. Ellefu drengir og þrjár stúlkur á aldrinum ellefu til fjórtán ára voru í kjölfarið handtekin vegna gruns um manndráp og sitja þau enn í varðhaldi. Fjöldi fólks hefur skilið blóm eftir við hliðið að lóðinni þar sem Carr lést.Getty Algengt að börn fari í leyfisleysi inn á lóðina Húsnæðið sem brann er yfirgefið iðnaðarhúsnæði sem stendur á 15 ekru lóð við ána Tyne og hefur grotnað niður á síðustu árum. Breska ríkisútvarpið ræddi við fólk í nágrenninu sem sagði það vera algengt að börn væru í leyfisleysi inni á lóðinni. Jafnframt væru íkveikjur tíðar en eldurinn sem kviknaði á föstudag hafi verið óvenjustór. Lögreglan í Norðumbralandi segir að rannsókn málsins sé skammt á veg komin og biðlar til almennings að hafa samband sé það með upplýsingar. Aðalvarðstjórinn Louisa Jenkins sagði þetta vera „ákaflega sorglegt atvik þar sem drengur lét því miður lífið“. Hún sendi hugheilar kveðjur til Layton-fjölskyldunnar og sagði sérfræðinga lögreglunnar gera allt sem þeir gætu til að styðja við hana. Bretland England Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Eldur braust út í iðnaðarhúsnæði í Bill Quay-hverfi í bænum Gateshead um áttaleytið að staðartíma á föstudagskvöld. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins en inni í húsnæðinu fannst lík hins fjórtán ára Layton Carr sem hafði verið leitað í nokkra klukkurtíma fyrir eldsvoðann. Ellefu drengir og þrjár stúlkur á aldrinum ellefu til fjórtán ára voru í kjölfarið handtekin vegna gruns um manndráp og sitja þau enn í varðhaldi. Fjöldi fólks hefur skilið blóm eftir við hliðið að lóðinni þar sem Carr lést.Getty Algengt að börn fari í leyfisleysi inn á lóðina Húsnæðið sem brann er yfirgefið iðnaðarhúsnæði sem stendur á 15 ekru lóð við ána Tyne og hefur grotnað niður á síðustu árum. Breska ríkisútvarpið ræddi við fólk í nágrenninu sem sagði það vera algengt að börn væru í leyfisleysi inni á lóðinni. Jafnframt væru íkveikjur tíðar en eldurinn sem kviknaði á föstudag hafi verið óvenjustór. Lögreglan í Norðumbralandi segir að rannsókn málsins sé skammt á veg komin og biðlar til almennings að hafa samband sé það með upplýsingar. Aðalvarðstjórinn Louisa Jenkins sagði þetta vera „ákaflega sorglegt atvik þar sem drengur lét því miður lífið“. Hún sendi hugheilar kveðjur til Layton-fjölskyldunnar og sagði sérfræðinga lögreglunnar gera allt sem þeir gætu til að styðja við hana.
Bretland England Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira