Gert er ráð fyrir því að verktakar á svæðinu þurfi að sprengja töluvert berg.
Reiknað er með því að einhverjar sprengingar verði flesta daga í sumar, og þær verði á bilinu frá kl 8. á morgnana til 19. á daginn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarstjórn Skeiða- og gnúpverjahrepps.
Fram kemur að sprengingar um helgar verði takmarkaðar eins og unnt er.
„Við biðjumst velvirðingar á því ónæði sem þessar óhjákvæmilegu sprengingar geta valdið og munum kappkosta að láta íbúa í nágrenni framkvæmdanna vita af þeim fyrirfram, eftir því sem kostur er,“ segir í tilkynningunni.