„Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 22:00 Tvíburarnir Daníel Þór og Patrick Örn Hansen, og Sólveig Heiða Foss eiginkona Patricks voru glaðbeitt í viðtali fyrir keppni. Vísir Tvíburarnir Daníel Þór og Patrick Örn Hansen, og Sólveig Heiða Foss eiginkona Patricks, hafa öðlast ákveðna reynslu af bakgarðshlaupi og ætla að taka keppnina fastari tökum í ár. Þau keppa í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð um helgina. „Ég vona bara að við segjum á sunnudagskvöldið: Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann. Við erum enn hlaupandi,“ segir Patrick hlæjandi í viðtali við Garp Elísabetarson fyrir keppnina sem hefst nú í morgunsárið, klukkan 9 í Öskjuhlíð. Viðtalið má sjá hér að neðan en að vanda er fylgst með keppninni frá upphafi til enda hér á Vísi. Klippa: Tvíburarnir og Sólveig betur undirbúin í ár Bakgarðshlaup snýst um að hlaupa 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma, eins lengi og fólk getur, og hefur Daníel mest náð að hlaupa 15 hringi en hjónin Patrick og Sólveig fóru 17 hringi þegar þau kepptu í blíðviðri í Heiðmörk síðasta haust. „Þetta er ekki bara það að hlaupa í hringi. Þetta snýst um félagsskapinn í kringum þetta. Þetta er geggjað. Maður getur eiginlega ekkert útskýrt þetta fyrr en maður hefur prófað þetta sjálfur,“ segir Patrick og Sólveig tekur undir: „Þú ert að kynnast svo mikið af fólki, ná að spjalla mikið, og það er svo skemmtilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég get „actually“ verið með honum í keppnishlaupi, því annars er hann alltaf lengst á undan mér.“ Með fólk til að hjálpa sér í sokkana Það gagnast nefnilega ekkert að geta hlaupið mikið hraðar en aðrir í bakgarðshlaupi. Íþróttin snýst um að endast lengur en aðrir. Daníel var fyrstur þeirra þriggja til að prófa bakgarðshlaup en nú vita þau öll út í hvað þau eru að fara: „Núna erum við loksins komin með þetta. Þetta verður svolítið skipulagt í ár,“ sagði Patrick. „Við verðum með fólk til að hjálpa okkur. Við vorum ekki með neitt þannig í fyrra,“ sagði Sólveig og Patrick bætti við: „Maður verður svo steiktur eftir sautján hringi. Það er fínt að fá einhvern til að klæða mann í sokkana.“ Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Sjá meira
„Ég vona bara að við segjum á sunnudagskvöldið: Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann. Við erum enn hlaupandi,“ segir Patrick hlæjandi í viðtali við Garp Elísabetarson fyrir keppnina sem hefst nú í morgunsárið, klukkan 9 í Öskjuhlíð. Viðtalið má sjá hér að neðan en að vanda er fylgst með keppninni frá upphafi til enda hér á Vísi. Klippa: Tvíburarnir og Sólveig betur undirbúin í ár Bakgarðshlaup snýst um að hlaupa 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma, eins lengi og fólk getur, og hefur Daníel mest náð að hlaupa 15 hringi en hjónin Patrick og Sólveig fóru 17 hringi þegar þau kepptu í blíðviðri í Heiðmörk síðasta haust. „Þetta er ekki bara það að hlaupa í hringi. Þetta snýst um félagsskapinn í kringum þetta. Þetta er geggjað. Maður getur eiginlega ekkert útskýrt þetta fyrr en maður hefur prófað þetta sjálfur,“ segir Patrick og Sólveig tekur undir: „Þú ert að kynnast svo mikið af fólki, ná að spjalla mikið, og það er svo skemmtilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég get „actually“ verið með honum í keppnishlaupi, því annars er hann alltaf lengst á undan mér.“ Með fólk til að hjálpa sér í sokkana Það gagnast nefnilega ekkert að geta hlaupið mikið hraðar en aðrir í bakgarðshlaupi. Íþróttin snýst um að endast lengur en aðrir. Daníel var fyrstur þeirra þriggja til að prófa bakgarðshlaup en nú vita þau öll út í hvað þau eru að fara: „Núna erum við loksins komin með þetta. Þetta verður svolítið skipulagt í ár,“ sagði Patrick. „Við verðum með fólk til að hjálpa okkur. Við vorum ekki með neitt þannig í fyrra,“ sagði Sólveig og Patrick bætti við: „Maður verður svo steiktur eftir sautján hringi. Það er fínt að fá einhvern til að klæða mann í sokkana.“ Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Sjá meira