Petrea Ingibjörg sem var varamaður í fyrri stjórn kemur inn í stjórn sem aðalmaður í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Varamaður í stað Petreu verður Kristinn Arnar Diego.
Stjórn TR:
- Ólafur Þór Gunnarsson, formaður
- Ásta Möller, varaformaður
- Sverre Andreas Jakobsson
- Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
- Petrea Ingibjörg Jónsdóttir
Varamenn eru:
- Guðbjörg Sveinsdóttir
- Halla Karen Kristjánsdóttir
- Gunnar Alexander Ólafsson
- Erla Ólafsdóttir
- Kristinn Arnar Diego
Á Alþingi er nú til meðferðar frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra til breytingar á lögum um almannatryggingar þar sem meðal annars er áformað að leggja niður stjórn TR. Skipan stjórnarinnar fellur niður þegar ákvæði frumvarpsins um niðurlagningu stjórnarinnar öðlast lagagildi. Hafi ákvæðið ekki öðlast gildi þann 1. nóvember 2025 fellur skipanin jafnframt niður.
Í nýskipaðri stjórn TR er að finna þrjá fyrrverandi þingmenn þau Ólaf Þór Gunnarsson, Ástu Möller og Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. Þar er einnig Sverre Andreas Jakobsson, starfsmaður Arion banka og silfurhafi með karlalandsliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Petrea Ingibjörg Jónsdóttir er fyrrverandi skrifstofustjóri Sjálfstæðisflokksins.