Viðskipti innlent

Árni hættir sem for­stjóri Húsa­smiðjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Árni Stefánsson hefur gegnt stöðu forstjóra frá árinu 2013, en lætur nú af störfum.
Árni Stefánsson hefur gegnt stöðu forstjóra frá árinu 2013, en lætur nú af störfum.

Árni Stefánsson hefur látið af störfum sem forstjóri Húsasmiðjunnar. Magnús Guðmann Jónsson, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs hjá félaginu, tekur tímabundið við stöðunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsasmiðjunni. Þar segir að starfslok Árna leiði af samkomulagi milli hans og stjórnar félagsins. Magnús Guðmann Jónsson, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs, taki tímabundið við stöðunni þar til nýr forstjóri hafi verið ráðinn.

Í tilkynningunni þakkar stjórn Húsasmiðjunnar Árna fyrir mikilvægt framlag hans til félagsins, og honum óskað velfarnaðar í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×