Sport

Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Leó XIV er nýr páfi og hann kemur frá Bandaríkjunum. Hér veifar hann fólkinu á Péturstorgi í gær.
Leó XIV er nýr páfi og hann kemur frá Bandaríkjunum. Hér veifar hann fólkinu á Péturstorgi í gær. Getty/Vatican Media

Nýi páfinn Leó XIV kemur frá Bandaríkjunum en hann er mikill íþróttaáhugamaður. Hann kemur frá Chicago og þar er hafnabolti verulega vinsæll.

Það eru tvö hafnabolta lið í borginni en það eru White Sox og Chicago Cubs. Leo er sjálfur stuðningsmaður White Sox en það spurðist fyrst út að hann væri Cubs maður.

Sú frétt fór svo langt að sjá mátti utan á Wrigley Field heimavelli Chicago Cubs í stórum stöfum 'he's a Cubs fan', eða hann er Cubs stuðningsmaður. Það þurfti að taka þau skilaboð fljótlega niður, sem reyndist nokkuð pínlegt fyrir hina raunverulega stuðningsmenn liðsins.

Leó er útskrifaður úr Villanova háskólanum en það er skóli sem hefur átt góð körfuboltalið. Það hefur leitt til þess að stuðningsmenn New York Knicks hafa fagnað nýja páfanum, en það eru þrír leikmenn í liði Knicks sem voru í körfuboltaliði Villanova.

Philidelphia Inquirer fjallaði um íþróttaáhuga páfans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×