Handbolti

ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Allt klappað og klárt.
Allt klappað og klárt. ÍBV

Jakob Ingi Stefánsson hefur samið við ÍBV og mun leika með liðinu í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Samningurinn er til tveggja ára.

Hinn 27 ára gamli Jakob Ingi leikur öllu jafna sem vinstri hornamaður. Hann hefur leikið með Gróttu undanfarin ár en hefur jafnframt leikið með Aftureldingu og uppeldisfélagi sínu ÍR.

Jakob Ingi lék vel með Gróttu á nýafstöðnu tímabili en gat þó ekki komið í veg fyrir að liðið féll úr Olís deildinni.

„Hann hefur verið með markahæstu mönnum Gróttu og gríðarlega mikilvægur á vellinum sem og utan vallar. Við erum afar ánægð með að Jakob muni spila fyrir ÍBV og hlökkum til samstarfsins,“ segir í tilkynningu frá ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×