Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2025 12:01 Cecilía Rán Rúnarsdóttir var valin besti markvörður ítölsku A-deildarinnar á sinni fyrstu leiktíð í deildinni. Getty Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur svo sannarlega slegið í gegn með Inter á sinni fyrstu leiktíð í ítölsku A-deildinni í fótbolta og útlit er fyrir að hún verði áfram í deildinni. Cecilía kom til Inter að láni frá þýsku meisturunum í Bayern München og hefur spilað svo vel að hún var valin besti markvörður deildarinnar. Ítalski blaðamaðurinn Mauro Munno, sérfræðingur um kvennafótboltann á Ítalíu en þó sérstaklega um Juventus, fullyrðir á Twitter að Inter sé núna langt komið með að tryggja sér krafta Cecilíu til frambúðar. Samkvæmt Munno er Inter reiðubúið að greiða Bayern 100.000 evrur fyrir Cecilíu, eða jafnvirði um 15 milljóna króna, sem yrði metverð fyrir markvörð í ítölsku deildinni. Exclusive. Inter are close to definitively acquire Serie A best goalkeeper Cecilia Ran Runarsdottir (🇮🇸, 2003) from Bayern Munich. The deal may be made for over 100k euros. Record deal for a GK pic.twitter.com/lrKYtr1Jh7— Mauro Munno (@Maumunno) May 5, 2025 Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Inter á leiktíðinni en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum. Cecilía, sem er aðeins 21 árs gömul, varði líka tvær af fimm vítaspyrnum sem hún reyndi við. Lið Inter náði öðru sæti í deildinni en Juventus varð ítalskur meistari. Cecilía kom til Bayern München árið 2022, eftir að hafa verið á mála hjá Everton og að láni hjá Örebro í Svíþjóð, og hún skrifaði undir samning við Bayern sem gilda átti til 2026. Þessi fyrrverandi markvörður Aftureldingar/Fram og Fylkis hefur þó aðeins leikið einn deildarleik fyrir aðallið Bayern. Hún lék meira með varaliði félagsins en glímdi auk þess við meiðsli og missti af nánast allri leiktíðinni 2023-24 vegna hnémeiðsla. Ítalski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Cecilía kom til Inter að láni frá þýsku meisturunum í Bayern München og hefur spilað svo vel að hún var valin besti markvörður deildarinnar. Ítalski blaðamaðurinn Mauro Munno, sérfræðingur um kvennafótboltann á Ítalíu en þó sérstaklega um Juventus, fullyrðir á Twitter að Inter sé núna langt komið með að tryggja sér krafta Cecilíu til frambúðar. Samkvæmt Munno er Inter reiðubúið að greiða Bayern 100.000 evrur fyrir Cecilíu, eða jafnvirði um 15 milljóna króna, sem yrði metverð fyrir markvörð í ítölsku deildinni. Exclusive. Inter are close to definitively acquire Serie A best goalkeeper Cecilia Ran Runarsdottir (🇮🇸, 2003) from Bayern Munich. The deal may be made for over 100k euros. Record deal for a GK pic.twitter.com/lrKYtr1Jh7— Mauro Munno (@Maumunno) May 5, 2025 Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Inter á leiktíðinni en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum. Cecilía, sem er aðeins 21 árs gömul, varði líka tvær af fimm vítaspyrnum sem hún reyndi við. Lið Inter náði öðru sæti í deildinni en Juventus varð ítalskur meistari. Cecilía kom til Bayern München árið 2022, eftir að hafa verið á mála hjá Everton og að láni hjá Örebro í Svíþjóð, og hún skrifaði undir samning við Bayern sem gilda átti til 2026. Þessi fyrrverandi markvörður Aftureldingar/Fram og Fylkis hefur þó aðeins leikið einn deildarleik fyrir aðallið Bayern. Hún lék meira með varaliði félagsins en glímdi auk þess við meiðsli og missti af nánast allri leiktíðinni 2023-24 vegna hnémeiðsla.
Ítalski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira