Þá fóru erlendir ferðamenn á lögreglustöðina í miðbænum og tilkynntu að þeir hefðu orðið fórnarlömb vasaþjófnaðar.
Tilkynning barst einnig um húsbrot og líkamsárás í heimahúsi á höfuðborgarsvæði en gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögregluþjóna bar að garði. Í öðru sambærilegu atviki, þar sem tilkynning barst um líkamsárás í heimahúsi, var einn handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Þá virðist sem nokkuð hafi verið um stúta í umferðinni í nótt sem voru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna en einn slíkur velti bíl sínum. Í öðru atviki skullu tveir bílar saman. Fimm voru í bílunum en þeir munu ekki hafa slasast.
Þrír gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt.