Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 11:02 Það styttist óðum í fyrsta leik Grindvíkinga í Grindavík síðan árið 2023. Vísir/Aron Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár. Þetta kom fram á samráðs- og upplýsingafundi í Grindavík á mánudaginn þar sem mættir voru fulltrúar Grindavíkurbæjar, UMFG, KSÍ, Íslensks toppfótbolta, slökkviliðs og lögreglu auk öryggisstjóra vettvangsstjórnar í Grindavík og jarðfræðinga frá Eflu og ÍSOR. Um þetta er fjallað á vef Grindavíkurbæjar þar sem segir að nýjustu gögn og niðurstöður jarðsjármælinga sýni að ekkert bendi til hættu á yfirborði Grindavíkurvallar (eða Stakkavíkurvallar eins og hann er nú nefndur eftir styrktaraðila). Jarðfræðingar staðfesti að berggrunnur á svæðinu sé öruggur og að búið sé að grípa til viðeigandi öryggisráðstafana þar sem sprungur nálgist íþróttasvæðið. Karla- og kvennalið Grindavíkur léku heimaleiki sína á síðustu leiktíð í Safamýri, á svæði Víkings í Reykjavík, vegna eldgosanna á Reykjanesskaga. Kvennaliðið hefur nú sameinast Njarðvík og spilar heimaleiki sína í Reykjanesbæ en snemma var stefnan sett á að karlaliðið myndi spila sína heimaleiki í Grindavík. Um það fjallaði Vísir strax í febrúar. Öll mannvirki sem tengjast knattspyrnuvellinum, það er að segja búningsklefar og áhorfendastúka, hafa verið metin örugg til notkunar sem og völlurinn sjálfur. Engar skemmdir voru sjáanlegar við skoðun 30. apríl og engin merki um hreyfingar. Knattspyrnudeild UMFG hefur svo unnið ítarlega rýmingaráætlun, sem lögð hefur verið fyrir viðeigandi viðbragðsaðila, svo að hægt sé að rýma svæðið fljótt ef þess gerist þörf. Fram kemur á vef Grindavíkurbæjar að öll svæði í bænum sem metin hafi verið hættuleg hafi verið girt af með tveggja metra háum girðingum og merkt með skiltum sem banni umferð. Búið sé að gera við fjölmargar sprungur innan bæjarins á undanförnum mánuðum og svæði í bænum staðist umfangsmiklar álagsprófanir. Grindvíkingar hvetja gesti til að koma í heimsókn og minna á að bærinn hafi verið opinn almenningi frá 21. október í fyrra. Þá er þess getið að ef breyting verði á hættustigi verði staða Grindavíkurvallar þegar í stað endurmetin í samstarfi við sérfræðinga. Haldið var upp á 90 ára afmæli UMFG í síðustu viku og voru íþróttamannvirki félagsins þá opnuð almenningi í fyrsta sinn frá því að bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023. Gleðin skein úr hverju andliti í íþróttasalnum og á sama tíma var fótboltaæfing í gangi á Grindavíkurvelli og sundlaugin full af fólki. Nú þegar ljóst er að Grindavík mun að óbreyttu spila heimaleiki sína í fótbolta í Grindavík í sumar er svo næsta skref mögulega að körfuboltalið félagsins spili sína heimaleiki einnig í Grindavík á næstu leiktíð. „Við tökum þetta í smáskömmtum. Fótboltinn tekur af skarið og verður með alla heimaleiki hérna í sumar og svo stefnum við á að karfan spili alla vega einhverja leiki hérna í haust, þegar nýtt tímabil byrjar. Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur,“ sagði Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, við Stöð 2 í síðustu viku. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Þetta kom fram á samráðs- og upplýsingafundi í Grindavík á mánudaginn þar sem mættir voru fulltrúar Grindavíkurbæjar, UMFG, KSÍ, Íslensks toppfótbolta, slökkviliðs og lögreglu auk öryggisstjóra vettvangsstjórnar í Grindavík og jarðfræðinga frá Eflu og ÍSOR. Um þetta er fjallað á vef Grindavíkurbæjar þar sem segir að nýjustu gögn og niðurstöður jarðsjármælinga sýni að ekkert bendi til hættu á yfirborði Grindavíkurvallar (eða Stakkavíkurvallar eins og hann er nú nefndur eftir styrktaraðila). Jarðfræðingar staðfesti að berggrunnur á svæðinu sé öruggur og að búið sé að grípa til viðeigandi öryggisráðstafana þar sem sprungur nálgist íþróttasvæðið. Karla- og kvennalið Grindavíkur léku heimaleiki sína á síðustu leiktíð í Safamýri, á svæði Víkings í Reykjavík, vegna eldgosanna á Reykjanesskaga. Kvennaliðið hefur nú sameinast Njarðvík og spilar heimaleiki sína í Reykjanesbæ en snemma var stefnan sett á að karlaliðið myndi spila sína heimaleiki í Grindavík. Um það fjallaði Vísir strax í febrúar. Öll mannvirki sem tengjast knattspyrnuvellinum, það er að segja búningsklefar og áhorfendastúka, hafa verið metin örugg til notkunar sem og völlurinn sjálfur. Engar skemmdir voru sjáanlegar við skoðun 30. apríl og engin merki um hreyfingar. Knattspyrnudeild UMFG hefur svo unnið ítarlega rýmingaráætlun, sem lögð hefur verið fyrir viðeigandi viðbragðsaðila, svo að hægt sé að rýma svæðið fljótt ef þess gerist þörf. Fram kemur á vef Grindavíkurbæjar að öll svæði í bænum sem metin hafi verið hættuleg hafi verið girt af með tveggja metra háum girðingum og merkt með skiltum sem banni umferð. Búið sé að gera við fjölmargar sprungur innan bæjarins á undanförnum mánuðum og svæði í bænum staðist umfangsmiklar álagsprófanir. Grindvíkingar hvetja gesti til að koma í heimsókn og minna á að bærinn hafi verið opinn almenningi frá 21. október í fyrra. Þá er þess getið að ef breyting verði á hættustigi verði staða Grindavíkurvallar þegar í stað endurmetin í samstarfi við sérfræðinga. Haldið var upp á 90 ára afmæli UMFG í síðustu viku og voru íþróttamannvirki félagsins þá opnuð almenningi í fyrsta sinn frá því að bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023. Gleðin skein úr hverju andliti í íþróttasalnum og á sama tíma var fótboltaæfing í gangi á Grindavíkurvelli og sundlaugin full af fólki. Nú þegar ljóst er að Grindavík mun að óbreyttu spila heimaleiki sína í fótbolta í Grindavík í sumar er svo næsta skref mögulega að körfuboltalið félagsins spili sína heimaleiki einnig í Grindavík á næstu leiktíð. „Við tökum þetta í smáskömmtum. Fótboltinn tekur af skarið og verður með alla heimaleiki hérna í sumar og svo stefnum við á að karfan spili alla vega einhverja leiki hérna í haust, þegar nýtt tímabil byrjar. Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur,“ sagði Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, við Stöð 2 í síðustu viku.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira