Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar 5. maí 2025 10:17 Francesca Albanese, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um hernumin palestínsk svæði, hefur hvatt til þess að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og aðrir háttsettir embættismenn ESB verði sóttir til saka fyrir hlutdeild í stríðsglæpum sem framdir eru í árás Ísraels á Gaza. Í einkaviðtali við blaðið The Intercept sagði Albanese að pólitískur og diplómatískur stuðningur þeirra við hernað Ísraels jafngildi aðstoð og stuðningi við stríðglæpi samkvæmt alþjóðalögum. „Þau verða að skilja að friðhelgi [stjórnarerindreka] getur ekki jafngilt refsileysi,“ sagði Albanese. „Ég er ekki meðal þeirra sem segja: „Sagan mun dæma þau“ – þau verður að dæma fyrir þann tíma.“ Alþjóðlega friðarrannsóknastofnunin í Genf (GIPRI) og samtök franskra lögfræðinga (CJRF) hafa lagt fram kæru hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum (ICC) gegn Ursulu von der Leyen, fyrir hlutdeild í stríðsglæpum í Gaza, þar sem æðstu embættismenn ESB eru ákærðir, þar á meðal er Kaja Kallas, utanríkismálastjóri, fyrir að styðja stríðsglæpi og þjóðarmorð Ísraels þrátt fyrir alþjóðlegar lagalegar skyldur um að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Ursula von der Leyen hefur verið einörð stuðningskona Ísraels. Þegar Ísrael fagnaði 75 ára stofnafmæli ríkisins í apríl 2023 á landi Palestínu sagði hún að gyðingar hefðu byggt upp „lifandi lýðræði í landinu sem guð gaf þeim (The Promised Land)“. Hún ræddi einnig um „sameiginlega menningu og gildi Evrópu og Ísraels“ og að „frelsi þitt (Ísrael) er frelsi okkar“. En hún minntist ekki einu orði á fólkið sem síonistarnir hröktu frá heimilum sínum og stálu landi þeirra. Í ávarpi vegna 7. október 2023 sagði Ursula von der Leyen að Hamas hefði „kveikt ofbeldisspriral sem hefur leitt allt svæðið í ástand mikilla spennu og óstöðugleika.“ Sem fyrr, ekki orð um orsökina; glæpi síonistanna, þjóðernishreinsanir í 75 ár. Dr Salman Abu Sitta, palestínskur baráttumaður, skrifaði opið bréf til Ursulu þegar hún flutti síonistunum árnaðaróskir sínar: „Þú óskaðir Ísrael til hamingju með 75 ára tilvist á landsvæði sem er 20.500 km², sem er 78% af Palestínu. Ekki einn einasti ferkílómetri af þessu svæði er fenginn með löglegum eða réttlátum hætti. Sex prósent voru fengin með sviksamlegri samvinnu við Breta og 72% með hernaðarlegum landvinningum. Hvernig gast þú óskað slíkum aðilum til hamingju; fólki sem tók þetta land með því að úthella blóði saklausra?“ Stjórnvöld Vesturlanda sem hafa stutt þjóðarmorð Ísraels í Palestínu munu uppskera eins og þau hafa sáð. Morð á börnum, á ungabörnum, eru látin viðgangast, sveltistefna Ísraels sem hefur þegar drepið tugi barna er í umboði Bandaríkjanna, Þýskalands ofl ríkja - sem hafa sent Ísraelsher vopn til að drepa börnin. Börn sem eru þegar veik fyrir vegna skorts á lífsnauðsynjum og heilbrigðisþjónustu. Skráð dauðsföll barna nálgast tuttugu þúsund, þúsundir þeirra munu deyja á næstu dögum og vikum. Með stuðningi við þjóðarmorðið, ýmist með beinum stuðningi eða með aðgerðaleysi, eru vestræn stjórnvöld samsek. Þjóðarmorð framið í allra augsýn mun ekki falla í gleymsku, dagur uppgjörsins mun koma. Nöfn ísraelsku hermannanna og stjórnenda þeirra eru þegar komin á skrá alþjóðastofnanna. Nöfn stjórnmálamannanna sem styðja þjóðarmorðið með aðgerðum eða aðgerðaleysi eru skráð á spjöld sögunnar. Hvoru megin ætla íslensk stjórnvöld að standa? BÖRNIN Á GAZA ERU OKKAR BÖRN! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. https://www.youtube.com/watch?v=SV6RwmH09dA https://www.middleeastmonitor.com/20230430-an-open-letter-to-madame-ursula-von-der-leyen-president-of-the-european-commission/ chrome-extension://efaidnbmnnnibpcajpcglclefindmkaj/https://gipri.ch/wp-content/uploads/2024/05/Press-Release-GIPRI-CJRF-ICC-Ursula-von-der-Leyen.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Francesca Albanese, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um hernumin palestínsk svæði, hefur hvatt til þess að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og aðrir háttsettir embættismenn ESB verði sóttir til saka fyrir hlutdeild í stríðsglæpum sem framdir eru í árás Ísraels á Gaza. Í einkaviðtali við blaðið The Intercept sagði Albanese að pólitískur og diplómatískur stuðningur þeirra við hernað Ísraels jafngildi aðstoð og stuðningi við stríðglæpi samkvæmt alþjóðalögum. „Þau verða að skilja að friðhelgi [stjórnarerindreka] getur ekki jafngilt refsileysi,“ sagði Albanese. „Ég er ekki meðal þeirra sem segja: „Sagan mun dæma þau“ – þau verður að dæma fyrir þann tíma.“ Alþjóðlega friðarrannsóknastofnunin í Genf (GIPRI) og samtök franskra lögfræðinga (CJRF) hafa lagt fram kæru hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum (ICC) gegn Ursulu von der Leyen, fyrir hlutdeild í stríðsglæpum í Gaza, þar sem æðstu embættismenn ESB eru ákærðir, þar á meðal er Kaja Kallas, utanríkismálastjóri, fyrir að styðja stríðsglæpi og þjóðarmorð Ísraels þrátt fyrir alþjóðlegar lagalegar skyldur um að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Ursula von der Leyen hefur verið einörð stuðningskona Ísraels. Þegar Ísrael fagnaði 75 ára stofnafmæli ríkisins í apríl 2023 á landi Palestínu sagði hún að gyðingar hefðu byggt upp „lifandi lýðræði í landinu sem guð gaf þeim (The Promised Land)“. Hún ræddi einnig um „sameiginlega menningu og gildi Evrópu og Ísraels“ og að „frelsi þitt (Ísrael) er frelsi okkar“. En hún minntist ekki einu orði á fólkið sem síonistarnir hröktu frá heimilum sínum og stálu landi þeirra. Í ávarpi vegna 7. október 2023 sagði Ursula von der Leyen að Hamas hefði „kveikt ofbeldisspriral sem hefur leitt allt svæðið í ástand mikilla spennu og óstöðugleika.“ Sem fyrr, ekki orð um orsökina; glæpi síonistanna, þjóðernishreinsanir í 75 ár. Dr Salman Abu Sitta, palestínskur baráttumaður, skrifaði opið bréf til Ursulu þegar hún flutti síonistunum árnaðaróskir sínar: „Þú óskaðir Ísrael til hamingju með 75 ára tilvist á landsvæði sem er 20.500 km², sem er 78% af Palestínu. Ekki einn einasti ferkílómetri af þessu svæði er fenginn með löglegum eða réttlátum hætti. Sex prósent voru fengin með sviksamlegri samvinnu við Breta og 72% með hernaðarlegum landvinningum. Hvernig gast þú óskað slíkum aðilum til hamingju; fólki sem tók þetta land með því að úthella blóði saklausra?“ Stjórnvöld Vesturlanda sem hafa stutt þjóðarmorð Ísraels í Palestínu munu uppskera eins og þau hafa sáð. Morð á börnum, á ungabörnum, eru látin viðgangast, sveltistefna Ísraels sem hefur þegar drepið tugi barna er í umboði Bandaríkjanna, Þýskalands ofl ríkja - sem hafa sent Ísraelsher vopn til að drepa börnin. Börn sem eru þegar veik fyrir vegna skorts á lífsnauðsynjum og heilbrigðisþjónustu. Skráð dauðsföll barna nálgast tuttugu þúsund, þúsundir þeirra munu deyja á næstu dögum og vikum. Með stuðningi við þjóðarmorðið, ýmist með beinum stuðningi eða með aðgerðaleysi, eru vestræn stjórnvöld samsek. Þjóðarmorð framið í allra augsýn mun ekki falla í gleymsku, dagur uppgjörsins mun koma. Nöfn ísraelsku hermannanna og stjórnenda þeirra eru þegar komin á skrá alþjóðastofnanna. Nöfn stjórnmálamannanna sem styðja þjóðarmorðið með aðgerðum eða aðgerðaleysi eru skráð á spjöld sögunnar. Hvoru megin ætla íslensk stjórnvöld að standa? BÖRNIN Á GAZA ERU OKKAR BÖRN! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. https://www.youtube.com/watch?v=SV6RwmH09dA https://www.middleeastmonitor.com/20230430-an-open-letter-to-madame-ursula-von-der-leyen-president-of-the-european-commission/ chrome-extension://efaidnbmnnnibpcajpcglclefindmkaj/https://gipri.ch/wp-content/uploads/2024/05/Press-Release-GIPRI-CJRF-ICC-Ursula-von-der-Leyen.pdf
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun