Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 14. maí 2025 10:32 Undanfarnar vikur hefur ný ríkisstjórn talað hátt og snjallt um aðgerðir gegn húsnæðisskorti, en í skjóli þess hefur hún lagt fram frumvarp sem skerðir verulega möguleika bænda til að stunda heimagistingu – eina af fáum tekjulindum sem styður við búsetu í dreifbýli. Á þingi liggur núna frumvarp sem stjórnarliðar segja að sé lausn á húsnæðisvandanum og takmarki heimagistingu um allt land. En það er ekki rétt. Þannig að eina sem hægt er að takmarka núna er það sem var skilið eftir síðast. Það er dreifbýlið. Hvað gerði síðasta ríkisstjórn? Framsókn hafði áður lagt fram frumvarp sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili. Það var til að takmarka Airbnb-útleigu í þéttbýli. Þar var markmiðið að draga úr þrýstingi á leigumarkaðinn og tryggja að íbúðarhúsnæði nýtist frekar til búsetu en sem Airbnb gisting. Ég, sem framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd, lagði mikla áherslu á að þessi takmörkun skyldi einungis eiga við um þéttbýli – ekki um bændur og aðra í dreifbýli sem hafa nýtt heimagistingu sem tekjuauka. Í upphaflegu frumvarpi átti þessi takmörkun við um allt land, bæði dreifbýli og þéttbýli. Við fengum fjölmargar ábendingar um þetta og breyttum frumvarpinu. Það tryggði að bændur þyrftu ekki að fara í kostnaðarsamar deiliskipulagsbreytingar fyrir smáhýsi eða bústaði á jörðum sínum. Þetta var mikilvægt og markviss stuðningur við atvinnu í dreifbýli. Ég er mjög stolt af þeirri vinnu sem við fórum í sem skilaði þeirri niðurstöðu að heimagisting er takmörkuð allverulega í þéttbýli en bændur geta enn haft heimagistingu á jörð sinni. Hér má sjá þegar ég flutti framsöguræðu um málið eftir að það var búið í atvinnuveganefnd. Hér má sjá þegar þáverandi ráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mælti fyrir frumvarpinu. Hvað þýða hugmyndir nýju ríkisstjórnarinnar í alvöru? En nú hefur ný ríkisstjórn – undir forystu Samfylkingarinnar – ákveðið að snúa þessari vernd við. Nýtt frumvarp leggur til að heimagisting verði aðeins heimiluð á lögheimili viðkomandi og í einni annarri fasteign utan þéttbýlis. Þessi breyting beinist beint gegn bændum – þeim sem eru með tvö til þrjú smáhýsi eða fleiri – og skerðir möguleika þeirra til að byggja upp litla, sjálfbæra ferðaþjónustu á eigin jörð. Í greinargerð nýja frumvarpsins stendur: „Með frumvarpi þessu er lögð til sú breyting að skráningarskyld heimagisting afmarkist við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, en húsnæðisvandi sem leitast er við að greiða úr með frumvarpinu á ekki við utan þéttbýlissvæða.“ Akkúrat! Húsnæðisvandinn á ekki við utan þéttbýlissvæða! Af hverju eru þá áhrif nýja frumvarpsins nær eingöngu utan þéttbýlissvæða? Er það vegna þess að það var búið að herða lögin á öllum öðrum sviðum og því var þetta það eina sem var eftir? Þau þurftu að koma bara með eitthvað til að fólk myndi trúa því að þau væru að fara í raunverulegar aðgerðir fyrir húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Sem þau eru ekki að gera. Eina stóra takmörkunin sem hægt er að fara í - varðar bændur Þetta er því ekki bara tæknilegt atriði í húsnæðismálum – heldur pólitísk aðgerð gegn landsbyggðinni. Það var sérstaklega biturt að heyra atvinnuvegaráðherra flytja framsöguræðu um þetta mál þar sem aðeins er rætt um leigumarkað og fjárfesta í þéttbýli, en ekkert minnst á þá sem verða raunverulega fyrir áhrifum: bændur á landsbyggðinni, fyrr en í andsvörum alveg í lokin og það svar varð ekki til þess að minnka áhyggjur mínar. Ég vil ekki trúa því að ríkisstjórnin ætli í alvöru að sparka svona harkalega í bændur - en ef þau taka þetta úr frumvarpinu þá er frumvarpið orðið mjög þunnt. Þetta er árás á dreifbýlið. Höfundur er varaþingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Byggðamál Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Alþingi Ferðaþjónusta Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur ný ríkisstjórn talað hátt og snjallt um aðgerðir gegn húsnæðisskorti, en í skjóli þess hefur hún lagt fram frumvarp sem skerðir verulega möguleika bænda til að stunda heimagistingu – eina af fáum tekjulindum sem styður við búsetu í dreifbýli. Á þingi liggur núna frumvarp sem stjórnarliðar segja að sé lausn á húsnæðisvandanum og takmarki heimagistingu um allt land. En það er ekki rétt. Þannig að eina sem hægt er að takmarka núna er það sem var skilið eftir síðast. Það er dreifbýlið. Hvað gerði síðasta ríkisstjórn? Framsókn hafði áður lagt fram frumvarp sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili. Það var til að takmarka Airbnb-útleigu í þéttbýli. Þar var markmiðið að draga úr þrýstingi á leigumarkaðinn og tryggja að íbúðarhúsnæði nýtist frekar til búsetu en sem Airbnb gisting. Ég, sem framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd, lagði mikla áherslu á að þessi takmörkun skyldi einungis eiga við um þéttbýli – ekki um bændur og aðra í dreifbýli sem hafa nýtt heimagistingu sem tekjuauka. Í upphaflegu frumvarpi átti þessi takmörkun við um allt land, bæði dreifbýli og þéttbýli. Við fengum fjölmargar ábendingar um þetta og breyttum frumvarpinu. Það tryggði að bændur þyrftu ekki að fara í kostnaðarsamar deiliskipulagsbreytingar fyrir smáhýsi eða bústaði á jörðum sínum. Þetta var mikilvægt og markviss stuðningur við atvinnu í dreifbýli. Ég er mjög stolt af þeirri vinnu sem við fórum í sem skilaði þeirri niðurstöðu að heimagisting er takmörkuð allverulega í þéttbýli en bændur geta enn haft heimagistingu á jörð sinni. Hér má sjá þegar ég flutti framsöguræðu um málið eftir að það var búið í atvinnuveganefnd. Hér má sjá þegar þáverandi ráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mælti fyrir frumvarpinu. Hvað þýða hugmyndir nýju ríkisstjórnarinnar í alvöru? En nú hefur ný ríkisstjórn – undir forystu Samfylkingarinnar – ákveðið að snúa þessari vernd við. Nýtt frumvarp leggur til að heimagisting verði aðeins heimiluð á lögheimili viðkomandi og í einni annarri fasteign utan þéttbýlis. Þessi breyting beinist beint gegn bændum – þeim sem eru með tvö til þrjú smáhýsi eða fleiri – og skerðir möguleika þeirra til að byggja upp litla, sjálfbæra ferðaþjónustu á eigin jörð. Í greinargerð nýja frumvarpsins stendur: „Með frumvarpi þessu er lögð til sú breyting að skráningarskyld heimagisting afmarkist við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, en húsnæðisvandi sem leitast er við að greiða úr með frumvarpinu á ekki við utan þéttbýlissvæða.“ Akkúrat! Húsnæðisvandinn á ekki við utan þéttbýlissvæða! Af hverju eru þá áhrif nýja frumvarpsins nær eingöngu utan þéttbýlissvæða? Er það vegna þess að það var búið að herða lögin á öllum öðrum sviðum og því var þetta það eina sem var eftir? Þau þurftu að koma bara með eitthvað til að fólk myndi trúa því að þau væru að fara í raunverulegar aðgerðir fyrir húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Sem þau eru ekki að gera. Eina stóra takmörkunin sem hægt er að fara í - varðar bændur Þetta er því ekki bara tæknilegt atriði í húsnæðismálum – heldur pólitísk aðgerð gegn landsbyggðinni. Það var sérstaklega biturt að heyra atvinnuvegaráðherra flytja framsöguræðu um þetta mál þar sem aðeins er rætt um leigumarkað og fjárfesta í þéttbýli, en ekkert minnst á þá sem verða raunverulega fyrir áhrifum: bændur á landsbyggðinni, fyrr en í andsvörum alveg í lokin og það svar varð ekki til þess að minnka áhyggjur mínar. Ég vil ekki trúa því að ríkisstjórnin ætli í alvöru að sparka svona harkalega í bændur - en ef þau taka þetta úr frumvarpinu þá er frumvarpið orðið mjög þunnt. Þetta er árás á dreifbýlið. Höfundur er varaþingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar