Sveinn Aron skoraði þá tvö mörk þegar Sarpsborg 08 vann 3-1 sigur á Sandefjord í 32 liða úrslitum.
Sveinn hafði skorað eitt mark í bæði sigurleikjum á Sprint-Jeløy í fyrstu umferðinni og í sigurleik á Gamle Oslo í annarri umferð.
Fjögur mörk í þremur bikarleikjum og Sarpsborg 08 komið alla leið í sextán liða úrslitin.
Sveinn kom Sarpsborg í 1-0 strax á fjórðu mínútu leiksins og skoraði síðan sitt annað mark þegar hann kom liði sínu í 3-0 á 49. mínútu.
Stefan Ingi Sigurðarson byrjaði á varamannabekknum hjá Sandefjord og kom ekki við sögu.
Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði fimmta mark Valerenga í 7-1 útisigri á Sandefjord en markið kom á 57. minútu og staðan var þá orðin 5-0.
Ísak Snær Þorvaldsson kom inn á sem varamaður og skoraði fimmta mark Rosenborg í 5-0 útisigri á Tromsdalen. Ísak Snær skoraði markið fimmtán mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik.
Brynjar Ingi Bjarnason var í byrjunarliði Ham/Kam sem vann 2-0 útsigur á Lyn í 32 liða úrslitum bikarsins. Viðar Jónsson var á bekknum en kom inn á sem varamaður undir lok leiksins.