Sonurinn heitir eftir pabba sínum, Cristiano Ronaldo yngri, og er leikmaður Al-Nassr í Sádi Arabíu rétt eins og pabbinn.
Strákurinn er 14 ára gamall og hefur einnig verið á mála hjá fyrri félögum pabba síns; Manchester United og Juventus.
Fyrstu landsleikir Ronaldo yngri gætu orðið gegn Japan, Grikklandi og Englandi á móti sem fram fer í Króatíu 13.-18. maí.
„Stoltur af þér, sonur sæll,“ skrifaði Ronaldo í sögu á Instagram fyrir þær 653 milljónir fylgjenda sem fylgja honum þar.
Ronaldo, sem fimm sinnum hefur unnið Gullboltann sem besti leikmaður heims, er enn að spila A-landsleiki fyrir Portúgal. Hann vann EM með Portúgölum árið 2016 og er markahæsti landsliðsmaður sögunnar með 136 mörk í 219 A-landsleikjum.
Cristiano Ronaldo yngri er elstur af fimm systkinum og hefur pabbi hans sagst vonast til þess að ná að spila leik með honum áður en ferlinum lýkur. „Það veltur meira á mér en honum,“ sagði Ronaldo sem er fertugur.