Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2025 10:39 Robert Benton á frumsýningu Feast of Love árið 2007. AP Bandaríski leikstjórinn Robert Benton, sem leikstýrði meðal annars Óskarsverðlaunamyndinni Kramer vs. Kramer og skrifaði handritið að Bonnie and Clyde, er látinn. Hann varð 92 ára. New York Times greinir frá því að hann hafi látist á heimili sínu á Manhattan í New York á sunnudaginn. Benton var einn af virtustu kvikmyndagerðarmönnunum í Hollywood og sló í gegn sem handritshöfundur kvikmyndarinnar Bonnie og Clyde frá árinu 1967 sem skartaði þeim Warren Beatty og Faye Dunaway í aðalhlutverki. Hann leikstýrði og skrifaði handritið að kvikmyndinni Kramer vs. Kramer árið 1979 með þeim Dustin Hoffman og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Myndin varð tekjuhæsta mynd þess árs og vann til fimm Óskarsverðlauna, þar með talið bestu mynd. Benton sjálfur hlaut tvenn Óskarverðlaun, annars vegar fyrir bestu leikstjórn og hins vegar besta handrit. Hann hlaut svo aftur Óskarsverðlaun árið 1984 fyrir handritið að kvikmyndinni Places in the Heart sem hann leikstýrði einnig. Myndin var tekin upp á æskuslóðum Benton, Waxahachie í Texas, og skartaði þeim Sally Field, John Malkovich, Ed Harris og Danny Glover í aðalhlutverkum. Benton leikstýrði ellefu kvikmyndum á 35 árum og kom sú síðasta út árið 2007, Feast of Love. Eiginkona Benton til sextíu ára, Sallie Benton, lést árið 2023. Hann lætur eftir sig soninn John Benton. Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
New York Times greinir frá því að hann hafi látist á heimili sínu á Manhattan í New York á sunnudaginn. Benton var einn af virtustu kvikmyndagerðarmönnunum í Hollywood og sló í gegn sem handritshöfundur kvikmyndarinnar Bonnie og Clyde frá árinu 1967 sem skartaði þeim Warren Beatty og Faye Dunaway í aðalhlutverki. Hann leikstýrði og skrifaði handritið að kvikmyndinni Kramer vs. Kramer árið 1979 með þeim Dustin Hoffman og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Myndin varð tekjuhæsta mynd þess árs og vann til fimm Óskarsverðlauna, þar með talið bestu mynd. Benton sjálfur hlaut tvenn Óskarverðlaun, annars vegar fyrir bestu leikstjórn og hins vegar besta handrit. Hann hlaut svo aftur Óskarsverðlaun árið 1984 fyrir handritið að kvikmyndinni Places in the Heart sem hann leikstýrði einnig. Myndin var tekin upp á æskuslóðum Benton, Waxahachie í Texas, og skartaði þeim Sally Field, John Malkovich, Ed Harris og Danny Glover í aðalhlutverkum. Benton leikstýrði ellefu kvikmyndum á 35 árum og kom sú síðasta út árið 2007, Feast of Love. Eiginkona Benton til sextíu ára, Sallie Benton, lést árið 2023. Hann lætur eftir sig soninn John Benton.
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira