Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2025 17:17 Hér má sjá svekkta stuðningsmenn Liverpool sem voru með miða en var ekki hleypt inn á úrslitaleik Liverpool og Real Madrid á Stade de France árið 2022. Getty/Matthias Hangst Gerald Darmanin, sem var áður innanríkisráðherra Frakka, hefur nú stigið fram og beðið stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool afsökunar. Ástæðan er meðferðin á Liverpool fólki á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París vorið 2022. Það myndaðist mikil ringulreið fyrir utan Stade de France fyrir leikinn þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool voru stöðvaðir við innganginn og ekki hleypt inn þótt þeir væri með miða. Darmanin er nú dómstólaráðherra Frakka og hann viðurkenndi að skipulag öryggismála fyrir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid hafi ekki verið nægilega gott. ESPN segir frá. Hann baðst líka afsökunar á gömlum ummælum sínum þar sem hann sakaði stuðningsfólk Liverpool um að vera sökudólgarnir vegnar þeirrar ringulreiðar sem þarna varð. Hann hafði nefnilega haldið blaðamannafund tveimur dögum eftir leikinn og sagði þá vandamálið hafa verið að fjöldi stuðningsmanna Liverpool hafi mætt á leikinn með falsaða miða. Nú viðurkennir hann að þetta hafi verið rangt af sér að halda slíku fram. "I apologise now to Liverpool supporters. They were quite right to be hurt. It was a mistake and a failure."Former French interior minister Gérald Darmanin has issued an inadequate and long-overdue apology over the frightening scenes in Paris at the 2022 Champions League final… pic.twitter.com/joyPE5YRU4— Empire of the Kop (@empireofthekop) May 5, 2025 „Mín mistök voru að gera mér ekki grein fyrir því að stóra vandamálið voru ekki ensku stuðningsmennirnir heldur óprúttnir aðilar sem voru að ræna þessa sömu stuðningsmenn,“ sagði Gerald Darmanin. „Það voru mín mistök að sannreyna ekki hvað var í raun að gerast þarna. Hefði ég gert það þá var auðvelt að finna sökudólginn. Ég bið því stuðningsmenn Liverpool afsökunar. Auðvitað áttu þau rétt á því að vera mjög ósátt með þróun mála,“ sagði Darmanin. Ofan á þessi leiðindi fyrir utan leikvanginn þá tapaði Liverpool líka leiknum sjálfum þrátt fyrir að vera í stórsókn nær allan leikinn. Real Madrid hélt út þökk sé frábærum markverði sínum Thibaut Courtois og Vinícius Júnior tryggði liðinu síðan 1-0 sigur. Fjöldi stuðningsmanna Liverpool slösuðust í látunum fyrir utan völlinn enda tók franska lögreglan hraustlega á þeim í ringulreiðinni. Margir þeirra hafa höfðað mál gegn evrópska knattspyrnusambandinu sem mistókst að láta visa þeim málshöfðunum frá. Trois ans après le fiasco de l'organisation de la finale de Ligue des champions 2022 au Stade de France, Gérald Darmanin a présenté pour la première fois ses excuses aux supporters de Liverpool, qu'il avait tenus pour responsables du chaos➡️https://t.co/hzKUanttNi pic.twitter.com/dfDqIY6iAR— L'ÉQUIPE (@lequipe) May 5, 2025 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Ástæðan er meðferðin á Liverpool fólki á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París vorið 2022. Það myndaðist mikil ringulreið fyrir utan Stade de France fyrir leikinn þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool voru stöðvaðir við innganginn og ekki hleypt inn þótt þeir væri með miða. Darmanin er nú dómstólaráðherra Frakka og hann viðurkenndi að skipulag öryggismála fyrir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid hafi ekki verið nægilega gott. ESPN segir frá. Hann baðst líka afsökunar á gömlum ummælum sínum þar sem hann sakaði stuðningsfólk Liverpool um að vera sökudólgarnir vegnar þeirrar ringulreiðar sem þarna varð. Hann hafði nefnilega haldið blaðamannafund tveimur dögum eftir leikinn og sagði þá vandamálið hafa verið að fjöldi stuðningsmanna Liverpool hafi mætt á leikinn með falsaða miða. Nú viðurkennir hann að þetta hafi verið rangt af sér að halda slíku fram. "I apologise now to Liverpool supporters. They were quite right to be hurt. It was a mistake and a failure."Former French interior minister Gérald Darmanin has issued an inadequate and long-overdue apology over the frightening scenes in Paris at the 2022 Champions League final… pic.twitter.com/joyPE5YRU4— Empire of the Kop (@empireofthekop) May 5, 2025 „Mín mistök voru að gera mér ekki grein fyrir því að stóra vandamálið voru ekki ensku stuðningsmennirnir heldur óprúttnir aðilar sem voru að ræna þessa sömu stuðningsmenn,“ sagði Gerald Darmanin. „Það voru mín mistök að sannreyna ekki hvað var í raun að gerast þarna. Hefði ég gert það þá var auðvelt að finna sökudólginn. Ég bið því stuðningsmenn Liverpool afsökunar. Auðvitað áttu þau rétt á því að vera mjög ósátt með þróun mála,“ sagði Darmanin. Ofan á þessi leiðindi fyrir utan leikvanginn þá tapaði Liverpool líka leiknum sjálfum þrátt fyrir að vera í stórsókn nær allan leikinn. Real Madrid hélt út þökk sé frábærum markverði sínum Thibaut Courtois og Vinícius Júnior tryggði liðinu síðan 1-0 sigur. Fjöldi stuðningsmanna Liverpool slösuðust í látunum fyrir utan völlinn enda tók franska lögreglan hraustlega á þeim í ringulreiðinni. Margir þeirra hafa höfðað mál gegn evrópska knattspyrnusambandinu sem mistókst að láta visa þeim málshöfðunum frá. Trois ans après le fiasco de l'organisation de la finale de Ligue des champions 2022 au Stade de France, Gérald Darmanin a présenté pour la première fois ses excuses aux supporters de Liverpool, qu'il avait tenus pour responsables du chaos➡️https://t.co/hzKUanttNi pic.twitter.com/dfDqIY6iAR— L'ÉQUIPE (@lequipe) May 5, 2025
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira