„Þetta er svona eitraður kokteill” Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2025 20:49 Albert segir kjarnorkuvopnin geta dregið úr stigmögnun. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. „Spennan á milli Indlands og Pakistan er mikið áhyggjuefni,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum, en rætt var við hann um stöðuna í Kasmír í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir Kasmírdeiluna hafa staðið í áratugi og leitt til átaka og styrjalda á milli þessara aðila. Bæði lönd eigi kjarnorkuvopn og komi til átaka á milli þeirra geti það orðið stór átök. „Indverjar hafa yfirburði yfir Pakistana þannig það er líklegra að Indverjar myndu hafa yfirhöndina en það gæti hins vegar leitt til þess að Kínverjar skærust í leikinn. Þeir eru bandamenn Pakistana. Þetta er svona eitraður kokteill,“ segir Albert. Hann segir að í dag hafi, með spennu, verið beðið þess hvernig Pakistanar bregðist við en þeir hafa lýst því að þeir muni bregðast við á svipaðan hátt. Hann segir tilvist kjarnorkuvopnanna geta dregið úr stigmögnun deilunnar. Það velkist enginn í vafa um eyðingarmátt þeirra og það sé almennt litið svo á að aðeins eigi að nota þau til að verja tilvistarrétt ríkja. „Það eru engin tilvistarhagsmunir, að minnsta kosti ekki enn þá, í húfi í þessari deilu.“ Vona að deilan stigmagnist ekki Albert segir að ef litið er til kalda stríðsins og samskipta Bandaríkjanna Sovétríkjanna hafi kjarnorkuvopnin til dæmis haft þau áhrif á hegðun. Þeir forðuðust stigmögnun. Það verði áhugavert að sjá hvort þau hafi sömu áhrif núna. Hann segir marga binda vonir við það að vegna yfirlýsinga Pakistana um að þeir ætli að svara í sömu mynt þá verði ekki stigmögnun. Pakistan Indland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46 Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25 Indland gerir árás á Pakistan Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. 6. maí 2025 21:02 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira
„Spennan á milli Indlands og Pakistan er mikið áhyggjuefni,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum, en rætt var við hann um stöðuna í Kasmír í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir Kasmírdeiluna hafa staðið í áratugi og leitt til átaka og styrjalda á milli þessara aðila. Bæði lönd eigi kjarnorkuvopn og komi til átaka á milli þeirra geti það orðið stór átök. „Indverjar hafa yfirburði yfir Pakistana þannig það er líklegra að Indverjar myndu hafa yfirhöndina en það gæti hins vegar leitt til þess að Kínverjar skærust í leikinn. Þeir eru bandamenn Pakistana. Þetta er svona eitraður kokteill,“ segir Albert. Hann segir að í dag hafi, með spennu, verið beðið þess hvernig Pakistanar bregðist við en þeir hafa lýst því að þeir muni bregðast við á svipaðan hátt. Hann segir tilvist kjarnorkuvopnanna geta dregið úr stigmögnun deilunnar. Það velkist enginn í vafa um eyðingarmátt þeirra og það sé almennt litið svo á að aðeins eigi að nota þau til að verja tilvistarrétt ríkja. „Það eru engin tilvistarhagsmunir, að minnsta kosti ekki enn þá, í húfi í þessari deilu.“ Vona að deilan stigmagnist ekki Albert segir að ef litið er til kalda stríðsins og samskipta Bandaríkjanna Sovétríkjanna hafi kjarnorkuvopnin til dæmis haft þau áhrif á hegðun. Þeir forðuðust stigmögnun. Það verði áhugavert að sjá hvort þau hafi sömu áhrif núna. Hann segir marga binda vonir við það að vegna yfirlýsinga Pakistana um að þeir ætli að svara í sömu mynt þá verði ekki stigmögnun.
Pakistan Indland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46 Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25 Indland gerir árás á Pakistan Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. 6. maí 2025 21:02 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira
Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46
Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25
Indland gerir árás á Pakistan Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. 6. maí 2025 21:02