Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. maí 2025 18:42 Karl Wernersson var umfangsmikill fjárfestir á árunum fyrir hrun. Aðsend Karl Emil Wernersson, einn umfangsmesti fjárfestir landsins fyrir hrun, sonur hans og sambýliskona hafa verið ákærð fyrir skilasvik og peningaþvætti. Karl fyrir skilasvikin og sonurinn og sambýliskonan fyrir þvættið. Karl er sagður hafa reynt að koma undan verðmætum listaverkum sem fundust svo við húsleit. Greint var frá þessu í Speglinum í dag. Á vef Ríkisútvarpsins segir að Speglinum hafi fengið ákæru héraðssaksóknara á hendur Karli afhenta í dag. Í henni hafi komið fram að við húsleit á heimili Karls við Blikanes í Garðabæ fyrir þremur árum hafi fundist verðmæt listaverk eftir Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og Karólínu Lárusdóttur. Saksóknari segir Karl hafa leynt verkunum fyrir skiptastjóra þegar hann skoðaði heimili hans í nóvember 2018. Verkin eru Reykjavíkurhöfn eftir Nínu Tryggvadóttur, sjálfsmynd eftir Louisu og Píanó og Kokkadans eftir Karólínu Lárusdóttur. Karl skilaði verki Nínu til þrotabúsins í nóvember og afhenti félaginu Föstum ehf. verk Louisu og Karólínu en það keypti þau af þrotabúinu fyrir 7,7 milljónir. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fékk skiptastjóri flesta liði ákærunnar rifta fyrir dómi en samt sem áður eru skilasvik, það að koma eignum undan eftir gjaldþrot, brot sem varða allt að sex ára fangelsi. Í greinargerð saksóknara hafi komið fram að flest brotin hafi verið framin á árunum 2016 til 2018. Þá hafi Karl verið ógjaldfær, setið undir fjölmörgum málsóknum auk þess sem að skattar hans hafi verið endurákvarðaðir. Karl hafi enn haft í sinni eigu verðmætar eigur sem hann er sagður hafa afsalað til einstaklinga og félaga honum tengdum. Karl afsalaði meðal annars einbýlishúsinu sínu í Blikanesi, sumarhúsi á Ítalíu og bíl af gerðinni Mercedez Benz til félagsins Faxa (Faxar) ehf. en það félag var dótturfélag félagsins Faxa (Faxi). Faxi var svo í eigu Tosca ehf. sem Karl afsalaði til sonar síns. Skiptastjóri þurfti að sögn að fara til Ítalíu í aðför til að fá sumarhúsið í sína umsjá. Sonur Karls er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við eignarhaldi á félaginu áðurnefnda sem varð skyndilega eigandi einbýlishúss, lúxusbíls og sumarhúss í Miðjarðarhafinu þegar Karl var gjaldþrota. Sambýliskona hans er ákærð fyrir að hafa tekið eignarhaldi á félaginu Nordic Pharma Investment. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni. Dómsmál Dómstólar Milestone-málið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Greint var frá þessu í Speglinum í dag. Á vef Ríkisútvarpsins segir að Speglinum hafi fengið ákæru héraðssaksóknara á hendur Karli afhenta í dag. Í henni hafi komið fram að við húsleit á heimili Karls við Blikanes í Garðabæ fyrir þremur árum hafi fundist verðmæt listaverk eftir Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og Karólínu Lárusdóttur. Saksóknari segir Karl hafa leynt verkunum fyrir skiptastjóra þegar hann skoðaði heimili hans í nóvember 2018. Verkin eru Reykjavíkurhöfn eftir Nínu Tryggvadóttur, sjálfsmynd eftir Louisu og Píanó og Kokkadans eftir Karólínu Lárusdóttur. Karl skilaði verki Nínu til þrotabúsins í nóvember og afhenti félaginu Föstum ehf. verk Louisu og Karólínu en það keypti þau af þrotabúinu fyrir 7,7 milljónir. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins fékk skiptastjóri flesta liði ákærunnar rifta fyrir dómi en samt sem áður eru skilasvik, það að koma eignum undan eftir gjaldþrot, brot sem varða allt að sex ára fangelsi. Í greinargerð saksóknara hafi komið fram að flest brotin hafi verið framin á árunum 2016 til 2018. Þá hafi Karl verið ógjaldfær, setið undir fjölmörgum málsóknum auk þess sem að skattar hans hafi verið endurákvarðaðir. Karl hafi enn haft í sinni eigu verðmætar eigur sem hann er sagður hafa afsalað til einstaklinga og félaga honum tengdum. Karl afsalaði meðal annars einbýlishúsinu sínu í Blikanesi, sumarhúsi á Ítalíu og bíl af gerðinni Mercedez Benz til félagsins Faxa (Faxar) ehf. en það félag var dótturfélag félagsins Faxa (Faxi). Faxi var svo í eigu Tosca ehf. sem Karl afsalaði til sonar síns. Skiptastjóri þurfti að sögn að fara til Ítalíu í aðför til að fá sumarhúsið í sína umsjá. Sonur Karls er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við eignarhaldi á félaginu áðurnefnda sem varð skyndilega eigandi einbýlishúss, lúxusbíls og sumarhúss í Miðjarðarhafinu þegar Karl var gjaldþrota. Sambýliskona hans er ákærð fyrir að hafa tekið eignarhaldi á félaginu Nordic Pharma Investment. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni.
Dómsmál Dómstólar Milestone-málið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira