Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 5. maí 2025 19:02 Það var kannski ekki við öðru að búast en að stórútgerðin færi fram með þjósti þegar boðaðar voru breytingar þannig að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgang hennar að fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Látið er í veðri vaka að landvinnsla afla leggist af ef veiðigjaldið taki mið af markaðsverði. Landvinnsla sjávarafla er á sumum sviðum lítil hér á landi miðað við sumar aðrar fiskveiðiþjóðir. Eftir því sem næst verður komist er landvinnsla engin á loðnu. Loðnan er flutt út óunnin og verkuð í neytendapakkningar í viðtökulandinu. Landvinnsla er einnig sama og engin á síld. Síldin er flutt út frosin eða söltuð í stórum bláum plasttunnum. Þeir sem vilja verka sjálfir saltsíld í marineraða síld fá ekki að kaupa eina eða tvær tunnur. „Nei við seljum ekki minna en hundrað tunnur í einu,“ sagði forstjóri Síldarvinnslunnar í fyrra . Í móttökulandinu er síldin unnin í neytendapakkningar og seld aftur hingað til lands. Í hverfisversluninni minni er niðurlögð danskverkuð síld. Útgerðarmenn láta í veðri vaka að þeir einir séu til þess hæfir að veiða á miðunum í kringum Ísland. En svo er ekki. Útgerðarmenn fengu einkaaðgang að fiskimiðum fljótlega eftir að kvótakerfið komst á. Þeir þurftu ekkert að greiða fyrir aðganginn. Síðan þá hafa margir þeirra sem fengu kvótann í byrjun selt hann og farið út úr greininni með fullar hendur fjár. Með þessum hætti streymdi fé út úr greininni. Nú hefur stór hluti veiðiheimildanna safnast á fárra hendur sem hagnast það mikið að þeir hafa keypt upp fyrirtæki og eignir eins og prentsmiðjur, dagblað, verslanakeðjur og geta einnig rekið sveit varðliða. Þetta minnir á hvernig aðalsmannastéttir urðu til í Evrópu upp úr hundrað ára stríðinu. Fyrirferð þeirra óx jafnt og þétt. Voru sagðar hafa blátt blóð, gátu ekki umgengist almúgann og pöruðust innbyrðis. Þeim varð ekki haggað nema með blóðugum byltingum. Með þjóðina að baki Tugi umsagna bárust um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og stór hluti þeirra felur í sér stuðning við áform um hækkun auðlindagjalda enda sanngjörn nálgun og löngu tímabær. „Loksins“ segja margir. Tekið er undir með þeim sem segja að ef útgerðarfyrirtæki eru ósátt geti þau alltaf skilað þjóðinni kvótanum og lagt bara upp laupana. Nú er bara að fylkja liði bak við ríkisstjórnina sem mætt hefur andstöðu frá sjáfargreifunum og hagsmunasamtökum þeirra. Styðjum sem einn maður fyrirhugaðar breytingar á lögum um afnotagjald af auðlindinni eða svo kallað veiðigjald. Hér er sannarlega ekki um neitt kjaftshögg fyrir sjávarútveginn að ræða, heldur leiðrétting á ósanngjörnu kerfi. Þjóðin, eigandi fiskimiðanna, hefur takmarkað fengið að njóta afraksturs auðlindanna fram til þessa. Samfélagið þarf þetta fjármagn til fjölmargra hluta meðal annars til að byggja upp innviði. Hér er um risastórt réttlætismál að ræða. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að bjóða áfram upp á sama óréttlætið og segir hingað og ekki lengra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var kannski ekki við öðru að búast en að stórútgerðin færi fram með þjósti þegar boðaðar voru breytingar þannig að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgang hennar að fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Látið er í veðri vaka að landvinnsla afla leggist af ef veiðigjaldið taki mið af markaðsverði. Landvinnsla sjávarafla er á sumum sviðum lítil hér á landi miðað við sumar aðrar fiskveiðiþjóðir. Eftir því sem næst verður komist er landvinnsla engin á loðnu. Loðnan er flutt út óunnin og verkuð í neytendapakkningar í viðtökulandinu. Landvinnsla er einnig sama og engin á síld. Síldin er flutt út frosin eða söltuð í stórum bláum plasttunnum. Þeir sem vilja verka sjálfir saltsíld í marineraða síld fá ekki að kaupa eina eða tvær tunnur. „Nei við seljum ekki minna en hundrað tunnur í einu,“ sagði forstjóri Síldarvinnslunnar í fyrra . Í móttökulandinu er síldin unnin í neytendapakkningar og seld aftur hingað til lands. Í hverfisversluninni minni er niðurlögð danskverkuð síld. Útgerðarmenn láta í veðri vaka að þeir einir séu til þess hæfir að veiða á miðunum í kringum Ísland. En svo er ekki. Útgerðarmenn fengu einkaaðgang að fiskimiðum fljótlega eftir að kvótakerfið komst á. Þeir þurftu ekkert að greiða fyrir aðganginn. Síðan þá hafa margir þeirra sem fengu kvótann í byrjun selt hann og farið út úr greininni með fullar hendur fjár. Með þessum hætti streymdi fé út úr greininni. Nú hefur stór hluti veiðiheimildanna safnast á fárra hendur sem hagnast það mikið að þeir hafa keypt upp fyrirtæki og eignir eins og prentsmiðjur, dagblað, verslanakeðjur og geta einnig rekið sveit varðliða. Þetta minnir á hvernig aðalsmannastéttir urðu til í Evrópu upp úr hundrað ára stríðinu. Fyrirferð þeirra óx jafnt og þétt. Voru sagðar hafa blátt blóð, gátu ekki umgengist almúgann og pöruðust innbyrðis. Þeim varð ekki haggað nema með blóðugum byltingum. Með þjóðina að baki Tugi umsagna bárust um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og stór hluti þeirra felur í sér stuðning við áform um hækkun auðlindagjalda enda sanngjörn nálgun og löngu tímabær. „Loksins“ segja margir. Tekið er undir með þeim sem segja að ef útgerðarfyrirtæki eru ósátt geti þau alltaf skilað þjóðinni kvótanum og lagt bara upp laupana. Nú er bara að fylkja liði bak við ríkisstjórnina sem mætt hefur andstöðu frá sjáfargreifunum og hagsmunasamtökum þeirra. Styðjum sem einn maður fyrirhugaðar breytingar á lögum um afnotagjald af auðlindinni eða svo kallað veiðigjald. Hér er sannarlega ekki um neitt kjaftshögg fyrir sjávarútveginn að ræða, heldur leiðrétting á ósanngjörnu kerfi. Þjóðin, eigandi fiskimiðanna, hefur takmarkað fengið að njóta afraksturs auðlindanna fram til þessa. Samfélagið þarf þetta fjármagn til fjölmargra hluta meðal annars til að byggja upp innviði. Hér er um risastórt réttlætismál að ræða. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að bjóða áfram upp á sama óréttlætið og segir hingað og ekki lengra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar