Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar 14. maí 2025 08:00 Í fjárfestingum á markaði gæti verið freistandi tilhugsun að reyna að kaupa þegar manni virðist verð vera lágt og selja frekar þegar það er hátt. Einnig að fara inn á markaðinn þegar maður telur að verhækkanir séu í nánd og halda sig til hlés þegar maður á von á verðlækkunum. Það er að reyna að tímasetja markaðinn. Rannsóknir fyrirtækjanna Dalbar og Morningstar í gegnum árin hafa sýnt að meðalfjárfestar í hlutabréfasjóðum ná ekki sama árangri og S&P 500 vísitalan vegna þess að þeir reyna að tímasetja markaðinn. Mat Dalbar var að á árinu 2024 hafi meðalfjárfestir í hlutabréfasjóðum ávaxtað safn sitt um 16,5% þegar S&P 500 vísitalan skilaði um 25% ávöxtun. Fram til ársloka 2023 og síðustu 30 ár á undan hækkaði vísitalan árlega að meðaltali um 10% en meðalfjárfestir árlega um 8%. Miðað við $100.000 fjárfestingu hefði vístalan endað í um 1,8 milljón dollurum en meðalfjárfestir í um 1 milljón dollurum. Viðskipti sem byggð eru á væntingum um skammtíma verðsveiflur er spákaupmennska að mati hagfræðingsins John Maynard Keynes og fjárfestisins Benjamin Graham, sem var lærifaðir Warren Buffett. Warren Buffett hefur sjálfur sagt að tímasetja markaðinn sé ekki góð strategía. Líklega eru skaðlegustu ákvarðanirnar teknar þegar allir eru að tala um markaðinn sem er þegar bjartsýni eða svartsýni er í hámarki. Eðlisfræðingurinn Isaac Newton keypti á sínum tíma lítillega í South Sea fyrirtækinu og seldi með talsverðum hagnaði skömmu síðar. Eftir að hann sá að verðið hækkaði enn meira, keypti hann aftur og enn meira áður en allt hrundi svo að lokum. Þetta hefur verið kallað South Sea bólan. Hann á að hafa sagt eftir þetta að hann gæti reiknað út hreyfingu himintunglanna en ekki brjálæði mannsins. Það er afar erfitt að tímasetja markaðinn og virðist oftast vera viðleitni fjárfesta að reyna að sjá fyrir hvort aðrir muni kaupa eða selja með tilheyrandi áhrifum á verð fremur en á raunverulegu mati á fjárfestingunni. Fyrirtækin sjálf eru ekkert sérstaklega góð að spá fyrir um hagnað næstu mánuði fram í tímann. Sífelld kaup og sala byggð á spám um hvað muni gerast næstu misserin er kostnaðarsöm. Það truflar áhrif vaxtavaxta til langs tíma og fórnar þar með helsta forskoti sem langtímafjárfestir hefur, sem er tími. Líklegra til árangurs er að beita svokallaðri „dollar-cost averaging“ aðferð fyrir hinn almenna fjárfesti en í því felst að kaupa reglulega yfir tíma, t.d. mánaðarlegur sparnaður, óháð því sem er að gerast á markaði. Með því er viðskiptakostnaði haldið í lágmarki og dregið úr áhættu sem tengist því að reyna að tímasetja markaðinn. Höfundur er fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Baldvin Ingi Sigurðsson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í fjárfestingum á markaði gæti verið freistandi tilhugsun að reyna að kaupa þegar manni virðist verð vera lágt og selja frekar þegar það er hátt. Einnig að fara inn á markaðinn þegar maður telur að verhækkanir séu í nánd og halda sig til hlés þegar maður á von á verðlækkunum. Það er að reyna að tímasetja markaðinn. Rannsóknir fyrirtækjanna Dalbar og Morningstar í gegnum árin hafa sýnt að meðalfjárfestar í hlutabréfasjóðum ná ekki sama árangri og S&P 500 vísitalan vegna þess að þeir reyna að tímasetja markaðinn. Mat Dalbar var að á árinu 2024 hafi meðalfjárfestir í hlutabréfasjóðum ávaxtað safn sitt um 16,5% þegar S&P 500 vísitalan skilaði um 25% ávöxtun. Fram til ársloka 2023 og síðustu 30 ár á undan hækkaði vísitalan árlega að meðaltali um 10% en meðalfjárfestir árlega um 8%. Miðað við $100.000 fjárfestingu hefði vístalan endað í um 1,8 milljón dollurum en meðalfjárfestir í um 1 milljón dollurum. Viðskipti sem byggð eru á væntingum um skammtíma verðsveiflur er spákaupmennska að mati hagfræðingsins John Maynard Keynes og fjárfestisins Benjamin Graham, sem var lærifaðir Warren Buffett. Warren Buffett hefur sjálfur sagt að tímasetja markaðinn sé ekki góð strategía. Líklega eru skaðlegustu ákvarðanirnar teknar þegar allir eru að tala um markaðinn sem er þegar bjartsýni eða svartsýni er í hámarki. Eðlisfræðingurinn Isaac Newton keypti á sínum tíma lítillega í South Sea fyrirtækinu og seldi með talsverðum hagnaði skömmu síðar. Eftir að hann sá að verðið hækkaði enn meira, keypti hann aftur og enn meira áður en allt hrundi svo að lokum. Þetta hefur verið kallað South Sea bólan. Hann á að hafa sagt eftir þetta að hann gæti reiknað út hreyfingu himintunglanna en ekki brjálæði mannsins. Það er afar erfitt að tímasetja markaðinn og virðist oftast vera viðleitni fjárfesta að reyna að sjá fyrir hvort aðrir muni kaupa eða selja með tilheyrandi áhrifum á verð fremur en á raunverulegu mati á fjárfestingunni. Fyrirtækin sjálf eru ekkert sérstaklega góð að spá fyrir um hagnað næstu mánuði fram í tímann. Sífelld kaup og sala byggð á spám um hvað muni gerast næstu misserin er kostnaðarsöm. Það truflar áhrif vaxtavaxta til langs tíma og fórnar þar með helsta forskoti sem langtímafjárfestir hefur, sem er tími. Líklegra til árangurs er að beita svokallaðri „dollar-cost averaging“ aðferð fyrir hinn almenna fjárfesti en í því felst að kaupa reglulega yfir tíma, t.d. mánaðarlegur sparnaður, óháð því sem er að gerast á markaði. Með því er viðskiptakostnaði haldið í lágmarki og dregið úr áhættu sem tengist því að reyna að tímasetja markaðinn. Höfundur er fjármálaráðgjafi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar