Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar 10. maí 2025 15:50 Vestramenn hafa byrjað þetta fótboltasumar frábærlega og þeir unnu i dag fjórða leikinn sinn í sex fyrstu umferðunum. Vísir/Anton Vestramenn eru að byrja fótboltasumarið 2025 frábærlega og komust í dag aftur í toppsæti Bestu deild karla í fótbolta eftir heimsigur á nýliðum Aftureldingar. Vestri vann leikinn 2-0 þar sem fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu strax á sjöundu mínútu. Diego Montiel skoraði af öryggi úr vítinu sem fyrirliðinn Morten Hansen fiskaði. Arnór Borg Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í sinum fyrsta leik fyrir Vestra og skoraði aðeins sex mínútum síðar. Ekki lengi að opna markareikning sinn fyrir vestan. Þetta var fjórði sigur Vesta í fyrstu sex leikjunum og þeir eru nú með þremur stigum meira en Víkingar og Blikar sem eiga bæði leik inni. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi á eftir. Besta deild karla Vestri Breiðablik
Vestramenn eru að byrja fótboltasumarið 2025 frábærlega og komust í dag aftur í toppsæti Bestu deild karla í fótbolta eftir heimsigur á nýliðum Aftureldingar. Vestri vann leikinn 2-0 þar sem fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu strax á sjöundu mínútu. Diego Montiel skoraði af öryggi úr vítinu sem fyrirliðinn Morten Hansen fiskaði. Arnór Borg Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í sinum fyrsta leik fyrir Vestra og skoraði aðeins sex mínútum síðar. Ekki lengi að opna markareikning sinn fyrir vestan. Þetta var fjórði sigur Vesta í fyrstu sex leikjunum og þeir eru nú með þremur stigum meira en Víkingar og Blikar sem eiga bæði leik inni. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi á eftir.