„Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2025 14:15 Kristinn Gunnar Kristinsson er klár í slaginn fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð. vísir Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. „Maður er aldrei beint peppaður en ég er mjög stressaður fyrir þessu. Maður veit hvað er að fara að gerast og þú ert að fara að þjösnast á líkamanum á þér,“ sagði Kristinn sem er reynslumikill þegar kemur að Bakgarðshlaupum. „Ég hef farið í flest allar keppnir hér heima og einu sinni í Svíþjóð,“ sagði Kristinn. Hann hljóp 38 hringi í síðasta Bakgarðshlaupi sem er met hjá honum. Hann vill gera betur um helgina. „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu. Ég tók ákvörðun þegar ég byrjaði að hlaupa - ég er búinn að vera í mörgum íþróttum og það er alltaf verið að þrýsta þér að keppa - að gera þetta alltaf fyrir mig. Ef ég hleyp ekki fyrir sjálfan mig og mér finnst leiðinlegt að hlaupa og það er verið að þrýsta á mig að keppa, þá hætti ég,“ sagði Kristinn. „Það er það sem ég ákvað því mér finnst þetta gaman. Mér finnst gaman að vera úti og hlaup eru þannig að þú getur verið úti allan ársins hring, sama hvernig veðrið er. Ég sækist eftir útivist og að hafa gaman.“ Öfugt við fyrri Bakgarðshlaup er Kristinn nú kominn með þjálfara. Hann breytti undirbúningi hans fyrir hlaupið um helgina. „Ég er með nýsjálenskan þjálfara. Hann einbeitti sér mikið að því að ég ætti að klifra, meira en að hlaupa á sléttu. Í þrjá mánuði tók ég allar interval æfingar og allt þetta í halla,“ sagði Kristinn. Klippa: Viðtal við Kristin Gunnar Bakgarðshlaupara „Allt var í halla og í um miðjan eða lok mars var ég bara: Hvað er ég að gera? Ég er ekkert að bæta mig og fannst ekkert vera að gerast því ég var bara í hæð. Þetta var allt í hæð. Síðan kom ein slétt æfing vikuna eftir þar sem ég fann að ég var orðinn mun sterkari og þetta er að skila mér miklu.“ Viðtalið við Kristinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður beint frá Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð á Stöð 2 Vísi og á Vísi um helgina. Hlaupið hefst klukkan 09:00 í fyrramálið. Bakgarðshlaup Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
„Maður er aldrei beint peppaður en ég er mjög stressaður fyrir þessu. Maður veit hvað er að fara að gerast og þú ert að fara að þjösnast á líkamanum á þér,“ sagði Kristinn sem er reynslumikill þegar kemur að Bakgarðshlaupum. „Ég hef farið í flest allar keppnir hér heima og einu sinni í Svíþjóð,“ sagði Kristinn. Hann hljóp 38 hringi í síðasta Bakgarðshlaupi sem er met hjá honum. Hann vill gera betur um helgina. „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu. Ég tók ákvörðun þegar ég byrjaði að hlaupa - ég er búinn að vera í mörgum íþróttum og það er alltaf verið að þrýsta þér að keppa - að gera þetta alltaf fyrir mig. Ef ég hleyp ekki fyrir sjálfan mig og mér finnst leiðinlegt að hlaupa og það er verið að þrýsta á mig að keppa, þá hætti ég,“ sagði Kristinn. „Það er það sem ég ákvað því mér finnst þetta gaman. Mér finnst gaman að vera úti og hlaup eru þannig að þú getur verið úti allan ársins hring, sama hvernig veðrið er. Ég sækist eftir útivist og að hafa gaman.“ Öfugt við fyrri Bakgarðshlaup er Kristinn nú kominn með þjálfara. Hann breytti undirbúningi hans fyrir hlaupið um helgina. „Ég er með nýsjálenskan þjálfara. Hann einbeitti sér mikið að því að ég ætti að klifra, meira en að hlaupa á sléttu. Í þrjá mánuði tók ég allar interval æfingar og allt þetta í halla,“ sagði Kristinn. Klippa: Viðtal við Kristin Gunnar Bakgarðshlaupara „Allt var í halla og í um miðjan eða lok mars var ég bara: Hvað er ég að gera? Ég er ekkert að bæta mig og fannst ekkert vera að gerast því ég var bara í hæð. Þetta var allt í hæð. Síðan kom ein slétt æfing vikuna eftir þar sem ég fann að ég var orðinn mun sterkari og þetta er að skila mér miklu.“ Viðtalið við Kristinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður beint frá Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð á Stöð 2 Vísi og á Vísi um helgina. Hlaupið hefst klukkan 09:00 í fyrramálið.
Bakgarðshlaup Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira