„Þetta er salami-leiðin“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2025 08:29 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ekki hrifinn af frumvarpi atvinnuvegaráðherra. Vísir/Anton Brink Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í umræðum um frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld sem ráðherrann mælti fyrir á Alþingi í gær. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á skráðu aflaverðmæti fyrir tiltekna nytjastofna við útreikning veiðigjalds. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um málið sem hækkun á veiðigjaldi á meðan stjórnarmeirihlutinn vill meina að um leiðréttingu á veiðigjaldi sé að ræða. Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess sé meðal annars að tryggja „að reiknað aflaverðmæti tiltekinna nytjastofna endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti og þar með réttlát auðlindagjöld fyrir aðgang að sjávarauðlindinni sem sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“ Sigurður Ingi sagði að það sé honum fyrir löngu orðið ljóst að „ekki sé hægt að finna neitt réttlátt veiðigjald.“ Spurningin sé hins vegar hve langt sé hægt að ganga í að taka gjald án þess að hafa áhrif á verðmætasköpun atvinnuvegarins og það sé augljóst að það sé misjafnt eftir fyrirtækjum hve háu gjaldi þau geti staðið undir. „Það er asi í málinu, það eru læti“ Hann segir augljóst að breytingarnar falli hlutfallslega mest á landsbyggðina eða ríflega 80% og þá kveðst hann meðvitaður um að áform ríkisstjórnarinnar séu þegar farin að hafa áhrif á fyrirtæki á landsbyggðinni. „Þegar hafa minni fyrirtæki frestað ákvörðunum um uppbyggingu, framkvæmdir og fjárfestingar nú þegar í sumar. Á grundvelli ófyrirsjáanleika og hræðslu um hvað svo gerist,“ sagði Sigurður Ingi. Þá vill hann meina að afsláttarkerfi sem eigi að tryggja að minni fyrirtæki beri ekki sama þunga af breytingunum og þau stærri vera ógagnsætt og áhrifin illa verið greind. „Það eru engar greiningar á borðinu. Það er asi í málinu, það eru læti, svona réttlæting – bara keyra þetta áfram,“ sagði Sigurður Ingi. „Væri ekki gáfulegra að leggjast aðeins meira yfir þetta, gefa fyrirtækjunum aðeins meiri fyrirsjáanleika.“ Hann vill meina að fyrirhugaðar breytingar séu þegar farnar að leiða til samþjöppunar í greininni, þvert á það sem komið hafi fram í yfirlýsingum stjórnarmeirihlutans. Þá rifjaði Sigurður Ingi upp umræður um stefnuræðu forsætisráðherra frá því í febrúar. Þá hafi hann sagst hafa áhyggjur af því að „ríkisstjórnin skildi ekki verðmætasköpun“ og að til stæði að fara í „stórfellda aukna skattlagningu á atvinnugreinar landsbyggðarinnar, hún væri andlandsbyggðarleg.“ Þessar áhyggjur Sigurðar Inga hafi ekki dvínað. „Þetta er salami-leiðin,“ sagði Sigurður Ingi. „Það er ekki verið að banna samþættingu veiða og vinnslu sagði háttvirtur stjórnarþingmaður einn áðan. Það er alveg rétt, það er ekki verið að banna það. Það er bara verið að gera hlutina erfiðari, það er verið að gera þá flóknari. Það er verið að segja við ætlum að taka markaðsverðið í Noregi þar sem það er engin samþætting á veiðum og vinnslu, heldur flytja þeir meginþorrann af sínum fiski til Póllands og Kína vegna þess að þar eru miklu ódýrari vinnslur,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í umræðum um frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld sem ráðherrann mælti fyrir á Alþingi í gær. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á skráðu aflaverðmæti fyrir tiltekna nytjastofna við útreikning veiðigjalds. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa talað um málið sem hækkun á veiðigjaldi á meðan stjórnarmeirihlutinn vill meina að um leiðréttingu á veiðigjaldi sé að ræða. Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess sé meðal annars að tryggja „að reiknað aflaverðmæti tiltekinna nytjastofna endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti og þar með réttlát auðlindagjöld fyrir aðgang að sjávarauðlindinni sem sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“ Sigurður Ingi sagði að það sé honum fyrir löngu orðið ljóst að „ekki sé hægt að finna neitt réttlátt veiðigjald.“ Spurningin sé hins vegar hve langt sé hægt að ganga í að taka gjald án þess að hafa áhrif á verðmætasköpun atvinnuvegarins og það sé augljóst að það sé misjafnt eftir fyrirtækjum hve háu gjaldi þau geti staðið undir. „Það er asi í málinu, það eru læti“ Hann segir augljóst að breytingarnar falli hlutfallslega mest á landsbyggðina eða ríflega 80% og þá kveðst hann meðvitaður um að áform ríkisstjórnarinnar séu þegar farin að hafa áhrif á fyrirtæki á landsbyggðinni. „Þegar hafa minni fyrirtæki frestað ákvörðunum um uppbyggingu, framkvæmdir og fjárfestingar nú þegar í sumar. Á grundvelli ófyrirsjáanleika og hræðslu um hvað svo gerist,“ sagði Sigurður Ingi. Þá vill hann meina að afsláttarkerfi sem eigi að tryggja að minni fyrirtæki beri ekki sama þunga af breytingunum og þau stærri vera ógagnsætt og áhrifin illa verið greind. „Það eru engar greiningar á borðinu. Það er asi í málinu, það eru læti, svona réttlæting – bara keyra þetta áfram,“ sagði Sigurður Ingi. „Væri ekki gáfulegra að leggjast aðeins meira yfir þetta, gefa fyrirtækjunum aðeins meiri fyrirsjáanleika.“ Hann vill meina að fyrirhugaðar breytingar séu þegar farnar að leiða til samþjöppunar í greininni, þvert á það sem komið hafi fram í yfirlýsingum stjórnarmeirihlutans. Þá rifjaði Sigurður Ingi upp umræður um stefnuræðu forsætisráðherra frá því í febrúar. Þá hafi hann sagst hafa áhyggjur af því að „ríkisstjórnin skildi ekki verðmætasköpun“ og að til stæði að fara í „stórfellda aukna skattlagningu á atvinnugreinar landsbyggðarinnar, hún væri andlandsbyggðarleg.“ Þessar áhyggjur Sigurðar Inga hafi ekki dvínað. „Þetta er salami-leiðin,“ sagði Sigurður Ingi. „Það er ekki verið að banna samþættingu veiða og vinnslu sagði háttvirtur stjórnarþingmaður einn áðan. Það er alveg rétt, það er ekki verið að banna það. Það er bara verið að gera hlutina erfiðari, það er verið að gera þá flóknari. Það er verið að segja við ætlum að taka markaðsverðið í Noregi þar sem það er engin samþætting á veiðum og vinnslu, heldur flytja þeir meginþorrann af sínum fiski til Póllands og Kína vegna þess að þar eru miklu ódýrari vinnslur,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira