Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. maí 2025 22:01 Tvær konur á efri árum hafa verið myrtar í tengslum við heimilisofbeldi á síðustu fimm árum, og eitt mannslát er til rannsóknar þar sem grunur leikur á að tæplega þrítug kona hafi orðið áttræðum föður sínum að bana. Svona hefst ein frétt á Heimildinni sem birt var fyrir skemmstu. Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Heimilisofbeldi gegn fólki 56 ára og eldri er einn stærsti flokkurinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast einhver í nánasta umhverfi, jafnvel einhver sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Hvað er hægt að gera? Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt á fundi Landssambands eldri borgara og hjá fleiri hagsmunasamtökum. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Því er brýnt að við hugum að eldra fólki í nærumhverfi okkar. Mestu skiptir að vera meðvitaður og láta okkur þessi mál varða. Það þarf almenna vitundarvakningu og stjórnvöld þurfa að vera meðvituð. Finna þarf leiðir til að sporna við þessari óheillaþróun. Mikilvægt er að hvetja starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum, til að vera vakandi og tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi. Auka þarf fræðslu og forvarnir en einnig að skylda allar stofnanir sem annast eldra fólk að hafa viðbragðsáætlun og virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er ekki óalgengt að það sé hunsað, sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Gleymum því ekki að elsta kynslóðin í dag var alin upp við að kvarta helst aldrei heldur harka af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Heimilisofbeldi Eldri borgarar Flokkur fólksins Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Tvær konur á efri árum hafa verið myrtar í tengslum við heimilisofbeldi á síðustu fimm árum, og eitt mannslát er til rannsóknar þar sem grunur leikur á að tæplega þrítug kona hafi orðið áttræðum föður sínum að bana. Svona hefst ein frétt á Heimildinni sem birt var fyrir skemmstu. Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Heimilisofbeldi gegn fólki 56 ára og eldri er einn stærsti flokkurinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast einhver í nánasta umhverfi, jafnvel einhver sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Hvað er hægt að gera? Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt á fundi Landssambands eldri borgara og hjá fleiri hagsmunasamtökum. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Því er brýnt að við hugum að eldra fólki í nærumhverfi okkar. Mestu skiptir að vera meðvitaður og láta okkur þessi mál varða. Það þarf almenna vitundarvakningu og stjórnvöld þurfa að vera meðvituð. Finna þarf leiðir til að sporna við þessari óheillaþróun. Mikilvægt er að hvetja starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum, til að vera vakandi og tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi. Auka þarf fræðslu og forvarnir en einnig að skylda allar stofnanir sem annast eldra fólk að hafa viðbragðsáætlun og virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er ekki óalgengt að það sé hunsað, sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Gleymum því ekki að elsta kynslóðin í dag var alin upp við að kvarta helst aldrei heldur harka af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun