Sport

Al­fons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu fé­lagana á móti Tottenham

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Spilaði með Bodo/Glimt á árunum 2020-2022
Spilaði með Bodo/Glimt á árunum 2020-2022 Getty/Jacques Feeney

Alfons Sampsted sást skemmta sér með stuðningsmönnum Bodø/Glimt, fyrir leik þeirra gegn Tottenham í kvöld.

Bodø/Glimt tekur á móti Tottenham í kvöld klukkan 19:00 í undanúrslitum Evrópudeildarinnar en þeir eru 3-1 undir í einvíginu og þurfa að vinna forskotið þeirra upp.

Alfons Sampsted landsliðsmaður, er staddur í Noregi núna til þess að styðja sína menn. Hann var leikmaður Bodø/Glimt á árunum 2020-2022. Hann er greinilega enn í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum en það má sjá á myndbandi sem Orri Rafn Sigurðarson setti á samfélagsmiðilinn X.

Alfons er núna leikmaður Birmingham City sem unnu nýlega League 1 sem er þriðja þrepið í enskri knattspyrnu en þeir eru því komnir upp í Championship deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×