„Þetta er salami-leiðin“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2025 08:29 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ekki hrifinn af frumvarpi atvinnuvegaráðherra. Vísir/Anton Brink Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í umræðum um frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld sem ráðherrann mælti fyrir á Alþingi í gær. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á skráðu aflaverðmæti fyrir tiltekna nytjastofna við útreikning veiðigjalds. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um málið sem hækkun á veiðigjaldi á meðan stjórnarmeirihlutinn vill meina að um leiðréttingu á veiðigjaldi sé að ræða. Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess sé meðal annars að tryggja „að reiknað aflaverðmæti tiltekinna nytjastofna endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti og þar með réttlát auðlindagjöld fyrir aðgang að sjávarauðlindinni sem sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“ Sigurður Ingi sagði að það sé honum fyrir löngu orðið ljóst að „ekki sé hægt að finna neitt réttlátt veiðigjald.“ Spurningin sé hins vegar hve langt sé hægt að ganga í að taka gjald án þess að hafa áhrif á verðmætasköpun atvinnuvegarins og það sé augljóst að það sé misjafnt eftir fyrirtækjum hve háu gjaldi þau geti staðið undir. „Það er asi í málinu, það eru læti“ Hann segir augljóst að breytingarnar falli hlutfallslega mest á landsbyggðina eða ríflega 80% og þá kveðst hann meðvitaður um að áform ríkisstjórnarinnar séu þegar farin að hafa áhrif á fyrirtæki á landsbyggðinni. „Þegar hafa minni fyrirtæki frestað ákvörðunum um uppbyggingu, framkvæmdir og fjárfestingar nú þegar í sumar. Á grundvelli ófyrirsjáanleika og hræðslu um hvað svo gerist,“ sagði Sigurður Ingi. Þá vill hann meina að afsláttarkerfi sem eigi að tryggja að minni fyrirtæki beri ekki sama þunga af breytingunum og þau stærri vera ógagnsætt og áhrifin illa verið greind. „Það eru engar greiningar á borðinu. Það er asi í málinu, það eru læti, svona réttlæting – bara keyra þetta áfram,“ sagði Sigurður Ingi. „Væri ekki gáfulegra að leggjast aðeins meira yfir þetta, gefa fyrirtækjunum aðeins meiri fyrirsjáanleika.“ Hann vill meina að fyrirhugaðar breytingar séu þegar farnar að leiða til samþjöppunar í greininni, þvert á það sem komið hafi fram í yfirlýsingum stjórnarmeirihlutans. Þá rifjaði Sigurður Ingi upp umræður um stefnuræðu forsætisráðherra frá því í febrúar. Þá hafi hann sagst hafa áhyggjur af því að „ríkisstjórnin skildi ekki verðmætasköpun“ og að til stæði að fara í „stórfellda aukna skattlagningu á atvinnugreinar landsbyggðarinnar, hún væri andlandsbyggðarleg.“ Þessar áhyggjur Sigurðar Inga hafi ekki dvínað. „Þetta er salami-leiðin,“ sagði Sigurður Ingi. „Það er ekki verið að banna samþættingu veiða og vinnslu sagði háttvirtur stjórnarþingmaður einn áðan. Það er alveg rétt, það er ekki verið að banna það. Það er bara verið að gera hlutina erfiðari, það er verið að gera þá flóknari. Það er verið að segja við ætlum að taka markaðsverðið í Noregi þar sem það er engin samþætting á veiðum og vinnslu, heldur flytja þeir meginþorrann af sínum fiski til Póllands og Kína vegna þess að þar eru miklu ódýrari vinnslur,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í umræðum um frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld sem ráðherrann mælti fyrir á Alþingi í gær. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á skráðu aflaverðmæti fyrir tiltekna nytjastofna við útreikning veiðigjalds. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um málið sem hækkun á veiðigjaldi á meðan stjórnarmeirihlutinn vill meina að um leiðréttingu á veiðigjaldi sé að ræða. Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess sé meðal annars að tryggja „að reiknað aflaverðmæti tiltekinna nytjastofna endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti og þar með réttlát auðlindagjöld fyrir aðgang að sjávarauðlindinni sem sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“ Sigurður Ingi sagði að það sé honum fyrir löngu orðið ljóst að „ekki sé hægt að finna neitt réttlátt veiðigjald.“ Spurningin sé hins vegar hve langt sé hægt að ganga í að taka gjald án þess að hafa áhrif á verðmætasköpun atvinnuvegarins og það sé augljóst að það sé misjafnt eftir fyrirtækjum hve háu gjaldi þau geti staðið undir. „Það er asi í málinu, það eru læti“ Hann segir augljóst að breytingarnar falli hlutfallslega mest á landsbyggðina eða ríflega 80% og þá kveðst hann meðvitaður um að áform ríkisstjórnarinnar séu þegar farin að hafa áhrif á fyrirtæki á landsbyggðinni. „Þegar hafa minni fyrirtæki frestað ákvörðunum um uppbyggingu, framkvæmdir og fjárfestingar nú þegar í sumar. Á grundvelli ófyrirsjáanleika og hræðslu um hvað svo gerist,“ sagði Sigurður Ingi. Þá vill hann meina að afsláttarkerfi sem eigi að tryggja að minni fyrirtæki beri ekki sama þunga af breytingunum og þau stærri vera ógagnsætt og áhrifin illa verið greind. „Það eru engar greiningar á borðinu. Það er asi í málinu, það eru læti, svona réttlæting – bara keyra þetta áfram,“ sagði Sigurður Ingi. „Væri ekki gáfulegra að leggjast aðeins meira yfir þetta, gefa fyrirtækjunum aðeins meiri fyrirsjáanleika.“ Hann vill meina að fyrirhugaðar breytingar séu þegar farnar að leiða til samþjöppunar í greininni, þvert á það sem komið hafi fram í yfirlýsingum stjórnarmeirihlutans. Þá rifjaði Sigurður Ingi upp umræður um stefnuræðu forsætisráðherra frá því í febrúar. Þá hafi hann sagst hafa áhyggjur af því að „ríkisstjórnin skildi ekki verðmætasköpun“ og að til stæði að fara í „stórfellda aukna skattlagningu á atvinnugreinar landsbyggðarinnar, hún væri andlandsbyggðarleg.“ Þessar áhyggjur Sigurðar Inga hafi ekki dvínað. „Þetta er salami-leiðin,“ sagði Sigurður Ingi. „Það er ekki verið að banna samþættingu veiða og vinnslu sagði háttvirtur stjórnarþingmaður einn áðan. Það er alveg rétt, það er ekki verið að banna það. Það er bara verið að gera hlutina erfiðari, það er verið að gera þá flóknari. Það er verið að segja við ætlum að taka markaðsverðið í Noregi þar sem það er engin samþætting á veiðum og vinnslu, heldur flytja þeir meginþorrann af sínum fiski til Póllands og Kína vegna þess að þar eru miklu ódýrari vinnslur,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira