Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. maí 2025 06:32 Óvenju marga frídaga ber upp á fimmtudegi í ár. Strax eftir páska komu sumardagurinn fyrsti (fimmtudaginn 24. apríl) og frídagur verkalýðsins (fimmtudaginn 1. maí). Framundan eru síðan uppstigningardagur (fimmtudaginn 29. maí) og þjóðhátíðardagurinn (fimmtudaginn 17. júní). Árið 2025 er því sannarlega ár klemmudaganna. Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt. Þessir stöku frídagar valda því að ég næ hvorki að njóta þeirra til fulls en verkefnin í vinnunni raskast engu að síður. Persónulega væri ég miklu frekar til í að njóta langrar helgar með fjölskyldunni. Frídagur sem klemmist á milli vinnudaga getur reynst óhentugur þegar betur er að gáð. Mikill stuðningur við tilfærslu Yfirgnæfandi stuðningur hefur verið meðal atvinnurekenda við að færa staka frídaga að helgum. Í könnun Gallup frá árinu 2011 kom fram að tveir af hverjum þremur kjósendum eru hlynntir því að frídagar sem ber upp í miðri viku verði fluttir upp að helgi. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að stakir vinnudagar búa til slitróttar vinnuvikur með röskunum á samstarfi og framvindu verkefna. Einstaklingar og fjölskyldur hafa einnig beinan hag af slíkri tilfærslu. Samfelldar helgar auka tækifæri til hvíldar, ferðalaga og fjölskyldusamveru. Það býr til betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, sem bætir líðan, heilsu og vinnuframlag til lengri tíma. Tvær fyrri tilraunir mislukkuðust Ein tilraun var gerð árið 1988 þegar ákvæði var sett inn í samkomulag á milli samtaka vinnuveitenda og nokkurra stéttarfélaga um tilfærslu fimmtudagsfrídaganna til næsta mánudags. Samningarnir voru hins vegar felldir í atkvæðagreiðslu og ekkert varð úr tilfærslunni í það skiptið. Önnur tilraun var síðan gerð árið 2013 þegar Róbert Marshall, þáverandi þingmaður Bjartar framtíðar, lagði fram frumvarp á Alþingií þá veru. Frumvarp hans var hins vegar aldrei afgreitt úr nefnd, mögulega því þar var blandað inn samtímis tillögu um fjölgun frídaga. Fyrirkomulag frídaga hefur staðið óhaggað þrátt fyrir þessar tvær tilraunir. Tími kominn á þriðju atrennu Sem áhugamaður um gott helgarfrí tel ég tímabært að gera þriðju tilraunina. Einfaldasta leiðin til þess að tilfærslan verði að veruleika er lagafrumvarp á Alþingi sem blandar ekki öðrum atriðum við málið. Ekki þarf að líta lengra en til Bretlands og Bandaríkjanna, þar sem frídagar hafa verið færðir að helgum til að skapa þriggja daga helgar, sem eru almenningi og fjölskyldufólki afar dýrmætar. Hér er um að ræða hagsmunamál sem nýtur víðtæks stuðnings auk þess sem ávinningurinn er augljós fyrir bæði almenning og atvinnulíf. Ég krosslegg fingur að alþingismenn hugsi til okkar á þeim klemmudögum sem eru framundan. Höfundur er samskiptastjóri Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atvinnurekendur Vinnumarkaður Alþingi Verkalýðsdagurinn 17. júní Páskar Jón Júlíus Karlsson Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Óvenju marga frídaga ber upp á fimmtudegi í ár. Strax eftir páska komu sumardagurinn fyrsti (fimmtudaginn 24. apríl) og frídagur verkalýðsins (fimmtudaginn 1. maí). Framundan eru síðan uppstigningardagur (fimmtudaginn 29. maí) og þjóðhátíðardagurinn (fimmtudaginn 17. júní). Árið 2025 er því sannarlega ár klemmudaganna. Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt. Þessir stöku frídagar valda því að ég næ hvorki að njóta þeirra til fulls en verkefnin í vinnunni raskast engu að síður. Persónulega væri ég miklu frekar til í að njóta langrar helgar með fjölskyldunni. Frídagur sem klemmist á milli vinnudaga getur reynst óhentugur þegar betur er að gáð. Mikill stuðningur við tilfærslu Yfirgnæfandi stuðningur hefur verið meðal atvinnurekenda við að færa staka frídaga að helgum. Í könnun Gallup frá árinu 2011 kom fram að tveir af hverjum þremur kjósendum eru hlynntir því að frídagar sem ber upp í miðri viku verði fluttir upp að helgi. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að stakir vinnudagar búa til slitróttar vinnuvikur með röskunum á samstarfi og framvindu verkefna. Einstaklingar og fjölskyldur hafa einnig beinan hag af slíkri tilfærslu. Samfelldar helgar auka tækifæri til hvíldar, ferðalaga og fjölskyldusamveru. Það býr til betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, sem bætir líðan, heilsu og vinnuframlag til lengri tíma. Tvær fyrri tilraunir mislukkuðust Ein tilraun var gerð árið 1988 þegar ákvæði var sett inn í samkomulag á milli samtaka vinnuveitenda og nokkurra stéttarfélaga um tilfærslu fimmtudagsfrídaganna til næsta mánudags. Samningarnir voru hins vegar felldir í atkvæðagreiðslu og ekkert varð úr tilfærslunni í það skiptið. Önnur tilraun var síðan gerð árið 2013 þegar Róbert Marshall, þáverandi þingmaður Bjartar framtíðar, lagði fram frumvarp á Alþingií þá veru. Frumvarp hans var hins vegar aldrei afgreitt úr nefnd, mögulega því þar var blandað inn samtímis tillögu um fjölgun frídaga. Fyrirkomulag frídaga hefur staðið óhaggað þrátt fyrir þessar tvær tilraunir. Tími kominn á þriðju atrennu Sem áhugamaður um gott helgarfrí tel ég tímabært að gera þriðju tilraunina. Einfaldasta leiðin til þess að tilfærslan verði að veruleika er lagafrumvarp á Alþingi sem blandar ekki öðrum atriðum við málið. Ekki þarf að líta lengra en til Bretlands og Bandaríkjanna, þar sem frídagar hafa verið færðir að helgum til að skapa þriggja daga helgar, sem eru almenningi og fjölskyldufólki afar dýrmætar. Hér er um að ræða hagsmunamál sem nýtur víðtæks stuðnings auk þess sem ávinningurinn er augljós fyrir bæði almenning og atvinnulíf. Ég krosslegg fingur að alþingismenn hugsi til okkar á þeim klemmudögum sem eru framundan. Höfundur er samskiptastjóri Viðskiptaráðs.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar