Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2025 15:31 Bergþór Ólason var verulega ósáttur við ræður tveggja þingmanna og að þau hefðu ekki látið hann vita. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, bað Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“. Það gerði hann í tilefni af því að tveir þingmenn, Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, héldu ræður á þingi sem beint var að þingmanni Miðflokksins, Karli Gauta Hjaltasyni og létu hann ekki vita. Ræður þeirra Sigmars og Ásu snerust báðar um sameiginlega yfirlýsingu utanríkisráðherra Íslands ásamt fimm öðrum ríkjum þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til þess að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða auk ákalls um vopnahlé á Gasa og mannúðaraðstoð á svæðið. Sigmar sagði ræðu af ræðu Karls Gauta fyrir viku síðan mætti svo dæma að í yfirlýsingu utanríkisráðherranna hefði falist einhvers konar andúð í garð Ísraels. Sigmar sagði það alls ekki rétt og las svo upp lokaorð ræðu Karls Gauta frá því á þingi í gær þar sem hann sagði: „Gerir hæstvirtur utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar í norður Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk,“ sagði Karl Gauti. Karl Gauti Hjaltason sagði það ókurteisi að hann hafi ekki verið látinn vita. Vísir/Vilhelm Sigmar sagði það ekki nýlunda að þingmenn Miðflokksins tali gegn alþjóðastarfi en að hans mati sé hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað meira en að bara selja fisk. Ása Berglind tók undir orð Sigmars og minnti á þann fjölda almennra borgara og barna sem Ísrael hefur drepið í árásum sínum og að ísraelskt stjórnvöld hafi staðið í vegi fyrir því vikum saman að hægt sé að dreifa mannúðaraðstoð á Gasa. Sakaður um að vera í liði með óbótamönnum Karl Gauti Hjaltason fékk að fara í pontu til að bera af sér sakir þegar dagskrárliðnum störf þingsins var lokið. Hann minnti á að það væri venja að ef maður ætlaði að fjalla um annan þingmann í störfum þingsins væri hann látinn vita. Það hefði ekki verið gert í þessu tilfelli. Ása Berglind viðurkenndi að hún vissi ekki að það væri hefð fyrir því að láta þingmenn vita ef minnst er á þá í ræðum. Vísir/Anton Brink „Ég var staddur úti í bæ,“ sagði Karl Gauti og þar hefði hann heyrt Sigmar saka hann um að vera í liði með „einhverjum óbótamönnum“. Karl Gauti sagði það ókurteisi að ráðast að þingmanni og láta hann ekki vita svo hann geti svarað. Karl Gauti sagði Ísland eiga að tala fyrir friði en ekki taka afstöðu eins og sé ítrekað gert í máli utanríkisráðherra Íslands. Það sé ekki ástæða fyrir „litla smáþjóð“ að tala gegn Ísrael með harðari hætti en önnur ríki. Vissi ekki af hefðinni Ása Berglind svaraði Karli Gauta og sagðist ekki hafa vitað að það ætti að láta þingmenn vita og baðst afsökunar. Bryndís Haraldsdóttir sagði umræðuna geta verið skemmtilegri þegar þingmenn kalla aðra þingmenn til samtals. Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Ræður þeirra Sigmars og Ásu snerust báðar um sameiginlega yfirlýsingu utanríkisráðherra Íslands ásamt fimm öðrum ríkjum þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til þess að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða auk ákalls um vopnahlé á Gasa og mannúðaraðstoð á svæðið. Sigmar sagði ræðu af ræðu Karls Gauta fyrir viku síðan mætti svo dæma að í yfirlýsingu utanríkisráðherranna hefði falist einhvers konar andúð í garð Ísraels. Sigmar sagði það alls ekki rétt og las svo upp lokaorð ræðu Karls Gauta frá því á þingi í gær þar sem hann sagði: „Gerir hæstvirtur utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar í norður Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk,“ sagði Karl Gauti. Karl Gauti Hjaltason sagði það ókurteisi að hann hafi ekki verið látinn vita. Vísir/Vilhelm Sigmar sagði það ekki nýlunda að þingmenn Miðflokksins tali gegn alþjóðastarfi en að hans mati sé hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað meira en að bara selja fisk. Ása Berglind tók undir orð Sigmars og minnti á þann fjölda almennra borgara og barna sem Ísrael hefur drepið í árásum sínum og að ísraelskt stjórnvöld hafi staðið í vegi fyrir því vikum saman að hægt sé að dreifa mannúðaraðstoð á Gasa. Sakaður um að vera í liði með óbótamönnum Karl Gauti Hjaltason fékk að fara í pontu til að bera af sér sakir þegar dagskrárliðnum störf þingsins var lokið. Hann minnti á að það væri venja að ef maður ætlaði að fjalla um annan þingmann í störfum þingsins væri hann látinn vita. Það hefði ekki verið gert í þessu tilfelli. Ása Berglind viðurkenndi að hún vissi ekki að það væri hefð fyrir því að láta þingmenn vita ef minnst er á þá í ræðum. Vísir/Anton Brink „Ég var staddur úti í bæ,“ sagði Karl Gauti og þar hefði hann heyrt Sigmar saka hann um að vera í liði með „einhverjum óbótamönnum“. Karl Gauti sagði það ókurteisi að ráðast að þingmanni og láta hann ekki vita svo hann geti svarað. Karl Gauti sagði Ísland eiga að tala fyrir friði en ekki taka afstöðu eins og sé ítrekað gert í máli utanríkisráðherra Íslands. Það sé ekki ástæða fyrir „litla smáþjóð“ að tala gegn Ísrael með harðari hætti en önnur ríki. Vissi ekki af hefðinni Ása Berglind svaraði Karli Gauta og sagðist ekki hafa vitað að það ætti að láta þingmenn vita og baðst afsökunar. Bryndís Haraldsdóttir sagði umræðuna geta verið skemmtilegri þegar þingmenn kalla aðra þingmenn til samtals.
Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira