Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 15. maí 2025 11:30 Mannvinurinn Nelson Mandela sagði einhverju sinni: “Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín” Og mikið er ég sammála honum. Því ég lít svo á að það eru okkar mennsku auðlindir og mannlegu innviðir, eða elsku börnin okkar, sem skipta hér lang mestu máli. Þetta eru, að mínu mati, okkar arðbærustu fjárfestingar og dýrmætasta verðmætasköpun. Mér er hugsað til þeirra þúsunda barna sem hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi eða jafnvel búa við viðvarandi ofbeldi á heimili sínu, til barna sem búa á heimili þar sem foreldri eða systkini glímir við fíknisjúkdóm eða geðrænan vanda, eða til einhverfa barna sem bíða eftir að fá að finna sig í skólaumhverfi sem hentar þeirra þörfum og hlúir að taugakerfi þeirra, Mér er líka hugsað til þeirra barna sem búa á heimili þar sem allt er með felldu á yfirborðinu, kótilettur með raspi, brúnaðar kartöflur og grænar ora baunir á sunnudögum, en foreldrarnir hafa ekki burði til tengjast þeim tilfinningalega. Allt þetta og miklu meira til eru markerandi reynslur og áföll sem geta haft skaðleg áhrif á börnin okkar og með alvarlegum afleiðingum á andlega og líkamlega heilsu inn í fullorðinsárin. Ég hef séð nýlega útreikninga sem benda á að það að fjárfesta í að grípa barn sem hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli nemur um 2-3% af kostnaðinum við að bera þennan sama einstakling brotinn í gegnum kerfin út lífið. Um 90% kvenna sem leita sér aðstoðar vegna áfengis- eða fíknivanda hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Í fangelsum landsins eru fangar sem eiga langflestir hræðilega sorglega og átakanlega sögu. Í atvinnulífinu er um 25% fólks að glíma við andlega erfiðleika og eða kulnun hverju sinni, sem má oft er hægt að rekja til áfalla í barnæsku. Allt eru þetta dæmi um afleiðingar sem kosta samfélagið gríðarlega fjármuni á hverjum degi. Við erum að gera margt gott en við getum gert svo miklu betur. Sjálf er ég til að mynda afar fylgjandi og hrifin af Farsældarlögunum. En ég vil sjá okkur taka miklu stærri skref þegar það kemur að því að grípa fallandi börn. Útum allt kerfi og út á vettvangi hvarvetna er lausnamiðað fólk með risa stórt hjarta sem býr til hring úr rúðustrikuðum kössum kerfisins. Það er hins vegar okkar, sem við stjórnvölinn eru, að búa til kerfi og vettvang sem með hefur sveigjanlegar útlínur rammanna svo þetta fólk geti nálgast einstaklinga með ólíkar þarfir.Það er verðmætaskapandi kerfi. Því hvet ég þingheim að sameinast í því að hafa kjark til að taka samstíga og stærri skref þegar það kemur að því að mæta börnum sem hafa orðið fyrir eða eru að verða fyrir áföllum. Við skulum ekki láta langar flóknar pólítískar forsögur, teknókratíu og prótókola hindra slíka samstöðu. Við verðum að láta sögurnar af þessum dýrmætu einstaklingum og tölfræðina tala saman.Hvað er orsök og hvað er afleiðing?- og hvoru megin ætlum við að vera þegar það kemur að fjárfestingu í hverju barni? Höfundur er varaþingkona Viðreisnar og byggir þessi grein á jómfrúarræðu hennar, sem flutt var á Alþingi 14. maí 2025 undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Viðreisn Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Mannvinurinn Nelson Mandela sagði einhverju sinni: “Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín” Og mikið er ég sammála honum. Því ég lít svo á að það eru okkar mennsku auðlindir og mannlegu innviðir, eða elsku börnin okkar, sem skipta hér lang mestu máli. Þetta eru, að mínu mati, okkar arðbærustu fjárfestingar og dýrmætasta verðmætasköpun. Mér er hugsað til þeirra þúsunda barna sem hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi eða jafnvel búa við viðvarandi ofbeldi á heimili sínu, til barna sem búa á heimili þar sem foreldri eða systkini glímir við fíknisjúkdóm eða geðrænan vanda, eða til einhverfa barna sem bíða eftir að fá að finna sig í skólaumhverfi sem hentar þeirra þörfum og hlúir að taugakerfi þeirra, Mér er líka hugsað til þeirra barna sem búa á heimili þar sem allt er með felldu á yfirborðinu, kótilettur með raspi, brúnaðar kartöflur og grænar ora baunir á sunnudögum, en foreldrarnir hafa ekki burði til tengjast þeim tilfinningalega. Allt þetta og miklu meira til eru markerandi reynslur og áföll sem geta haft skaðleg áhrif á börnin okkar og með alvarlegum afleiðingum á andlega og líkamlega heilsu inn í fullorðinsárin. Ég hef séð nýlega útreikninga sem benda á að það að fjárfesta í að grípa barn sem hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli nemur um 2-3% af kostnaðinum við að bera þennan sama einstakling brotinn í gegnum kerfin út lífið. Um 90% kvenna sem leita sér aðstoðar vegna áfengis- eða fíknivanda hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Í fangelsum landsins eru fangar sem eiga langflestir hræðilega sorglega og átakanlega sögu. Í atvinnulífinu er um 25% fólks að glíma við andlega erfiðleika og eða kulnun hverju sinni, sem má oft er hægt að rekja til áfalla í barnæsku. Allt eru þetta dæmi um afleiðingar sem kosta samfélagið gríðarlega fjármuni á hverjum degi. Við erum að gera margt gott en við getum gert svo miklu betur. Sjálf er ég til að mynda afar fylgjandi og hrifin af Farsældarlögunum. En ég vil sjá okkur taka miklu stærri skref þegar það kemur að því að grípa fallandi börn. Útum allt kerfi og út á vettvangi hvarvetna er lausnamiðað fólk með risa stórt hjarta sem býr til hring úr rúðustrikuðum kössum kerfisins. Það er hins vegar okkar, sem við stjórnvölinn eru, að búa til kerfi og vettvang sem með hefur sveigjanlegar útlínur rammanna svo þetta fólk geti nálgast einstaklinga með ólíkar þarfir.Það er verðmætaskapandi kerfi. Því hvet ég þingheim að sameinast í því að hafa kjark til að taka samstíga og stærri skref þegar það kemur að því að mæta börnum sem hafa orðið fyrir eða eru að verða fyrir áföllum. Við skulum ekki láta langar flóknar pólítískar forsögur, teknókratíu og prótókola hindra slíka samstöðu. Við verðum að láta sögurnar af þessum dýrmætu einstaklingum og tölfræðina tala saman.Hvað er orsök og hvað er afleiðing?- og hvoru megin ætlum við að vera þegar það kemur að fjárfestingu í hverju barni? Höfundur er varaþingkona Viðreisnar og byggir þessi grein á jómfrúarræðu hennar, sem flutt var á Alþingi 14. maí 2025 undir dagskrárliðnum Störf þingsins.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun