Innlent

Veittu eftir­för í Ár­bæ

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Úr safni.
Úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan veitti ökumanni eftirför í Árbæ þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, en til stóð að sekta ökumanninn vegna hraðaksturs. Þegar ökumaður stöðvaði loksins bílinn hljóp hann undan lögreglunni, sem hafði þó fljótlega upp á honum. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu þar sem finna má yfirlit yfir verkefni dagsins.

Nokkrar tilkynningar bárust um innbrot og þjófnað, og nokkur fjöldi fékk sekt vegna hraðaksturs.

Þá voru nokkrir handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×