Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar 9. maí 2025 08:31 Uppsafnaður halli á grunnrekstri eru að minnsta kosti 5 milljarðar á kjörtímabilinu í Hafnarfirði. Ársreikningur Hafnarfjarðar var samþykktur í bæjarstjórn nýlega. Valdhafar hamra á því að það sé 1200 milljóna afgangur af rekstrinum. Meirihlutinn er glaður og ánægður með árangurinn. Hér er mörgum ólíkum þáttum grautað saman í eina skál og erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu bæjarsjóðs. Ég vil aftur á móti meina að hallinn á grunnrekstri bæjarsjóðs sé 650 milljónir og uppsafnaður halli á grunnrekstrinum sé að nálgast 5 milljarða á þremur árum. Það er ljóst að það er langt á milli sjónarmiða. Hvernig má það vera að hægt sé að vera með jafn ólíka sýn á staðreyndir? Svarið er einfalt; samkvæmt 11 gr reglna um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld skuli ekki færa til rekstrar, þau eiga að koma til frádráttar á fjárfestingum. Þannig ef við sem stjórnvald viljum að farið sé eftir reglum okkar, þá er lágmark að stjórnvaldið fari að reglum. Mín skoðun er sú að ekki eigi að færa söluhagnað lóða til rekstrartekna, þær eiga að mínu viti heima á sama stað og gatnagerðargjöldin. Ástæðan fyrir því að lóðir eru yfir höfuð seldar en ekki úthlutað frítt er að mikil fjárfesting fylgir því að gera lóðir og hverfi klár til úthlutunar og því á söluandvirði lóða að lækka fjárfestingaþörf sveitarfélaga. Með það í huga má halda því fram að grunnrekstur Hafnarfjarðar hafi verið niðurgreiddur af húsbyggjendum í Hafnarfirði um rúma 10 milljarða á kjörtímabilinu. Rekstur sveitarfélaga er þríþættur, stærsti hlutinn er daglegur rekstur, annar þáttur snýr að uppbyggingu innviða (fjárfestingu) og sá þriðji snýr að fjármögnun (lán og skuldir). Grunnreksturinn er fjármagnaður með útsvari, fasteignagjöldum og þjónustugjöldum. Fjárfesting er fjármögnuð með sölu lóða, gatnagerðargjöldum og þeim afgangi sem grunnreksturinn á að skila (rekstrarafgangi). Ef það dugar ekki þarf að taka lán. Rekstrarreikningur bæjarins undanfarin þrjú ár hefur sýnt örlítinn afgang af rekstri. Þeim árangri er náð með því að nota tekjur, sem eru innheimtar í þeim tilgangi að standa undir innviðauppbyggingu (gatnagerðargjöld og lóðasölu), til að koma rekstrinum yfir núllið, en einungis á pappír. Því miður er bæjarfélagið ekki rekið á pappír, það er rekið í raunheimum. En rekstrarreikningurinn segir ekki alla söguna, sjóðsstreymið fyllir í eyðurnar. 11 gr Í sjóðsstreyminu eru hinir þrír hlutar rekstursins aðskildir. Þar eru framkvæmdatekjurnar bakfærðar frá grunnrekstrinum yfir í framkvæmdahlutann. Þá sjáum við svart á hvítu hvernig er í pottinn búið. Þar sjáum við að grunnreksturinn er langt frá því að standa undir sér. Þar sjáum við líka að gatnagerðargjöldin og lóðasala er notað sem frádráttur á fjárfestingu ársins. Það er villandi þar sem þessir peningar hafa þegar verið notaðir til að bæta hinn almenna rekstur. Þarna sést að verið er að nota sömu krónuna tvisvar. Á undanförnum þremur árum hefur Hafnarfjarðarbær tekið hátt í 10 milljarða að láni til að standa undir grunnrekstrinum. Lánið hefur verið tekið hjá húsbyggjendum í Hafnarfirði í formi lóðasölu og gatnagerðargjalda. Þar sem ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar þýðir þetta að minna fé getur farið í nauðsynlega fjárfestingu (innviðauppbyggingu). Það þarf því að taka meira að láni en æskilegt er. Það lítur betur út að taka lán fyrir framkvæmdum en rekstri. En í raun og sann er verið að taka lán til að borga með rekstrinum. Bakfærslur í sjóðsstreymi staðfesta það. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært og það sem verra er, að svo virðist sem meirihlutinn trúi því að reksturinn sé traustur og góður. Þegar maður trúir því er ekki líklegt að breytingar verði gerðar til að stöðva blæðinguna. Rekstur sveitarfélaga er í grunninn ekki flókinn, en hann er þungur. Þegar ársreikningurinn er flæktur jafn mikið og raun ber vitni er erfitt að ná yfirsýn yfir reksturinn. Á meðan svo er má ekki vænta breytinga til batnaðar. Eitt er þó ljóst, svona fjármálastjórn gengur ekki mikið lengur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Skoðun Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Sjá meira
Uppsafnaður halli á grunnrekstri eru að minnsta kosti 5 milljarðar á kjörtímabilinu í Hafnarfirði. Ársreikningur Hafnarfjarðar var samþykktur í bæjarstjórn nýlega. Valdhafar hamra á því að það sé 1200 milljóna afgangur af rekstrinum. Meirihlutinn er glaður og ánægður með árangurinn. Hér er mörgum ólíkum þáttum grautað saman í eina skál og erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu bæjarsjóðs. Ég vil aftur á móti meina að hallinn á grunnrekstri bæjarsjóðs sé 650 milljónir og uppsafnaður halli á grunnrekstrinum sé að nálgast 5 milljarða á þremur árum. Það er ljóst að það er langt á milli sjónarmiða. Hvernig má það vera að hægt sé að vera með jafn ólíka sýn á staðreyndir? Svarið er einfalt; samkvæmt 11 gr reglna um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld skuli ekki færa til rekstrar, þau eiga að koma til frádráttar á fjárfestingum. Þannig ef við sem stjórnvald viljum að farið sé eftir reglum okkar, þá er lágmark að stjórnvaldið fari að reglum. Mín skoðun er sú að ekki eigi að færa söluhagnað lóða til rekstrartekna, þær eiga að mínu viti heima á sama stað og gatnagerðargjöldin. Ástæðan fyrir því að lóðir eru yfir höfuð seldar en ekki úthlutað frítt er að mikil fjárfesting fylgir því að gera lóðir og hverfi klár til úthlutunar og því á söluandvirði lóða að lækka fjárfestingaþörf sveitarfélaga. Með það í huga má halda því fram að grunnrekstur Hafnarfjarðar hafi verið niðurgreiddur af húsbyggjendum í Hafnarfirði um rúma 10 milljarða á kjörtímabilinu. Rekstur sveitarfélaga er þríþættur, stærsti hlutinn er daglegur rekstur, annar þáttur snýr að uppbyggingu innviða (fjárfestingu) og sá þriðji snýr að fjármögnun (lán og skuldir). Grunnreksturinn er fjármagnaður með útsvari, fasteignagjöldum og þjónustugjöldum. Fjárfesting er fjármögnuð með sölu lóða, gatnagerðargjöldum og þeim afgangi sem grunnreksturinn á að skila (rekstrarafgangi). Ef það dugar ekki þarf að taka lán. Rekstrarreikningur bæjarins undanfarin þrjú ár hefur sýnt örlítinn afgang af rekstri. Þeim árangri er náð með því að nota tekjur, sem eru innheimtar í þeim tilgangi að standa undir innviðauppbyggingu (gatnagerðargjöld og lóðasölu), til að koma rekstrinum yfir núllið, en einungis á pappír. Því miður er bæjarfélagið ekki rekið á pappír, það er rekið í raunheimum. En rekstrarreikningurinn segir ekki alla söguna, sjóðsstreymið fyllir í eyðurnar. 11 gr Í sjóðsstreyminu eru hinir þrír hlutar rekstursins aðskildir. Þar eru framkvæmdatekjurnar bakfærðar frá grunnrekstrinum yfir í framkvæmdahlutann. Þá sjáum við svart á hvítu hvernig er í pottinn búið. Þar sjáum við að grunnreksturinn er langt frá því að standa undir sér. Þar sjáum við líka að gatnagerðargjöldin og lóðasala er notað sem frádráttur á fjárfestingu ársins. Það er villandi þar sem þessir peningar hafa þegar verið notaðir til að bæta hinn almenna rekstur. Þarna sést að verið er að nota sömu krónuna tvisvar. Á undanförnum þremur árum hefur Hafnarfjarðarbær tekið hátt í 10 milljarða að láni til að standa undir grunnrekstrinum. Lánið hefur verið tekið hjá húsbyggjendum í Hafnarfirði í formi lóðasölu og gatnagerðargjalda. Þar sem ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar þýðir þetta að minna fé getur farið í nauðsynlega fjárfestingu (innviðauppbyggingu). Það þarf því að taka meira að láni en æskilegt er. Það lítur betur út að taka lán fyrir framkvæmdum en rekstri. En í raun og sann er verið að taka lán til að borga með rekstrinum. Bakfærslur í sjóðsstreymi staðfesta það. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært og það sem verra er, að svo virðist sem meirihlutinn trúi því að reksturinn sé traustur og góður. Þegar maður trúir því er ekki líklegt að breytingar verði gerðar til að stöðva blæðinguna. Rekstur sveitarfélaga er í grunninn ekki flókinn, en hann er þungur. Þegar ársreikningurinn er flæktur jafn mikið og raun ber vitni er erfitt að ná yfirsýn yfir reksturinn. Á meðan svo er má ekki vænta breytinga til batnaðar. Eitt er þó ljóst, svona fjármálastjórn gengur ekki mikið lengur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun