Freyr Alexandersson er með Brann á toppnum í norsku deildinni eftir fimm deildarsigri í röð en þeir féllu út í framlengingu í kvöld.
Freyr er á fyrsta ári með liðið en Brann datt líka út í 32 liða úrslitunum í fyrra.
Brann tapaði í kvöld 2-1 á útivelli á móto Bryne en sigurmarkið kom tveimur mínútum fyrir lok framlengingarinnar þegar það stefndi í vítakeppni.
Hetja Bryne var Axel Kryger sem skoraði þetta dramatíska sigurmark á síðustu stundu.
Bryna er í næstsíðasta sæti í norsku deildinni og þetta eru því mjög óvænt úrslit.
Jacob Haahr Steffensen kom Bryne í 1-0 en Bård Finne tryggði Brann framlengingu þegar hann jafnaði metin á 85. mínútu.