Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. maí 2025 19:01 Arnór og Andrea voru afar glæsileg þegar þau mættu á konunglegan galakvöldverð í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi. Hjónin Andrea Röfn Jónasdóttir, viðskiptafræðingur og skóhönnuður, og knattspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason voru meðal heiðursgesta á hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var haldinn í tilefni af þriggja daga ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og eiginmanns hennar, Björns Skúlasonar, til Svíþjóðar. „Mikill heiður að fá boð í konunglegan galakvöldverð í sænsku konungshöllinni í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til Svíþjóðar,“ skrifaði Andrea og deildi mynd af þeim hjónum frá viðburðinum á Instagram-síðu sinni. Arnór Ingvi og Andrea voru glæsileg til fara. Hann klæddist klassískum svörtum kjólfötum og hvítri skyrtu, en Andrea mætti í ljósum satínkjól sem hún paraði við perlulitaða fylgihluti og hælaskó í stíl. View this post on Instagram A post shared by Andrea Röfn (@andrearofn) Arnór Ingvi og Andrea eru búsett í Svíþjóð þar sem Arnór leikur með sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Norrköping. Hjónin eiga saman tvö börn, stúlku og dreng. Stjörnum prýddur gestalisti Fyrsta degi heimsóknarinnar lauk með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni þar sem sænsku konungshjónin, Karl XVI Gústaf konungur og Silvía drottning, tóku á móti 149 gestum. Á vef sænska tímaritsins Svensk Damtidning má sjá gestalista kvöldsins. Halla Tómasdóttir ásamt Karli XVI. Gústaf konungi.Ljósmynd/ Clément Morin Meðal gesta var bæði áhrifafólk úr viðskiptalífinu og fólk með sérstök tengsl við Ísland. Þar má nefna kvikmyndaleikarann Sverri Guðnason, Huldu Hallgrímsdóttur frá Reykjavik Science City, Jóhann Guðbjargarson frá PLAIO, Sæmund Oddsson frá Sidekick Health, Andra Heiðar Kristinsson hjá Frumtak Ventures, Hildi Einarsdóttur frá Advania, Andra Guðmundsson frá VAXA, Robert Wessman frá Alvotech, Hrönn Greipsdóttur frá Kríu og Örnu Harðardóttur frá Helix. Þá voru tveir fulltrúar íslensks íþróttalífs, Arnór Ingvi Traustason knattspyrnumaður og Sunna Björgvinsdóttir, íshokkíkona. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra tóku einnig þátt í dagskrá heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd og fulltrúum viðskipta- og menningarlífs. Þorgerður Katrín og Prins Carl Philip.Ljósmynd/ Clément Morin Fjögurra rétta hátíðarseðill með vorþema Gestum var boðið upp á fjögurra rétta kvöldverð í sannkölluðu vorþema. Réttirnir voru bornir fram á fallegt postulín sem á sér merkilega sögu. Þar má nefna stell frá 50 ára krýningarafmæli konungs og nærri 200 ára gamla diska. Glösin fengu konungshjónin í brúðkaupsgjöf. Og ekki má gleyma dúknum, sem er talinn sá fallegasti sem er í eigu konungsfjölskyldunnar. Í forrétt var boðið upp á soðinn ætisþistill með sveifgrasi og osti í timían-vínagrettui. Því næst var borinn fram léttreyktur regnbogasilungur með brenninetlum, fennelfræjum og vorsprotum. Aðalrétturinn var kjúklingur frá Skáni með steiktum hvítlauk og rósmaríni. Í eftirrétt var boðið upp á rabarbara með vorblómum, brúnuðu smjörkökudeigi, kardimommum og sýrðu rjóma sorbeti. Ljósmyndir/ Clément Morin Íslendingar erlendis Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Samkvæmislífið Tengdar fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09 Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi. 6. maí 2025 10:37 Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Sjá meira
„Mikill heiður að fá boð í konunglegan galakvöldverð í sænsku konungshöllinni í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til Svíþjóðar,“ skrifaði Andrea og deildi mynd af þeim hjónum frá viðburðinum á Instagram-síðu sinni. Arnór Ingvi og Andrea voru glæsileg til fara. Hann klæddist klassískum svörtum kjólfötum og hvítri skyrtu, en Andrea mætti í ljósum satínkjól sem hún paraði við perlulitaða fylgihluti og hælaskó í stíl. View this post on Instagram A post shared by Andrea Röfn (@andrearofn) Arnór Ingvi og Andrea eru búsett í Svíþjóð þar sem Arnór leikur með sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Norrköping. Hjónin eiga saman tvö börn, stúlku og dreng. Stjörnum prýddur gestalisti Fyrsta degi heimsóknarinnar lauk með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni þar sem sænsku konungshjónin, Karl XVI Gústaf konungur og Silvía drottning, tóku á móti 149 gestum. Á vef sænska tímaritsins Svensk Damtidning má sjá gestalista kvöldsins. Halla Tómasdóttir ásamt Karli XVI. Gústaf konungi.Ljósmynd/ Clément Morin Meðal gesta var bæði áhrifafólk úr viðskiptalífinu og fólk með sérstök tengsl við Ísland. Þar má nefna kvikmyndaleikarann Sverri Guðnason, Huldu Hallgrímsdóttur frá Reykjavik Science City, Jóhann Guðbjargarson frá PLAIO, Sæmund Oddsson frá Sidekick Health, Andra Heiðar Kristinsson hjá Frumtak Ventures, Hildi Einarsdóttur frá Advania, Andra Guðmundsson frá VAXA, Robert Wessman frá Alvotech, Hrönn Greipsdóttur frá Kríu og Örnu Harðardóttur frá Helix. Þá voru tveir fulltrúar íslensks íþróttalífs, Arnór Ingvi Traustason knattspyrnumaður og Sunna Björgvinsdóttir, íshokkíkona. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra tóku einnig þátt í dagskrá heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd og fulltrúum viðskipta- og menningarlífs. Þorgerður Katrín og Prins Carl Philip.Ljósmynd/ Clément Morin Fjögurra rétta hátíðarseðill með vorþema Gestum var boðið upp á fjögurra rétta kvöldverð í sannkölluðu vorþema. Réttirnir voru bornir fram á fallegt postulín sem á sér merkilega sögu. Þar má nefna stell frá 50 ára krýningarafmæli konungs og nærri 200 ára gamla diska. Glösin fengu konungshjónin í brúðkaupsgjöf. Og ekki má gleyma dúknum, sem er talinn sá fallegasti sem er í eigu konungsfjölskyldunnar. Í forrétt var boðið upp á soðinn ætisþistill með sveifgrasi og osti í timían-vínagrettui. Því næst var borinn fram léttreyktur regnbogasilungur með brenninetlum, fennelfræjum og vorsprotum. Aðalrétturinn var kjúklingur frá Skáni með steiktum hvítlauk og rósmaríni. Í eftirrétt var boðið upp á rabarbara með vorblómum, brúnuðu smjörkökudeigi, kardimommum og sýrðu rjóma sorbeti. Ljósmyndir/ Clément Morin
Íslendingar erlendis Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Samkvæmislífið Tengdar fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09 Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi. 6. maí 2025 10:37 Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Sjá meira
Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09
Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi. 6. maí 2025 10:37