Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 15:17 Frá Grímsvötnum. Mynd úr vatni. vísir/vilhelm Fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði segir óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí í raun hafa ekkert með loftslagsbreytingar að gera. Snjóleysið hafi þó slæm áhrif á jöklabúskapinn og munu jöklar rýrna meira en vanalega ef meðalsumar er í kortunum. Góð veðurskilyrði í gær gerðu veðurfræðingum kleift að rýna vel og vandlega í myndir úr gervitungli af yfirborði íslands en þær sýna óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí. Sjaldan hafi verið jafn lítill snjór á hálendinu á þessum árstíma og er nánast snjólaust á Kili. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vakti athygli á þessu á vef sínum Bliku og sagði snjóleysið mega rekja til lítillar snjókomu til fjalla eftir áramót, til leysinga í febrúar og fram í mars og þá var apríl sérlega hlýr og þurr mánuður. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.skjáskot Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, segir snjóleysið hafa töluverð áhrif á jökla landsins í sumar. „Þetta er óvenjulegt skilst mér. Jafnvel snjóminnsta vor í 20 ár á einhverjum stöðum samkvæmt sjónmati staðkunnugra. Við fáum betri upplýsingar þegar mælingamenn Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar verða komin með mælingar á stærstu jöklunum.“ Niðurstöður mælinga muni liggja fyrir í lok vikunnar. Lítið af ályktunum sé hægt að draga eins og er og ekki óvenjulegt að mismikill snjór sé á milli ára. Tómas segir stöðuna í raun ekkert hafa með loftslagsbreytingar að gera. „Við eigum frekar von á því að úrkoma fari vaxandi með hlýnandi loftslagi. Það hefur þegar hlýnað um eina til tvær gráður frá loftslaginu sem var hér áður en loftslagsbreytinga af mannavöldum fór að gæta. Það breytir því ekki að það geta komið snjólétt ár í þessu hlýrra loftslagi sem nú er orðið. Þetta virðist vera eitt þeirra. En ég á ekki von á því að þessi tiltölulega litli snjór hafi neitt sem slíkur með loftslagsbreytingar að gera.“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði.vísir/sigurjón Snjóleysið hafi þau áhrif að varnir jökla landsins gagnvart hlýju og sólarljósi eru minni en ella. „Þessi litli vetrarsnjór gerir það að verkum að snjó leysir fyrr af leysingasvæði jöklanna. Gamalt hjarn kemur fyrr í ljós. Leiðir þá væntanlega til þess að það verður meiri leysing á jöklunum svo þetta er slæmt upp á jöklabúskapinn. Jöklarnir munu rýrna meira á meðal ári, væntanlega ef sumarið verður svona meðal sumar.“ Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Góð veðurskilyrði í gær gerðu veðurfræðingum kleift að rýna vel og vandlega í myndir úr gervitungli af yfirborði íslands en þær sýna óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí. Sjaldan hafi verið jafn lítill snjór á hálendinu á þessum árstíma og er nánast snjólaust á Kili. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vakti athygli á þessu á vef sínum Bliku og sagði snjóleysið mega rekja til lítillar snjókomu til fjalla eftir áramót, til leysinga í febrúar og fram í mars og þá var apríl sérlega hlýr og þurr mánuður. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.skjáskot Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, segir snjóleysið hafa töluverð áhrif á jökla landsins í sumar. „Þetta er óvenjulegt skilst mér. Jafnvel snjóminnsta vor í 20 ár á einhverjum stöðum samkvæmt sjónmati staðkunnugra. Við fáum betri upplýsingar þegar mælingamenn Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar verða komin með mælingar á stærstu jöklunum.“ Niðurstöður mælinga muni liggja fyrir í lok vikunnar. Lítið af ályktunum sé hægt að draga eins og er og ekki óvenjulegt að mismikill snjór sé á milli ára. Tómas segir stöðuna í raun ekkert hafa með loftslagsbreytingar að gera. „Við eigum frekar von á því að úrkoma fari vaxandi með hlýnandi loftslagi. Það hefur þegar hlýnað um eina til tvær gráður frá loftslaginu sem var hér áður en loftslagsbreytinga af mannavöldum fór að gæta. Það breytir því ekki að það geta komið snjólétt ár í þessu hlýrra loftslagi sem nú er orðið. Þetta virðist vera eitt þeirra. En ég á ekki von á því að þessi tiltölulega litli snjór hafi neitt sem slíkur með loftslagsbreytingar að gera.“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði.vísir/sigurjón Snjóleysið hafi þau áhrif að varnir jökla landsins gagnvart hlýju og sólarljósi eru minni en ella. „Þessi litli vetrarsnjór gerir það að verkum að snjó leysir fyrr af leysingasvæði jöklanna. Gamalt hjarn kemur fyrr í ljós. Leiðir þá væntanlega til þess að það verður meiri leysing á jöklunum svo þetta er slæmt upp á jöklabúskapinn. Jöklarnir munu rýrna meira á meðal ári, væntanlega ef sumarið verður svona meðal sumar.“
Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira