Handbolti

Dagur líka með sína stráka á sigurbraut

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson er að gera flotta hluti með króatíska landsliðið.
Dagur Sigurðsson er að gera flotta hluti með króatíska landsliðið. Getty/Luka Stanzl

Króatíska karlalandsliðið í handbolta hélt sigurgöngu sinni áfram í undankeppni EM í handbolta í kvöld.

Króatía vann tólf marka útisigur á Belgíu, 34-22, eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik, 16-8.

Líkt og hjá íslenska landsliðinu þá er EM-sætið löngu tryggt en báðar þjóðir hafa unnið alla fimm leiki sína í þessari undankeppni.

Króatar hjálpuðu líka Tékkum inn á EM með þessum sigri. Tékkland vann Lúxemborg í hinum leik riðilsins og Belgarnir geta ekki lengur náð þeim.

Lokaleikur króatíska landsliðsins í undankeppninni er á móti Lúxemborg á heimavelli eftir fjóra daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×