Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2025 11:38 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur þetta rétta tímann til að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Ívar Fannar Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. Greint var frá því í gær að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði ráðið fjögur íslensk fjármálafyrirtæki - Arctica Finance, Arion banka, Kviku banka og Landsbankann - sem söluaðila fyrir útboðið en greint var í síðustu viku frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins. Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir að því ljúki klukkan fimm síðdegis á fimmtudag. Grunnmagn útboðsins nær til fimmtungs af heildarhlutafé bankans en fjármálaráðherra hefur heimild til að auka útboðsmagnið. Ríkið á alls 45,2 prósenta hlut í bankanum. Rétti tíminn til að selja Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist vona að almenningur nýti sér þann forgang sem hann nýtur í útboðinu. Hann telji þetta rétta tímann til að selja. „Og það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími. Markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri,“ segir Daði. Fyrri útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafa verið mjög umdeild. Daði vonar að breytingar á lögum í kjölfar fyrri útboða skili sínu. „Það var náttúrulega lögð gríðarleg áhersla á það að þessi sala væri gegnsæ. Lögin, sem voru samin í tíð fyrri ríkisstjórnar og er algjör samstaða um á Alþingi, þau eru mjög til þess fallin að auka traust almennings. Það er markmið okkar að þetta ferli sé allt gagnsætt og forgangur almennings sé algjör.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka er hafið og stendur fram á fimmtudag. Einstaklingar með íslenska kennitölu hafa forgang umfram aðra í útboðinu og njóta lægsta verðsins. 13. maí 2025 09:01 Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn. 12. maí 2025 13:23 Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við fjóra erlenda aðila til að sinna sölu hlutabréfa í fyrirhuguðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Tilkynnt verður um þá innlendu aðila sem sinna munu hlutverki söluaðila í fyrirhuguðu útboði fljótlega. 9. maí 2025 14:36 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
Greint var frá því í gær að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði ráðið fjögur íslensk fjármálafyrirtæki - Arctica Finance, Arion banka, Kviku banka og Landsbankann - sem söluaðila fyrir útboðið en greint var í síðustu viku frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins. Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir að því ljúki klukkan fimm síðdegis á fimmtudag. Grunnmagn útboðsins nær til fimmtungs af heildarhlutafé bankans en fjármálaráðherra hefur heimild til að auka útboðsmagnið. Ríkið á alls 45,2 prósenta hlut í bankanum. Rétti tíminn til að selja Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist vona að almenningur nýti sér þann forgang sem hann nýtur í útboðinu. Hann telji þetta rétta tímann til að selja. „Og það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími. Markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri,“ segir Daði. Fyrri útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafa verið mjög umdeild. Daði vonar að breytingar á lögum í kjölfar fyrri útboða skili sínu. „Það var náttúrulega lögð gríðarleg áhersla á það að þessi sala væri gegnsæ. Lögin, sem voru samin í tíð fyrri ríkisstjórnar og er algjör samstaða um á Alþingi, þau eru mjög til þess fallin að auka traust almennings. Það er markmið okkar að þetta ferli sé allt gagnsætt og forgangur almennings sé algjör.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka er hafið og stendur fram á fimmtudag. Einstaklingar með íslenska kennitölu hafa forgang umfram aðra í útboðinu og njóta lægsta verðsins. 13. maí 2025 09:01 Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn. 12. maí 2025 13:23 Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við fjóra erlenda aðila til að sinna sölu hlutabréfa í fyrirhuguðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Tilkynnt verður um þá innlendu aðila sem sinna munu hlutverki söluaðila í fyrirhuguðu útboði fljótlega. 9. maí 2025 14:36 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka er hafið og stendur fram á fimmtudag. Einstaklingar með íslenska kennitölu hafa forgang umfram aðra í útboðinu og njóta lægsta verðsins. 13. maí 2025 09:01
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn. 12. maí 2025 13:23
Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við fjóra erlenda aðila til að sinna sölu hlutabréfa í fyrirhuguðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Tilkynnt verður um þá innlendu aðila sem sinna munu hlutverki söluaðila í fyrirhuguðu útboði fljótlega. 9. maí 2025 14:36