Einn rólegur, annar afar ósáttur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. maí 2025 21:23 Sigurjón Þ. Árnason er heldur rólegri yfir fréttum af hlerunum sérstaks saksóknara en Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Vísir Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns. Fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara eru grunaðir um að hafa stolið yfir á fjórða tug upptaka og hundruð uppskrifta úr símtalshlerunum í tengslum við rannsóknir embættisins á svokölluðum hrunmálum á árunum 2009-2011. Þeir hafi svo nýtt gögnin í þágu eigin njósnafyrirtækis að nafni PPP og reynt að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Þetta er meðal þess sem RÚV greindi frá í Kastljósi í gær en þar var jafnframt sýnt frá upptökum sem fyrirtækið PPP hafði undir höndum. Grunsemdir embættisins hafi reynst réttar PPP var stofnað árið 2011 af Jóni Óttari Ólafssyni afbrotafræðingi og Guðmundi Hauki Gunnarssyni lögfræðingi, sem er látinn. Þeir fóru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu yfir til embættis sérstaks saksóknara árið 2009 en hættu þar í upphafi árs 2012. Sérstakur saksóknari kærði svo þá félaga árið 2012 vegna gruns um að þeir hefðu haft á brott með sér gögn um félagið Milestone. Ríkissaksóknari ákvað hins vegar að fara ekki lengra með málið þá. Sjá einnig: Málið gegn starfsmönnum sérstaks saksóknara fellt niður Ólafur Þór Hauksson sem fór fyrir embætti sérstaks saksóknara sagði málið afar alvarlegt í samtali við fréttastofu í dag. Þá hafi grunsemdir embættisins varðandi þá félaga á sínum tíma reynst réttar. Fréttastofa hafði samband við ríkissaksóknara í dag vegna málsins sem sagði í ítarlegu svari að málið gegn tvímenningunum hafi verið fellt niður á sínum tíma þar sem það sem fram kom við rannsóknina þótti ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Hins vegar sé saksóknari nú með tvö erindi til meðferðar vegna gagnalekans. Einn rólegur yfir upptökunum, annar afar ósáttur Í þættinum í gær kom fram að alls væru til staðar upptökur af símtölum frá á öðrum tug einstaklinga sem tengdust svokölluðum hrunmálum. Fréttastofa hafði samband við Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans á árunum fyrir hrun, en hann er einn þeirra sem var hleraður samkvæmt gagnalekanum. Sjá einnig: „Alröng niðurstaða“ Hann sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa miklar áhyggjur af málinu. Hann hafi verið upplýstur af Sérstökum saksóknara um símhleranirnar nokkrum árum eftir að þær voru gerðar. Embætti hafi haft heimild til að hlera hann á þessum tíma. Málið snerti sig ekki á neinn hátt í dag. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson fyrrverandi bankamaður var til rannsóknar hjá embættinu eftir hrun. Hann segist hafa vitað af hlerunum embættisins á sínum tíma. Hann hafi kært þær og þær hafi verið dæmdar ólöglegar á sínum tíma. Hann segist hins vegar ekki hafa vitað af hlerununum sem komu fram í Kastljósi í gær. „Það hvort tveir ógæfumenn hafi tekið til handagagns upplýsingar frá embættinu eða ekki er eiginlega hliðarsaga. Stóra málið er að embættið var með í vörslu sinni hlustanir sem það hafði aflað ólöglega af borgurum þessa lands og geymt ólöglega í gagnagrunni hjá sér. Það er stóra málið og gefur manni innsýn í kerfisbundinna brotalöm á meðferð embættisins á trúnaðarupplýsingum,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur íhugar að leita réttar síns. „Gallinn við þessar uppljóstranir sýna að þetta var alls ekki í lagi og við verðum að spyrja hvað ætlar æðsti maður dómsmála í landinu og sérstakur saksóknari að gera til að við fáum mögulega tiltrú á að starfshættir séu í samræmi við lög og reglur,“ segir Þorvaldur. Lögmennska Hrunið Lögreglan Fjármálafyrirtæki Dómsmál Dómstólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara eru grunaðir um að hafa stolið yfir á fjórða tug upptaka og hundruð uppskrifta úr símtalshlerunum í tengslum við rannsóknir embættisins á svokölluðum hrunmálum á árunum 2009-2011. Þeir hafi svo nýtt gögnin í þágu eigin njósnafyrirtækis að nafni PPP og reynt að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Þetta er meðal þess sem RÚV greindi frá í Kastljósi í gær en þar var jafnframt sýnt frá upptökum sem fyrirtækið PPP hafði undir höndum. Grunsemdir embættisins hafi reynst réttar PPP var stofnað árið 2011 af Jóni Óttari Ólafssyni afbrotafræðingi og Guðmundi Hauki Gunnarssyni lögfræðingi, sem er látinn. Þeir fóru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu yfir til embættis sérstaks saksóknara árið 2009 en hættu þar í upphafi árs 2012. Sérstakur saksóknari kærði svo þá félaga árið 2012 vegna gruns um að þeir hefðu haft á brott með sér gögn um félagið Milestone. Ríkissaksóknari ákvað hins vegar að fara ekki lengra með málið þá. Sjá einnig: Málið gegn starfsmönnum sérstaks saksóknara fellt niður Ólafur Þór Hauksson sem fór fyrir embætti sérstaks saksóknara sagði málið afar alvarlegt í samtali við fréttastofu í dag. Þá hafi grunsemdir embættisins varðandi þá félaga á sínum tíma reynst réttar. Fréttastofa hafði samband við ríkissaksóknara í dag vegna málsins sem sagði í ítarlegu svari að málið gegn tvímenningunum hafi verið fellt niður á sínum tíma þar sem það sem fram kom við rannsóknina þótti ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Hins vegar sé saksóknari nú með tvö erindi til meðferðar vegna gagnalekans. Einn rólegur yfir upptökunum, annar afar ósáttur Í þættinum í gær kom fram að alls væru til staðar upptökur af símtölum frá á öðrum tug einstaklinga sem tengdust svokölluðum hrunmálum. Fréttastofa hafði samband við Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans á árunum fyrir hrun, en hann er einn þeirra sem var hleraður samkvæmt gagnalekanum. Sjá einnig: „Alröng niðurstaða“ Hann sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa miklar áhyggjur af málinu. Hann hafi verið upplýstur af Sérstökum saksóknara um símhleranirnar nokkrum árum eftir að þær voru gerðar. Embætti hafi haft heimild til að hlera hann á þessum tíma. Málið snerti sig ekki á neinn hátt í dag. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson fyrrverandi bankamaður var til rannsóknar hjá embættinu eftir hrun. Hann segist hafa vitað af hlerunum embættisins á sínum tíma. Hann hafi kært þær og þær hafi verið dæmdar ólöglegar á sínum tíma. Hann segist hins vegar ekki hafa vitað af hlerununum sem komu fram í Kastljósi í gær. „Það hvort tveir ógæfumenn hafi tekið til handagagns upplýsingar frá embættinu eða ekki er eiginlega hliðarsaga. Stóra málið er að embættið var með í vörslu sinni hlustanir sem það hafði aflað ólöglega af borgurum þessa lands og geymt ólöglega í gagnagrunni hjá sér. Það er stóra málið og gefur manni innsýn í kerfisbundinna brotalöm á meðferð embættisins á trúnaðarupplýsingum,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur íhugar að leita réttar síns. „Gallinn við þessar uppljóstranir sýna að þetta var alls ekki í lagi og við verðum að spyrja hvað ætlar æðsti maður dómsmála í landinu og sérstakur saksóknari að gera til að við fáum mögulega tiltrú á að starfshættir séu í samræmi við lög og reglur,“ segir Þorvaldur.
Lögmennska Hrunið Lögreglan Fjármálafyrirtæki Dómsmál Dómstólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira