„Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. maí 2025 11:43 Til stendur að reisa skólaþorpið á bílastæðinu sem er afmarkað af haustgulum trjám vinstra megin á myndinni. Vísir/Vilhelm Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. Formaður KSÍ gagnrýndi fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll harðlega á föstudag og sagði hana vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það snerti embættið illa að troða eigi áformum í gegnum kerfið. Til stendur að reisa rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum þar sem ýmsar framkvæmdir eru fram undan á skólum í Laugardal - fyrst Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Bílastæði syðst við Laugardalsvöll verði tekið undir skólann og innkeyrslu af Reykjavegi lokað. Gagnrýnin skiljanleg Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir gagnrýnina skiljanlega enda verði mikið álag í Laugardalnum vegna framkvæmda við nýja þjóðarhöll og stækkun Laugardalsvallar á næstu misserum. „Við höfum svo sem enga aðra möguleika en að byggja skólaþorp í Laugardalnum vegna þess að við erum búin að reyna og skoða aðra möguleika eins og að byggja við. En við getum ekki talið okkur geta tryggt öryggi skólabarna eða bara skólastarfið á framkvæmdartíma ef við förum ekki þessa leið.“ Samráð við aðila í Laugardalnum sé mjög mikilvægt í huga borgarinnar. Það verði farið vel yfir ábendingar frá sambandinu í borgarstjórn. „Við erum búin að ræða við samgöngudeildina okkar og þau munu tryggja það að allt öryggi verði í lagi að sjálfsögðu og viðbragðsaðilar verða með okkur í að hanna það.“ Ofgnótt af vanýttum bílastæðum Undirbúningurinn sé búinn að vera mikill og deiliskipulag liggur fyrir. „Svo fer það núna í auglýsingu og við erum í samstarfi á meðan þeim sex vikna tíma stendur og svo auðvitað í framhaldinu líka. Svo það eru kannski einhverjir þrír mánuðir þangað til skipulagið er samþykkt. Ég vona bara svo sannarlega að við getum boðið þetta út á næsta ári.“ Ólöf gefur lítið fyrir þá gagnrýni að skerðing bílastæða á svæðinu muni bitna á íbúum. „Við fækkum bílastæðum og það er alveg ljóst. En það hefur verið ofgnótt þarna af vannýttum stæðum. Sérstaklega á þessum hluta sem ekki eru nýtt í miðri viku. Ég hef ekki mikla trú á því að þetta flæði inn í hverfin þegar kappleikir eru. Við erum vel meðvituð um það að það verður álag á dalinn og þetta verður ekki eins og best er á kosið en við munum reyna gera það besta með öllum hagaðilum.“ Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Formaður KSÍ gagnrýndi fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll harðlega á föstudag og sagði hana vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það snerti embættið illa að troða eigi áformum í gegnum kerfið. Til stendur að reisa rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum þar sem ýmsar framkvæmdir eru fram undan á skólum í Laugardal - fyrst Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Bílastæði syðst við Laugardalsvöll verði tekið undir skólann og innkeyrslu af Reykjavegi lokað. Gagnrýnin skiljanleg Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir gagnrýnina skiljanlega enda verði mikið álag í Laugardalnum vegna framkvæmda við nýja þjóðarhöll og stækkun Laugardalsvallar á næstu misserum. „Við höfum svo sem enga aðra möguleika en að byggja skólaþorp í Laugardalnum vegna þess að við erum búin að reyna og skoða aðra möguleika eins og að byggja við. En við getum ekki talið okkur geta tryggt öryggi skólabarna eða bara skólastarfið á framkvæmdartíma ef við förum ekki þessa leið.“ Samráð við aðila í Laugardalnum sé mjög mikilvægt í huga borgarinnar. Það verði farið vel yfir ábendingar frá sambandinu í borgarstjórn. „Við erum búin að ræða við samgöngudeildina okkar og þau munu tryggja það að allt öryggi verði í lagi að sjálfsögðu og viðbragðsaðilar verða með okkur í að hanna það.“ Ofgnótt af vanýttum bílastæðum Undirbúningurinn sé búinn að vera mikill og deiliskipulag liggur fyrir. „Svo fer það núna í auglýsingu og við erum í samstarfi á meðan þeim sex vikna tíma stendur og svo auðvitað í framhaldinu líka. Svo það eru kannski einhverjir þrír mánuðir þangað til skipulagið er samþykkt. Ég vona bara svo sannarlega að við getum boðið þetta út á næsta ári.“ Ólöf gefur lítið fyrir þá gagnrýni að skerðing bílastæða á svæðinu muni bitna á íbúum. „Við fækkum bílastæðum og það er alveg ljóst. En það hefur verið ofgnótt þarna af vannýttum stæðum. Sérstaklega á þessum hluta sem ekki eru nýtt í miðri viku. Ég hef ekki mikla trú á því að þetta flæði inn í hverfin þegar kappleikir eru. Við erum vel meðvituð um það að það verður álag á dalinn og þetta verður ekki eins og best er á kosið en við munum reyna gera það besta með öllum hagaðilum.“
Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira