Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2025 11:02 Donald Trump og Gianni Infantino fóru yfir málin á fundi verkefnastjórnar bandarísku ríkisstjórnarinnar vegna HM í fótbolta 2026. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að það gæti verið hvatning fyrir Rússa til að binda enda á stríðið í Úkraínu, að þeir eigi annars ekki möguleika á að spila á HM í fótbolta á næsta ári í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Rússnesk knattspyrnulið hafa verið í banni frá alþjóðlegum fótbolta, í keppnum á vegum FIFA og UEFA, frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Trump, sem sagst hefur ætla að sjá til þess að stríðinu ljúki, var ekki meðvitaður um þetta bann Rússa þegar hann sat fyrir svörum ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA, á fyrsta fundi verkefnahóps stjórnar Trumps vegna mótsins. „Þetta vissi ég ekki. Er þetta rétt?“ spurði Trump samkvæmt frétt BBC. „Þetta er rétt,“ svaraði Infantino. „Þeir [Rússar] eru í banni frá því að spila en við vonum að eitthvað gerist og friður komist á svo að Rússar geti aftur fengið þátttökurétt,“ sagði Infantino. „Það gæti gerst. Hey, það gæti verið góð hvatning, ekki satt?“ sagði Trump og hélt áfram: „Við viljum fá þá til að hætta. Við viljum að þeir hætti. Það er verið að drepa fimm þúsund ungar manneskjur í hverri viku – það er ekki einu sinni hægt að trúa þessu.“ Trump bætti því við að Infantino væri „stjórinn“ og réði því hvort að Rússar mættu vera með á HM. Stuðningsmenn velkomnir en verða svo að fara heim JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, var einnig á fundinum og sagði Bandaríkin hlakka til að taka á móti þeim fjölmörgu gestum sem koma til með að mæta á HM. Þeir verði hins vegar að fara heim til sín eftir mótið. Varað hefur við því að strangar innflytjendareglur í Bandaríkjunum og spenna í alþjóðastjórnmálum gæti valdið vandræðum fyrir stuðningsmenn þjóðanna sem spila á HM. „Ég veit að við fáum gesti, líklega frá um hundrað löndum. Við viljum að þeir komi. Við viljum að þeir fagni. Við viljum að þeir sjái leikina. En þegar tíminn er útrunninn þá þurfa þeir að fara heim til sín,“ sagði Vance. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira
Rússnesk knattspyrnulið hafa verið í banni frá alþjóðlegum fótbolta, í keppnum á vegum FIFA og UEFA, frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Trump, sem sagst hefur ætla að sjá til þess að stríðinu ljúki, var ekki meðvitaður um þetta bann Rússa þegar hann sat fyrir svörum ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA, á fyrsta fundi verkefnahóps stjórnar Trumps vegna mótsins. „Þetta vissi ég ekki. Er þetta rétt?“ spurði Trump samkvæmt frétt BBC. „Þetta er rétt,“ svaraði Infantino. „Þeir [Rússar] eru í banni frá því að spila en við vonum að eitthvað gerist og friður komist á svo að Rússar geti aftur fengið þátttökurétt,“ sagði Infantino. „Það gæti gerst. Hey, það gæti verið góð hvatning, ekki satt?“ sagði Trump og hélt áfram: „Við viljum fá þá til að hætta. Við viljum að þeir hætti. Það er verið að drepa fimm þúsund ungar manneskjur í hverri viku – það er ekki einu sinni hægt að trúa þessu.“ Trump bætti því við að Infantino væri „stjórinn“ og réði því hvort að Rússar mættu vera með á HM. Stuðningsmenn velkomnir en verða svo að fara heim JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, var einnig á fundinum og sagði Bandaríkin hlakka til að taka á móti þeim fjölmörgu gestum sem koma til með að mæta á HM. Þeir verði hins vegar að fara heim til sín eftir mótið. Varað hefur við því að strangar innflytjendareglur í Bandaríkjunum og spenna í alþjóðastjórnmálum gæti valdið vandræðum fyrir stuðningsmenn þjóðanna sem spila á HM. „Ég veit að við fáum gesti, líklega frá um hundrað löndum. Við viljum að þeir komi. Við viljum að þeir fagni. Við viljum að þeir sjái leikina. En þegar tíminn er útrunninn þá þurfa þeir að fara heim til sín,“ sagði Vance.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira