Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar 5. maí 2025 10:17 Francesca Albanese, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um hernumin palestínsk svæði, hefur hvatt til þess að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og aðrir háttsettir embættismenn ESB verði sóttir til saka fyrir hlutdeild í stríðsglæpum sem framdir eru í árás Ísraels á Gaza. Í einkaviðtali við blaðið The Intercept sagði Albanese að pólitískur og diplómatískur stuðningur þeirra við hernað Ísraels jafngildi aðstoð og stuðningi við stríðglæpi samkvæmt alþjóðalögum. „Þau verða að skilja að friðhelgi [stjórnarerindreka] getur ekki jafngilt refsileysi,“ sagði Albanese. „Ég er ekki meðal þeirra sem segja: „Sagan mun dæma þau“ – þau verður að dæma fyrir þann tíma.“ Alþjóðlega friðarrannsóknastofnunin í Genf (GIPRI) og samtök franskra lögfræðinga (CJRF) hafa lagt fram kæru hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum (ICC) gegn Ursulu von der Leyen, fyrir hlutdeild í stríðsglæpum í Gaza, þar sem æðstu embættismenn ESB eru ákærðir, þar á meðal er Kaja Kallas, utanríkismálastjóri, fyrir að styðja stríðsglæpi og þjóðarmorð Ísraels þrátt fyrir alþjóðlegar lagalegar skyldur um að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Ursula von der Leyen hefur verið einörð stuðningskona Ísraels. Þegar Ísrael fagnaði 75 ára stofnafmæli ríkisins í apríl 2023 á landi Palestínu sagði hún að gyðingar hefðu byggt upp „lifandi lýðræði í landinu sem guð gaf þeim (The Promised Land)“. Hún ræddi einnig um „sameiginlega menningu og gildi Evrópu og Ísraels“ og að „frelsi þitt (Ísrael) er frelsi okkar“. En hún minntist ekki einu orði á fólkið sem síonistarnir hröktu frá heimilum sínum og stálu landi þeirra. Í ávarpi vegna 7. október 2023 sagði Ursula von der Leyen að Hamas hefði „kveikt ofbeldisspriral sem hefur leitt allt svæðið í ástand mikilla spennu og óstöðugleika.“ Sem fyrr, ekki orð um orsökina; glæpi síonistanna, þjóðernishreinsanir í 75 ár. Dr Salman Abu Sitta, palestínskur baráttumaður, skrifaði opið bréf til Ursulu þegar hún flutti síonistunum árnaðaróskir sínar: „Þú óskaðir Ísrael til hamingju með 75 ára tilvist á landsvæði sem er 20.500 km², sem er 78% af Palestínu. Ekki einn einasti ferkílómetri af þessu svæði er fenginn með löglegum eða réttlátum hætti. Sex prósent voru fengin með sviksamlegri samvinnu við Breta og 72% með hernaðarlegum landvinningum. Hvernig gast þú óskað slíkum aðilum til hamingju; fólki sem tók þetta land með því að úthella blóði saklausra?“ Stjórnvöld Vesturlanda sem hafa stutt þjóðarmorð Ísraels í Palestínu munu uppskera eins og þau hafa sáð. Morð á börnum, á ungabörnum, eru látin viðgangast, sveltistefna Ísraels sem hefur þegar drepið tugi barna er í umboði Bandaríkjanna, Þýskalands ofl ríkja - sem hafa sent Ísraelsher vopn til að drepa börnin. Börn sem eru þegar veik fyrir vegna skorts á lífsnauðsynjum og heilbrigðisþjónustu. Skráð dauðsföll barna nálgast tuttugu þúsund, þúsundir þeirra munu deyja á næstu dögum og vikum. Með stuðningi við þjóðarmorðið, ýmist með beinum stuðningi eða með aðgerðaleysi, eru vestræn stjórnvöld samsek. Þjóðarmorð framið í allra augsýn mun ekki falla í gleymsku, dagur uppgjörsins mun koma. Nöfn ísraelsku hermannanna og stjórnenda þeirra eru þegar komin á skrá alþjóðastofnanna. Nöfn stjórnmálamannanna sem styðja þjóðarmorðið með aðgerðum eða aðgerðaleysi eru skráð á spjöld sögunnar. Hvoru megin ætla íslensk stjórnvöld að standa? BÖRNIN Á GAZA ERU OKKAR BÖRN! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. https://www.youtube.com/watch?v=SV6RwmH09dA https://www.middleeastmonitor.com/20230430-an-open-letter-to-madame-ursula-von-der-leyen-president-of-the-european-commission/ chrome-extension://efaidnbmnnnibpcajpcglclefindmkaj/https://gipri.ch/wp-content/uploads/2024/05/Press-Release-GIPRI-CJRF-ICC-Ursula-von-der-Leyen.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Francesca Albanese, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um hernumin palestínsk svæði, hefur hvatt til þess að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og aðrir háttsettir embættismenn ESB verði sóttir til saka fyrir hlutdeild í stríðsglæpum sem framdir eru í árás Ísraels á Gaza. Í einkaviðtali við blaðið The Intercept sagði Albanese að pólitískur og diplómatískur stuðningur þeirra við hernað Ísraels jafngildi aðstoð og stuðningi við stríðglæpi samkvæmt alþjóðalögum. „Þau verða að skilja að friðhelgi [stjórnarerindreka] getur ekki jafngilt refsileysi,“ sagði Albanese. „Ég er ekki meðal þeirra sem segja: „Sagan mun dæma þau“ – þau verður að dæma fyrir þann tíma.“ Alþjóðlega friðarrannsóknastofnunin í Genf (GIPRI) og samtök franskra lögfræðinga (CJRF) hafa lagt fram kæru hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum (ICC) gegn Ursulu von der Leyen, fyrir hlutdeild í stríðsglæpum í Gaza, þar sem æðstu embættismenn ESB eru ákærðir, þar á meðal er Kaja Kallas, utanríkismálastjóri, fyrir að styðja stríðsglæpi og þjóðarmorð Ísraels þrátt fyrir alþjóðlegar lagalegar skyldur um að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Ursula von der Leyen hefur verið einörð stuðningskona Ísraels. Þegar Ísrael fagnaði 75 ára stofnafmæli ríkisins í apríl 2023 á landi Palestínu sagði hún að gyðingar hefðu byggt upp „lifandi lýðræði í landinu sem guð gaf þeim (The Promised Land)“. Hún ræddi einnig um „sameiginlega menningu og gildi Evrópu og Ísraels“ og að „frelsi þitt (Ísrael) er frelsi okkar“. En hún minntist ekki einu orði á fólkið sem síonistarnir hröktu frá heimilum sínum og stálu landi þeirra. Í ávarpi vegna 7. október 2023 sagði Ursula von der Leyen að Hamas hefði „kveikt ofbeldisspriral sem hefur leitt allt svæðið í ástand mikilla spennu og óstöðugleika.“ Sem fyrr, ekki orð um orsökina; glæpi síonistanna, þjóðernishreinsanir í 75 ár. Dr Salman Abu Sitta, palestínskur baráttumaður, skrifaði opið bréf til Ursulu þegar hún flutti síonistunum árnaðaróskir sínar: „Þú óskaðir Ísrael til hamingju með 75 ára tilvist á landsvæði sem er 20.500 km², sem er 78% af Palestínu. Ekki einn einasti ferkílómetri af þessu svæði er fenginn með löglegum eða réttlátum hætti. Sex prósent voru fengin með sviksamlegri samvinnu við Breta og 72% með hernaðarlegum landvinningum. Hvernig gast þú óskað slíkum aðilum til hamingju; fólki sem tók þetta land með því að úthella blóði saklausra?“ Stjórnvöld Vesturlanda sem hafa stutt þjóðarmorð Ísraels í Palestínu munu uppskera eins og þau hafa sáð. Morð á börnum, á ungabörnum, eru látin viðgangast, sveltistefna Ísraels sem hefur þegar drepið tugi barna er í umboði Bandaríkjanna, Þýskalands ofl ríkja - sem hafa sent Ísraelsher vopn til að drepa börnin. Börn sem eru þegar veik fyrir vegna skorts á lífsnauðsynjum og heilbrigðisþjónustu. Skráð dauðsföll barna nálgast tuttugu þúsund, þúsundir þeirra munu deyja á næstu dögum og vikum. Með stuðningi við þjóðarmorðið, ýmist með beinum stuðningi eða með aðgerðaleysi, eru vestræn stjórnvöld samsek. Þjóðarmorð framið í allra augsýn mun ekki falla í gleymsku, dagur uppgjörsins mun koma. Nöfn ísraelsku hermannanna og stjórnenda þeirra eru þegar komin á skrá alþjóðastofnanna. Nöfn stjórnmálamannanna sem styðja þjóðarmorðið með aðgerðum eða aðgerðaleysi eru skráð á spjöld sögunnar. Hvoru megin ætla íslensk stjórnvöld að standa? BÖRNIN Á GAZA ERU OKKAR BÖRN! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. https://www.youtube.com/watch?v=SV6RwmH09dA https://www.middleeastmonitor.com/20230430-an-open-letter-to-madame-ursula-von-der-leyen-president-of-the-european-commission/ chrome-extension://efaidnbmnnnibpcajpcglclefindmkaj/https://gipri.ch/wp-content/uploads/2024/05/Press-Release-GIPRI-CJRF-ICC-Ursula-von-der-Leyen.pdf
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun