Lalli Johns er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 22:43 Lalli Johns - stjörnuglæpon. Lalli Johns, réttu nafni Lárus Björn Svavarsson, er látinn. Hann var 74 ára gamall. Árið 2001 varð Lárus landsþekktur eftir frumsýningu heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar heitnis sem fjallaði um Lalla Johns og líf hans. Í myndinni segir hann opinskátt af lífi sínu sem fíkill og smáglæpamaður og draumnum um að losna undan slíku líferni. Hún sýndi líf hans á götunni í Reykjavík í þrjú ár þar sem hann flakkaði á milli fangelsis, félagsþjónustu, meðferðarstofnana og kráa. Myndin fékk Edduverðlaunin fyrir heimildarmynd ársins það árið. Hann sneri svo við blaðinu og hafði verið edrú í hátt í tvo áratugi þegar hann lést. Síðustu árin hefur hann dvalið á Hrafnistu í Reykjavík. Lalli ólst upp við kröpp kjör. Fjölskyldan hafði ekki mikið á milli handanna og bjó meðal annars á Knoxkampi og í Pólunum, sem eru braggahverfi. Hann var vistaður á vistheimilinu Breiðuvík þar sem hann varð fyrir ofbeldi af hálfu eldri drengja á heimilinu. Hann hefur sagt í viðtölum síðan að dvöl sín þar hafi átt þátt í að hann leiddist út í áfengis- og vímuefnaneyslu. Árið 2018 tók blaðamaður DV viðtal við Lárus þar sem kom fram meðal annars að Lárus hafði hlotið samtals 42 dóma frá árinu 1969, nær eingöngu fyrir þjófnað. Síðasta dóminn hlaut hann árið 2009 fyrir innbrot í Hveragerði árinu áður. Í grein Vísis um málið er honum lýst sem „sennilega einhverjum frægasta ógæfumanninum á Íslandi.“ Árið 2007 vakti Lárus athygli fyrir að koma fram í auglýsingum fyrir Öryggismiðstöðina. Hann var í aðalhlutverki í herferð sem bar yfirskriftina: „Hver vaktar þitt heimili?“ og sætti mikilli gagnrýni fyrir að ala á ótta á heimilislausu fólki og fíklum. Bróðir Lárusar, Sigurbjörn Svavarsson, greindi frá fráfalli hans á samfélagsmiðlum í kvöld. Lárus lætur eftir sig fjögur börn Andlát Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Árið 2001 varð Lárus landsþekktur eftir frumsýningu heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar heitnis sem fjallaði um Lalla Johns og líf hans. Í myndinni segir hann opinskátt af lífi sínu sem fíkill og smáglæpamaður og draumnum um að losna undan slíku líferni. Hún sýndi líf hans á götunni í Reykjavík í þrjú ár þar sem hann flakkaði á milli fangelsis, félagsþjónustu, meðferðarstofnana og kráa. Myndin fékk Edduverðlaunin fyrir heimildarmynd ársins það árið. Hann sneri svo við blaðinu og hafði verið edrú í hátt í tvo áratugi þegar hann lést. Síðustu árin hefur hann dvalið á Hrafnistu í Reykjavík. Lalli ólst upp við kröpp kjör. Fjölskyldan hafði ekki mikið á milli handanna og bjó meðal annars á Knoxkampi og í Pólunum, sem eru braggahverfi. Hann var vistaður á vistheimilinu Breiðuvík þar sem hann varð fyrir ofbeldi af hálfu eldri drengja á heimilinu. Hann hefur sagt í viðtölum síðan að dvöl sín þar hafi átt þátt í að hann leiddist út í áfengis- og vímuefnaneyslu. Árið 2018 tók blaðamaður DV viðtal við Lárus þar sem kom fram meðal annars að Lárus hafði hlotið samtals 42 dóma frá árinu 1969, nær eingöngu fyrir þjófnað. Síðasta dóminn hlaut hann árið 2009 fyrir innbrot í Hveragerði árinu áður. Í grein Vísis um málið er honum lýst sem „sennilega einhverjum frægasta ógæfumanninum á Íslandi.“ Árið 2007 vakti Lárus athygli fyrir að koma fram í auglýsingum fyrir Öryggismiðstöðina. Hann var í aðalhlutverki í herferð sem bar yfirskriftina: „Hver vaktar þitt heimili?“ og sætti mikilli gagnrýni fyrir að ala á ótta á heimilislausu fólki og fíklum. Bróðir Lárusar, Sigurbjörn Svavarsson, greindi frá fráfalli hans á samfélagsmiðlum í kvöld. Lárus lætur eftir sig fjögur börn
Andlát Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira