Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. maí 2025 20:18 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir ríkið munu hlíta niðurstöðum óbyggðanefndar. Vísir/Anton Brink Fjármálaráðherra segist ekki geta lýst því hvers vegna ríkið gerði kröfu um að Heimaklettur og hlíðar Herjólfsdals, ásamt úteyjum og skerjum við Heimaey, yrðu þjóðlendur. Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvenær stæði til að útkljá deilur ríkis og Vestmannaeyjabæjar um eignarétt á úteyjum og skerjum við Heimaey. Eins og fjallað var um á sínum tíma gerði ríkið kröfu um að eyjar, sker og jafnvel hlutar af Heimaey sjálfri yrðu þjóðlendur. Saga og lifandi samtíð Eyjamanna Í nýrri afstöðu óbyggðanefndar kemur það fram að hluti krafna ríkisins um að eyjar og sker við landið séu þjóðlendur eigi ekki við rök að styðjast. Halla segir ljóst að nefndin líti svo á að eyjar og sker við strendur landsins tilheyri þeirri jörð sem næst þeim er. Upphaflega krafðist ríkið þess að Heimaklettur og hlíðar Herjólfsdals yrðu þjóðlendur ásamt hrauninu sem rann í gosinu. Krafan var svo endurskoðuð á tíma Sigurðar Inga Jóhannssonar í fjármálaráðuneytinu. „Úteyjarnar sem hér um ræðir voru öldum saman matarkista Eyjamanna sem sækja þangað enn þann dag í dag. Úteyjarnar eru því bæði saga og lifandi samtíð heimafólks og órjúfanlegur hluti Vestmannaeyja þar sem hjarta þeirra sannarlega slær eins og segir í þjóðhátíðarlaginu. Ég spyr því hæstvirtan ráðherra: Hvenær er ætlað að útkljá málið nú þegar engin fyrirstaða er fyrir því þar sem óvissunni er eytt með nýlegri afstöðu óbyggðanefndar?“ spurði Halla. Ríkið hverfi frá kröfum sínum Fjármálaráðherra sagði það liggja fyrir að óbyggðanefnd hefði tekið afstöðu í málinu og að ríkið myndi hlíta þeim niðurstöðum. „Ég er ekki í góðri aðstöðu til þess að lýsa því hvers vegna farið var fram með þeim hætti sem háttvirtur þingmaður lýsti hér áðan þar sem ríkið taldi sig eiga rétt á eignum sem hún listaði upp og eru Vestmannaeyingum án efa mjög mikilvægar og hluti af þeirra sjálfsímynd og daglegu náttúruupplifun. Þær kröfur voru endurskoðaðar eins og háttvirtur þingmaður vék að. Nú hefur óbyggðanefnd tekið afstöðu sem ég get sagt að gangi enn lengra í þá átt að ekki sé innstæða fyrir þessum kröfum sem ríkið lagði fram og því verður auðvitað að hlíta,“ sagði hann. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarða- og lóðamál Vestmannaeyjar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvenær stæði til að útkljá deilur ríkis og Vestmannaeyjabæjar um eignarétt á úteyjum og skerjum við Heimaey. Eins og fjallað var um á sínum tíma gerði ríkið kröfu um að eyjar, sker og jafnvel hlutar af Heimaey sjálfri yrðu þjóðlendur. Saga og lifandi samtíð Eyjamanna Í nýrri afstöðu óbyggðanefndar kemur það fram að hluti krafna ríkisins um að eyjar og sker við landið séu þjóðlendur eigi ekki við rök að styðjast. Halla segir ljóst að nefndin líti svo á að eyjar og sker við strendur landsins tilheyri þeirri jörð sem næst þeim er. Upphaflega krafðist ríkið þess að Heimaklettur og hlíðar Herjólfsdals yrðu þjóðlendur ásamt hrauninu sem rann í gosinu. Krafan var svo endurskoðuð á tíma Sigurðar Inga Jóhannssonar í fjármálaráðuneytinu. „Úteyjarnar sem hér um ræðir voru öldum saman matarkista Eyjamanna sem sækja þangað enn þann dag í dag. Úteyjarnar eru því bæði saga og lifandi samtíð heimafólks og órjúfanlegur hluti Vestmannaeyja þar sem hjarta þeirra sannarlega slær eins og segir í þjóðhátíðarlaginu. Ég spyr því hæstvirtan ráðherra: Hvenær er ætlað að útkljá málið nú þegar engin fyrirstaða er fyrir því þar sem óvissunni er eytt með nýlegri afstöðu óbyggðanefndar?“ spurði Halla. Ríkið hverfi frá kröfum sínum Fjármálaráðherra sagði það liggja fyrir að óbyggðanefnd hefði tekið afstöðu í málinu og að ríkið myndi hlíta þeim niðurstöðum. „Ég er ekki í góðri aðstöðu til þess að lýsa því hvers vegna farið var fram með þeim hætti sem háttvirtur þingmaður lýsti hér áðan þar sem ríkið taldi sig eiga rétt á eignum sem hún listaði upp og eru Vestmannaeyingum án efa mjög mikilvægar og hluti af þeirra sjálfsímynd og daglegu náttúruupplifun. Þær kröfur voru endurskoðaðar eins og háttvirtur þingmaður vék að. Nú hefur óbyggðanefnd tekið afstöðu sem ég get sagt að gangi enn lengra í þá átt að ekki sé innstæða fyrir þessum kröfum sem ríkið lagði fram og því verður auðvitað að hlíta,“ sagði hann.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarða- og lóðamál Vestmannaeyjar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira