Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2025 22:11 Grétar Br. Kristjánsson sat í stjórn Flugleiða í 32 ár, þar af sem varaformaður stjórnar í 18 ár. Egill Aðalsteinsson Flugleiðir voru á barmi gjaldþrots og höfðu engin tök á að halda þriðjungshlut sínum í Cargolux fyrir fjörutíu árum. Þetta er meginástæða þess að Íslendingar misstu tökin á frakflugfélaginu í Lúxemborg, að mati eins helsta valdamanns Flugleiða á þeim tíma. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp sú söguskýring, einkum gamalla Loftleiðamanna, að andstaða Sigurðar Helgasonar eldri, þáverandi forstjóra Flugleiða, við Cargolux hafa ráðið úrslitum um það að Flugleiðir létu frá sér hlut sinn í félagi, sem í dag er stærsta fraktflugfélag Evrópu. Sigurður Helgason var forstjóri Flugleiða frá 1974 til 1984 og síðan stjórnarformaður Flugleiða til ársins 1991.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir Grétar Br. Kristjánsson, sem sjálfur kom úr Loftleiðahópnum, sat á þeim tíma í stjórn Flugleiða og var varaformaður stjórnar. Hann segir Sigurð Helgason hafa verið á móti Cargolux en sú andstaða hans skýri ekki missi hlutarins í flugfélaginu, eins og heyra má hér: „Það sem gerðist var það að Cargolux hafði keypt 747-vélar, tóku lán í Bandaríkjunum,“ segir Grétar. Lánin hafi verið á breytilegum vöxtum. „Þá gerðist það að vextir í Bandaríkjunum fóru yfir tuttugu prósent. Það hefur ekki gerst fyrr eða síðar. Og Cargolux riðaði til falls út af þessu.“ Fyrsta Boeing 747-þota Cargolux. Félagið rekur núna þrjátíu slíkar flugvélar.Cargolux Hluthafafundur í Cargolux hafi þá ákveðið að færa hlutaféð niður um 90 prósent. „Þannig að hlutur Loftleiða, sem var 33,3 prósent, fór niður í 3,3 prósent, sem er ekki neitt. Svo var sett inn aukið hlutafé. En þá börðust Flugleiðir fyrir lífi sínu, voru nærri gjaldþroti. Höfðu bara enga peninga, gátu varla haldið sér á floti. Það er ástæðan fyrir því að við misstum tökin á Cargolux. Svo seinna voru þess 3,3 prósent seld fyrir góðan pening. En að þetta hafi verið selt fyrir slikk, það er vissulega rangt.“ -En var Sigurður Helgason andsnúinn Cargolux? „Já, hann var það. Og hann meira að segja fór í samkeppni við Cargolux. Einar Ólafsson var mjög sár yfir þessu á sínum tíma,“ svarar Grétar. Í þættinum Ísland í dag segir Grétar fleiri innanbúðarsögur úr fluginu og af átökum í kringum flugfélögin: Fréttir af flugi Icelandair Ísland í dag Flugþjóðin Lúxemborg Boeing Tengdar fréttir Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða. 14. maí 2025 13:00 Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sú afdrifaríka ákvörðun stjórnar Flugleiða að láta frá sér þriðjungshlut í Cargolux situr enn í Íslendingum í Lúxemborg þremur áratugum síðar. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir þáverandi forstjóra Flugleiða hafa verið andvígan Cargolux. 17. apríl 2025 09:19 Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22 Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp sú söguskýring, einkum gamalla Loftleiðamanna, að andstaða Sigurðar Helgasonar eldri, þáverandi forstjóra Flugleiða, við Cargolux hafa ráðið úrslitum um það að Flugleiðir létu frá sér hlut sinn í félagi, sem í dag er stærsta fraktflugfélag Evrópu. Sigurður Helgason var forstjóri Flugleiða frá 1974 til 1984 og síðan stjórnarformaður Flugleiða til ársins 1991.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir Grétar Br. Kristjánsson, sem sjálfur kom úr Loftleiðahópnum, sat á þeim tíma í stjórn Flugleiða og var varaformaður stjórnar. Hann segir Sigurð Helgason hafa verið á móti Cargolux en sú andstaða hans skýri ekki missi hlutarins í flugfélaginu, eins og heyra má hér: „Það sem gerðist var það að Cargolux hafði keypt 747-vélar, tóku lán í Bandaríkjunum,“ segir Grétar. Lánin hafi verið á breytilegum vöxtum. „Þá gerðist það að vextir í Bandaríkjunum fóru yfir tuttugu prósent. Það hefur ekki gerst fyrr eða síðar. Og Cargolux riðaði til falls út af þessu.“ Fyrsta Boeing 747-þota Cargolux. Félagið rekur núna þrjátíu slíkar flugvélar.Cargolux Hluthafafundur í Cargolux hafi þá ákveðið að færa hlutaféð niður um 90 prósent. „Þannig að hlutur Loftleiða, sem var 33,3 prósent, fór niður í 3,3 prósent, sem er ekki neitt. Svo var sett inn aukið hlutafé. En þá börðust Flugleiðir fyrir lífi sínu, voru nærri gjaldþroti. Höfðu bara enga peninga, gátu varla haldið sér á floti. Það er ástæðan fyrir því að við misstum tökin á Cargolux. Svo seinna voru þess 3,3 prósent seld fyrir góðan pening. En að þetta hafi verið selt fyrir slikk, það er vissulega rangt.“ -En var Sigurður Helgason andsnúinn Cargolux? „Já, hann var það. Og hann meira að segja fór í samkeppni við Cargolux. Einar Ólafsson var mjög sár yfir þessu á sínum tíma,“ svarar Grétar. Í þættinum Ísland í dag segir Grétar fleiri innanbúðarsögur úr fluginu og af átökum í kringum flugfélögin:
Fréttir af flugi Icelandair Ísland í dag Flugþjóðin Lúxemborg Boeing Tengdar fréttir Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða. 14. maí 2025 13:00 Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sú afdrifaríka ákvörðun stjórnar Flugleiða að láta frá sér þriðjungshlut í Cargolux situr enn í Íslendingum í Lúxemborg þremur áratugum síðar. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir þáverandi forstjóra Flugleiða hafa verið andvígan Cargolux. 17. apríl 2025 09:19 Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22 Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða. 14. maí 2025 13:00
Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sú afdrifaríka ákvörðun stjórnar Flugleiða að láta frá sér þriðjungshlut í Cargolux situr enn í Íslendingum í Lúxemborg þremur áratugum síðar. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir þáverandi forstjóra Flugleiða hafa verið andvígan Cargolux. 17. apríl 2025 09:19
Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22
Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44