Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar 9. maí 2025 08:31 Uppsafnaður halli á grunnrekstri eru að minnsta kosti 5 milljarðar á kjörtímabilinu í Hafnarfirði. Ársreikningur Hafnarfjarðar var samþykktur í bæjarstjórn nýlega. Valdhafar hamra á því að það sé 1200 milljóna afgangur af rekstrinum. Meirihlutinn er glaður og ánægður með árangurinn. Hér er mörgum ólíkum þáttum grautað saman í eina skál og erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu bæjarsjóðs. Ég vil aftur á móti meina að hallinn á grunnrekstri bæjarsjóðs sé 650 milljónir og uppsafnaður halli á grunnrekstrinum sé að nálgast 5 milljarða á þremur árum. Það er ljóst að það er langt á milli sjónarmiða. Hvernig má það vera að hægt sé að vera með jafn ólíka sýn á staðreyndir? Svarið er einfalt; samkvæmt 11 gr reglna um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld skuli ekki færa til rekstrar, þau eiga að koma til frádráttar á fjárfestingum. Þannig ef við sem stjórnvald viljum að farið sé eftir reglum okkar, þá er lágmark að stjórnvaldið fari að reglum. Mín skoðun er sú að ekki eigi að færa söluhagnað lóða til rekstrartekna, þær eiga að mínu viti heima á sama stað og gatnagerðargjöldin. Ástæðan fyrir því að lóðir eru yfir höfuð seldar en ekki úthlutað frítt er að mikil fjárfesting fylgir því að gera lóðir og hverfi klár til úthlutunar og því á söluandvirði lóða að lækka fjárfestingaþörf sveitarfélaga. Með það í huga má halda því fram að grunnrekstur Hafnarfjarðar hafi verið niðurgreiddur af húsbyggjendum í Hafnarfirði um rúma 10 milljarða á kjörtímabilinu. Rekstur sveitarfélaga er þríþættur, stærsti hlutinn er daglegur rekstur, annar þáttur snýr að uppbyggingu innviða (fjárfestingu) og sá þriðji snýr að fjármögnun (lán og skuldir). Grunnreksturinn er fjármagnaður með útsvari, fasteignagjöldum og þjónustugjöldum. Fjárfesting er fjármögnuð með sölu lóða, gatnagerðargjöldum og þeim afgangi sem grunnreksturinn á að skila (rekstrarafgangi). Ef það dugar ekki þarf að taka lán. Rekstrarreikningur bæjarins undanfarin þrjú ár hefur sýnt örlítinn afgang af rekstri. Þeim árangri er náð með því að nota tekjur, sem eru innheimtar í þeim tilgangi að standa undir innviðauppbyggingu (gatnagerðargjöld og lóðasölu), til að koma rekstrinum yfir núllið, en einungis á pappír. Því miður er bæjarfélagið ekki rekið á pappír, það er rekið í raunheimum. En rekstrarreikningurinn segir ekki alla söguna, sjóðsstreymið fyllir í eyðurnar. 11 gr Í sjóðsstreyminu eru hinir þrír hlutar rekstursins aðskildir. Þar eru framkvæmdatekjurnar bakfærðar frá grunnrekstrinum yfir í framkvæmdahlutann. Þá sjáum við svart á hvítu hvernig er í pottinn búið. Þar sjáum við að grunnreksturinn er langt frá því að standa undir sér. Þar sjáum við líka að gatnagerðargjöldin og lóðasala er notað sem frádráttur á fjárfestingu ársins. Það er villandi þar sem þessir peningar hafa þegar verið notaðir til að bæta hinn almenna rekstur. Þarna sést að verið er að nota sömu krónuna tvisvar. Á undanförnum þremur árum hefur Hafnarfjarðarbær tekið hátt í 10 milljarða að láni til að standa undir grunnrekstrinum. Lánið hefur verið tekið hjá húsbyggjendum í Hafnarfirði í formi lóðasölu og gatnagerðargjalda. Þar sem ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar þýðir þetta að minna fé getur farið í nauðsynlega fjárfestingu (innviðauppbyggingu). Það þarf því að taka meira að láni en æskilegt er. Það lítur betur út að taka lán fyrir framkvæmdum en rekstri. En í raun og sann er verið að taka lán til að borga með rekstrinum. Bakfærslur í sjóðsstreymi staðfesta það. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært og það sem verra er, að svo virðist sem meirihlutinn trúi því að reksturinn sé traustur og góður. Þegar maður trúir því er ekki líklegt að breytingar verði gerðar til að stöðva blæðinguna. Rekstur sveitarfélaga er í grunninn ekki flókinn, en hann er þungur. Þegar ársreikningurinn er flæktur jafn mikið og raun ber vitni er erfitt að ná yfirsýn yfir reksturinn. Á meðan svo er má ekki vænta breytinga til batnaðar. Eitt er þó ljóst, svona fjármálastjórn gengur ekki mikið lengur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Uppsafnaður halli á grunnrekstri eru að minnsta kosti 5 milljarðar á kjörtímabilinu í Hafnarfirði. Ársreikningur Hafnarfjarðar var samþykktur í bæjarstjórn nýlega. Valdhafar hamra á því að það sé 1200 milljóna afgangur af rekstrinum. Meirihlutinn er glaður og ánægður með árangurinn. Hér er mörgum ólíkum þáttum grautað saman í eina skál og erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu bæjarsjóðs. Ég vil aftur á móti meina að hallinn á grunnrekstri bæjarsjóðs sé 650 milljónir og uppsafnaður halli á grunnrekstrinum sé að nálgast 5 milljarða á þremur árum. Það er ljóst að það er langt á milli sjónarmiða. Hvernig má það vera að hægt sé að vera með jafn ólíka sýn á staðreyndir? Svarið er einfalt; samkvæmt 11 gr reglna um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld skuli ekki færa til rekstrar, þau eiga að koma til frádráttar á fjárfestingum. Þannig ef við sem stjórnvald viljum að farið sé eftir reglum okkar, þá er lágmark að stjórnvaldið fari að reglum. Mín skoðun er sú að ekki eigi að færa söluhagnað lóða til rekstrartekna, þær eiga að mínu viti heima á sama stað og gatnagerðargjöldin. Ástæðan fyrir því að lóðir eru yfir höfuð seldar en ekki úthlutað frítt er að mikil fjárfesting fylgir því að gera lóðir og hverfi klár til úthlutunar og því á söluandvirði lóða að lækka fjárfestingaþörf sveitarfélaga. Með það í huga má halda því fram að grunnrekstur Hafnarfjarðar hafi verið niðurgreiddur af húsbyggjendum í Hafnarfirði um rúma 10 milljarða á kjörtímabilinu. Rekstur sveitarfélaga er þríþættur, stærsti hlutinn er daglegur rekstur, annar þáttur snýr að uppbyggingu innviða (fjárfestingu) og sá þriðji snýr að fjármögnun (lán og skuldir). Grunnreksturinn er fjármagnaður með útsvari, fasteignagjöldum og þjónustugjöldum. Fjárfesting er fjármögnuð með sölu lóða, gatnagerðargjöldum og þeim afgangi sem grunnreksturinn á að skila (rekstrarafgangi). Ef það dugar ekki þarf að taka lán. Rekstrarreikningur bæjarins undanfarin þrjú ár hefur sýnt örlítinn afgang af rekstri. Þeim árangri er náð með því að nota tekjur, sem eru innheimtar í þeim tilgangi að standa undir innviðauppbyggingu (gatnagerðargjöld og lóðasölu), til að koma rekstrinum yfir núllið, en einungis á pappír. Því miður er bæjarfélagið ekki rekið á pappír, það er rekið í raunheimum. En rekstrarreikningurinn segir ekki alla söguna, sjóðsstreymið fyllir í eyðurnar. 11 gr Í sjóðsstreyminu eru hinir þrír hlutar rekstursins aðskildir. Þar eru framkvæmdatekjurnar bakfærðar frá grunnrekstrinum yfir í framkvæmdahlutann. Þá sjáum við svart á hvítu hvernig er í pottinn búið. Þar sjáum við að grunnreksturinn er langt frá því að standa undir sér. Þar sjáum við líka að gatnagerðargjöldin og lóðasala er notað sem frádráttur á fjárfestingu ársins. Það er villandi þar sem þessir peningar hafa þegar verið notaðir til að bæta hinn almenna rekstur. Þarna sést að verið er að nota sömu krónuna tvisvar. Á undanförnum þremur árum hefur Hafnarfjarðarbær tekið hátt í 10 milljarða að láni til að standa undir grunnrekstrinum. Lánið hefur verið tekið hjá húsbyggjendum í Hafnarfirði í formi lóðasölu og gatnagerðargjalda. Þar sem ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar þýðir þetta að minna fé getur farið í nauðsynlega fjárfestingu (innviðauppbyggingu). Það þarf því að taka meira að láni en æskilegt er. Það lítur betur út að taka lán fyrir framkvæmdum en rekstri. En í raun og sann er verið að taka lán til að borga með rekstrinum. Bakfærslur í sjóðsstreymi staðfesta það. Þetta fyrirkomulag er ekki sjálfbært og það sem verra er, að svo virðist sem meirihlutinn trúi því að reksturinn sé traustur og góður. Þegar maður trúir því er ekki líklegt að breytingar verði gerðar til að stöðva blæðinguna. Rekstur sveitarfélaga er í grunninn ekki flókinn, en hann er þungur. Þegar ársreikningurinn er flæktur jafn mikið og raun ber vitni er erfitt að ná yfirsýn yfir reksturinn. Á meðan svo er má ekki vænta breytinga til batnaðar. Eitt er þó ljóst, svona fjármálastjórn gengur ekki mikið lengur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun