Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2025 15:17 Lamine Yamal var að vonum vonsvikinn eftir tap Barcelona fyrir Inter í gær. getty/Jose Breton Sérfræðingar Meistaradeildarmarkanna hrósuðu Lamine Yamal í hástert fyrir frammistöðu hans í einvígi Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Yamal skoraði glæsilegt mark í fyrri leiknum, sem endaði 3-3, og átti svo aftur góðan leik þegar liðin mættust á San Siro í gær. Inter vann 4-3 eftir framlengingu. Hinn sautján ára Yamal var allt í öllu í sóknarleik Barcelona og Aroni Jóhannssyni fannst jafnvel full mikið mæða á guttanum. „Það var allt í kringum hann. Allt fór í gegnum Yamal og mér fannst þegar eitthvað vantaði létu þeir hann fá boltann og voru að bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Það er það eina sem ég get sagt neikvætt um Barcelona er að það mæðir svolítið mikið á þessum sautján ára dreng,“ sagði Aron. Ólafur Kristjánsson tók við boltanum og sagði Yamal hafa spilað einkar vel í einvíginu gegn Inter, þó betur í fyrri leiknum en þeim seinni. „Hann var frábær. Þessi leikur var kannski meira einvígi. Er hægt að segja að hann hafi verið slakur? Nei, það er ekkert hægt að segja það. Frammistaðan í fyrri leiknum var bara svo stórbrotinn að það setur smá skugga á þetta,“ sagði Ólafur. „Ég er sammála Aroni með það að sóknarleikurinn hjá Barcelona er svolítið einhæfur ef þeir fara bara upp hægra megin. Við töluðum um það áðan að Raphinha var eiginlega alveg lamaður. Hann skorar þetta mark en það kemur rosalega lítið frá honum.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Yamal Yamal hefur leikið 51 leik fyrir Barcelona á tímabilinu, skorað fimmtán mörk og lagt upp tuttugu. Barcelona mætir Real Madrid í El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn kemur. Börsungar eru með fjögurra stiga forskot á Madrídinga á toppi deildarinnar. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33 „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. 6. maí 2025 22:27 „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15 Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Sjá meira
Yamal skoraði glæsilegt mark í fyrri leiknum, sem endaði 3-3, og átti svo aftur góðan leik þegar liðin mættust á San Siro í gær. Inter vann 4-3 eftir framlengingu. Hinn sautján ára Yamal var allt í öllu í sóknarleik Barcelona og Aroni Jóhannssyni fannst jafnvel full mikið mæða á guttanum. „Það var allt í kringum hann. Allt fór í gegnum Yamal og mér fannst þegar eitthvað vantaði létu þeir hann fá boltann og voru að bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Það er það eina sem ég get sagt neikvætt um Barcelona er að það mæðir svolítið mikið á þessum sautján ára dreng,“ sagði Aron. Ólafur Kristjánsson tók við boltanum og sagði Yamal hafa spilað einkar vel í einvíginu gegn Inter, þó betur í fyrri leiknum en þeim seinni. „Hann var frábær. Þessi leikur var kannski meira einvígi. Er hægt að segja að hann hafi verið slakur? Nei, það er ekkert hægt að segja það. Frammistaðan í fyrri leiknum var bara svo stórbrotinn að það setur smá skugga á þetta,“ sagði Ólafur. „Ég er sammála Aroni með það að sóknarleikurinn hjá Barcelona er svolítið einhæfur ef þeir fara bara upp hægra megin. Við töluðum um það áðan að Raphinha var eiginlega alveg lamaður. Hann skorar þetta mark en það kemur rosalega lítið frá honum.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Yamal Yamal hefur leikið 51 leik fyrir Barcelona á tímabilinu, skorað fimmtán mörk og lagt upp tuttugu. Barcelona mætir Real Madrid í El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn kemur. Börsungar eru með fjögurra stiga forskot á Madrídinga á toppi deildarinnar. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33 „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. 6. maí 2025 22:27 „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15 Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Sjá meira
Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33
„Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. 6. maí 2025 22:27
„Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15
Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38