Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal, Yousef Ingi Tamimi og Magnús Magnússon skrifa 15. maí 2025 11:00 Í dag, 15. maí, er alþjóðlegur minningardagur um Nakba (ísl. Hörmungarnar). Nakba markar upphaf þjóðernishreinsana, landtöku, stríðsglæpa og mannréttindabrota Ísraels gagnvart palestínsku þjóðinni. Á árunum 1947-1949 myrtu Ísraelar 15.000 Palestínumenn og þvinguðu 750.000 manns frá þorpum sínum. Á þessum degi minnumst við fórnarlamba Nakba og allra þeirra sem hafa verið drepin síðustu 77 ár. Við hugsum til allra þeirra palestínsku barna sem hafa verið rænd framtíð sinni og þeirra barna sem nú eru í bráðri lífshættu vegna manngerðrar hungursneyðar og loftárása Ísraels. En það er ekki nóg að hugsa til þeirra - við verðum að standa með þeim. Hlýhugur mun ekki bjarga lífi þeirra, það gera bréfaskriftir og fordæmingar ekki heldur eins og við höfum séð síðustu 77 ár. Við verðum að grípa til aðgerða. Hörmungarnar halda áfram og hafa aldrei verið grimmari. Í fyrradag kynnti Benjamin Netanyahu lokalausn Ísraelsríkis og sagði að Gazaströndin yrði hernumin sama hvað, jafnvel þó öllum gíslum yrði sleppt. Palestínumenn yrðu drepnir eða reknir á flótta til að ná markmiðinu um að hernema Gaza. Þjóðarmorðið á Gaza snérist aldrei um frelsun gísla heldur landtöku og þjóðernishreinsanir, núna líkt og síðustu 77 ár. Lokalausn Ísraelsríkis inniheldur gróf brot á alþjóðalögum, hún er opinská yfirlýsing um ásetning um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við yfirlýsingu Netanyahu hafa verið engin. Þess í stað sendi Ísland palestínsku þjóðinni kaldar kveðjur í gær, rétt fyrir minningardag um Nakba með því að endurnýja samning við Rapyd, greiðslumiðlunarfyrirtæki sem styður þjóðarmorð og landtöku Ísraels með ráð og dáð. Í stað þess að bregðast við opinskárri yfirlýsingu um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir tók Ríkisútvarpið þátt í Eurovision við hlið Ísraels eins og ekkert væri. Íslendingar verða nú áfram neyddir til að eiga viðskipti við Rapyd til að greiða fyrir grunnþjónustu og Ríkisútvarp allra landsmanna tekur áfram virkan þátt í áróðursherferð Ísraela í Eurovision - ljær áróðri þeirra trúverðugleika og skjól. Stuðningur almennings á Íslandi við Palestínu er og hefur verið mikill. Það er brýnt að við, fólkið, höldum stuðningi okkar áfram, horfum ekki undan og krefjum íslensk stjórnvöld um alvöru aðgerðir, strax. Á laugardag munum við ganga fylktu liði í samstöðu með Palestínsku þjóðinni kl. 14:30 frá Bandaríska sendiráðinu, sendiráði þess lands sem gæti stöðvað Hörmungarnar með einu símtali. Þá liggur leið okkar niður á Austurvöll þar sem Páll Óskar mun ávarpa fjöldann og fyrrum Eurovision-farar Íslands munu leiða samsöng. Við krefjumst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið frá ríkisstjórninni og alþjóðasamfélaginu. Mætum. Sýnum ríkisstjórninni að við viljum ekki vera samsek í þjóðarmorði Ísraela með aðgerðaleysi og beinum fjárstuðningi í gegnum Rapyd. Við viljum ekki ljá áróðri Ísraela sannleiksgildi með því að taka þátt í Eurovision við hlið þeirra eins og ekkert sé eðlilegra. Stjórnvöld: við viljum að þið slítið stjórnmálasambandi við Ísrael. Setjið viðskiptaþvinganir á Ísrael og styðjið kæru Suður-Afríku hjá Alþjóðadómstólnum. Krefjist þess að Ísrael verði einangrað og útskúfað á alþjóðavettvangi þar til að Palestína verður frjáls undan hernámi Ísraels. Palestínska þjóðin á skilið frelsi og réttlæti - hún á skilið hugrekki okkar allra. Látum í okkur heyra í orðum og gjörðum: skrifum greinar, höfum samband við okkar kjörnu fulltrúa, sniðgöngum Ísrael. Mætum öll í kröfugöngu á laugardag. Krefjumst aðgerða áður en það verður of seint. Lifi frjáls Palestína! Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Yousef Ingi Tamimi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í dag, 15. maí, er alþjóðlegur minningardagur um Nakba (ísl. Hörmungarnar). Nakba markar upphaf þjóðernishreinsana, landtöku, stríðsglæpa og mannréttindabrota Ísraels gagnvart palestínsku þjóðinni. Á árunum 1947-1949 myrtu Ísraelar 15.000 Palestínumenn og þvinguðu 750.000 manns frá þorpum sínum. Á þessum degi minnumst við fórnarlamba Nakba og allra þeirra sem hafa verið drepin síðustu 77 ár. Við hugsum til allra þeirra palestínsku barna sem hafa verið rænd framtíð sinni og þeirra barna sem nú eru í bráðri lífshættu vegna manngerðrar hungursneyðar og loftárása Ísraels. En það er ekki nóg að hugsa til þeirra - við verðum að standa með þeim. Hlýhugur mun ekki bjarga lífi þeirra, það gera bréfaskriftir og fordæmingar ekki heldur eins og við höfum séð síðustu 77 ár. Við verðum að grípa til aðgerða. Hörmungarnar halda áfram og hafa aldrei verið grimmari. Í fyrradag kynnti Benjamin Netanyahu lokalausn Ísraelsríkis og sagði að Gazaströndin yrði hernumin sama hvað, jafnvel þó öllum gíslum yrði sleppt. Palestínumenn yrðu drepnir eða reknir á flótta til að ná markmiðinu um að hernema Gaza. Þjóðarmorðið á Gaza snérist aldrei um frelsun gísla heldur landtöku og þjóðernishreinsanir, núna líkt og síðustu 77 ár. Lokalausn Ísraelsríkis inniheldur gróf brot á alþjóðalögum, hún er opinská yfirlýsing um ásetning um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við yfirlýsingu Netanyahu hafa verið engin. Þess í stað sendi Ísland palestínsku þjóðinni kaldar kveðjur í gær, rétt fyrir minningardag um Nakba með því að endurnýja samning við Rapyd, greiðslumiðlunarfyrirtæki sem styður þjóðarmorð og landtöku Ísraels með ráð og dáð. Í stað þess að bregðast við opinskárri yfirlýsingu um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir tók Ríkisútvarpið þátt í Eurovision við hlið Ísraels eins og ekkert væri. Íslendingar verða nú áfram neyddir til að eiga viðskipti við Rapyd til að greiða fyrir grunnþjónustu og Ríkisútvarp allra landsmanna tekur áfram virkan þátt í áróðursherferð Ísraela í Eurovision - ljær áróðri þeirra trúverðugleika og skjól. Stuðningur almennings á Íslandi við Palestínu er og hefur verið mikill. Það er brýnt að við, fólkið, höldum stuðningi okkar áfram, horfum ekki undan og krefjum íslensk stjórnvöld um alvöru aðgerðir, strax. Á laugardag munum við ganga fylktu liði í samstöðu með Palestínsku þjóðinni kl. 14:30 frá Bandaríska sendiráðinu, sendiráði þess lands sem gæti stöðvað Hörmungarnar með einu símtali. Þá liggur leið okkar niður á Austurvöll þar sem Páll Óskar mun ávarpa fjöldann og fyrrum Eurovision-farar Íslands munu leiða samsöng. Við krefjumst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið frá ríkisstjórninni og alþjóðasamfélaginu. Mætum. Sýnum ríkisstjórninni að við viljum ekki vera samsek í þjóðarmorði Ísraela með aðgerðaleysi og beinum fjárstuðningi í gegnum Rapyd. Við viljum ekki ljá áróðri Ísraela sannleiksgildi með því að taka þátt í Eurovision við hlið þeirra eins og ekkert sé eðlilegra. Stjórnvöld: við viljum að þið slítið stjórnmálasambandi við Ísrael. Setjið viðskiptaþvinganir á Ísrael og styðjið kæru Suður-Afríku hjá Alþjóðadómstólnum. Krefjist þess að Ísrael verði einangrað og útskúfað á alþjóðavettvangi þar til að Palestína verður frjáls undan hernámi Ísraels. Palestínska þjóðin á skilið frelsi og réttlæti - hún á skilið hugrekki okkar allra. Látum í okkur heyra í orðum og gjörðum: skrifum greinar, höfum samband við okkar kjörnu fulltrúa, sniðgöngum Ísrael. Mætum öll í kröfugöngu á laugardag. Krefjumst aðgerða áður en það verður of seint. Lifi frjáls Palestína! Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar