Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. maí 2025 15:02 „Drykkjumót“ eins og Sjally Pally eru ekki á útleið að sögn formannsins, þó Pílukastsambandið vilji ganga inn í ÍSÍ og vinni markvisst að auknu ungmenna- og æskulýðsstarfi. píludeild þórs Stefnt er að því að gera Pílukastsambandið að sérsambandi innan Íþrótta- og Ólympíusambandsins á ársþingi þess um næstkomandi helgi. Formaður Pílukastsambandsins segir um jákvæða þróun að ræða fyrir íþróttina, „drykkjumót“ verði áfram til staðar. Framkvæmdastjórn ÍSÍ viðurkenndi pílukast árið 2023 og telur greinina nú uppfylla þau viðmið sem sett eru til að hægt sé að stofna sérsamband um hana. „Pílusamfélagið er að stækka svo mikið, ég held að það verði gott fyrir alla aðila að ganga inn í Íþróttasambandið. Vera partur af því stóra batteríi… Það myndi breyta helling fyrir okkur og okkar keppnisfólk sem er að sækja í mót hér og erlendis. Og auðvitað félögin líka“ sagði Hilmar Þór Hönnuson, formaður Pílukastsambandsins, í samtali við Vísi. Breytingin myndi meðal annars fela í sér fjárúthlutanir og styrki til keppnisfólksins og félaganna. „Pílan er að fara í þá áttina“ Pílukastið hefur verið á uppsveiflu í vinsældum undanfarin ár og fjölmörg mót eru haldin hér á landi. Þeim mótum hefur fylgt ákveðin stemning sem áhorfendur upplifa ekki á öðrum íþróttaviðburðum, en það breytist væntanlega með inngöngu í ÍSÍ. Yrði þetta minna partý og meira æskulýðsstarf? „Pílan er undanfarin ár búin að fara úr því að vera bara partý, nema bara einstöku mót. Og í flestum mótum sem eru á vegum ÍPS og flestra félaga er meira verið að horfa á árangur í pílu, heldur en nokkurn tímann eitthvað partýstand. Pílan er að fara í þá áttina. Þannig að já, þetta mun verða meira æskulýðsstarf, enda ungmennastarf komið í flesta klúbba“ sagði Hilmar. Það er þá einhver þróun sem þið hafið verið að vinna að síðustu árin? „Já, við erum búin að vera að þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt… Ég held að upp til hópa séu allir ánægðir með það“ sagði Hilmar. „Drykkjumót verða alveg til staðar“ Hann tók einnig fram að þó partýstandið í kringum píluna fari minnkandi með hverju árinu verði félögum áfram heimilt að halda slík mót. Stemningin sem hefur myndast á mótum eins og til dæmis Sjally Pally, er því ekki á útleið. „Þeim verður ekki hætt. Það er annað. Það er mót á vegum klúbbs… Þessi drykkjumót verða alveg til staðar, inni í klúbbunum… Þetta er sitt hvor heimurinn af pílu, eftir því í hvað þú sækir. Báðir möguleikar verða til staðar, en [innganga í ÍSÍ] opnar möguleikann á það að þetta sé íþrótt með árangur í fyrirrúmi“ sagði Hilmar sem er bjartsýnn á að inngangan verði samþykkt af íþróttaþinginu um næstkomandi helgi. Pílukast Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Framkvæmdastjórn ÍSÍ viðurkenndi pílukast árið 2023 og telur greinina nú uppfylla þau viðmið sem sett eru til að hægt sé að stofna sérsamband um hana. „Pílusamfélagið er að stækka svo mikið, ég held að það verði gott fyrir alla aðila að ganga inn í Íþróttasambandið. Vera partur af því stóra batteríi… Það myndi breyta helling fyrir okkur og okkar keppnisfólk sem er að sækja í mót hér og erlendis. Og auðvitað félögin líka“ sagði Hilmar Þór Hönnuson, formaður Pílukastsambandsins, í samtali við Vísi. Breytingin myndi meðal annars fela í sér fjárúthlutanir og styrki til keppnisfólksins og félaganna. „Pílan er að fara í þá áttina“ Pílukastið hefur verið á uppsveiflu í vinsældum undanfarin ár og fjölmörg mót eru haldin hér á landi. Þeim mótum hefur fylgt ákveðin stemning sem áhorfendur upplifa ekki á öðrum íþróttaviðburðum, en það breytist væntanlega með inngöngu í ÍSÍ. Yrði þetta minna partý og meira æskulýðsstarf? „Pílan er undanfarin ár búin að fara úr því að vera bara partý, nema bara einstöku mót. Og í flestum mótum sem eru á vegum ÍPS og flestra félaga er meira verið að horfa á árangur í pílu, heldur en nokkurn tímann eitthvað partýstand. Pílan er að fara í þá áttina. Þannig að já, þetta mun verða meira æskulýðsstarf, enda ungmennastarf komið í flesta klúbba“ sagði Hilmar. Það er þá einhver þróun sem þið hafið verið að vinna að síðustu árin? „Já, við erum búin að vera að þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt… Ég held að upp til hópa séu allir ánægðir með það“ sagði Hilmar. „Drykkjumót verða alveg til staðar“ Hann tók einnig fram að þó partýstandið í kringum píluna fari minnkandi með hverju árinu verði félögum áfram heimilt að halda slík mót. Stemningin sem hefur myndast á mótum eins og til dæmis Sjally Pally, er því ekki á útleið. „Þeim verður ekki hætt. Það er annað. Það er mót á vegum klúbbs… Þessi drykkjumót verða alveg til staðar, inni í klúbbunum… Þetta er sitt hvor heimurinn af pílu, eftir því í hvað þú sækir. Báðir möguleikar verða til staðar, en [innganga í ÍSÍ] opnar möguleikann á það að þetta sé íþrótt með árangur í fyrirrúmi“ sagði Hilmar sem er bjartsýnn á að inngangan verði samþykkt af íþróttaþinginu um næstkomandi helgi.
Pílukast Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira