Það var líf og fjör í miðborginni í gærkvöldi.Eygló Gísladóttir
Það var sannkölluð sumarstemning í miðborg Reykjavíkur síðastliðið miðvikudagskvöld þegar fatahönnuðurinn Hildur Yeoman fagnaði nýrri sumarlínu með stórglæsilegu teiti í blíðskaparveðri.
Fjölmörg kunnugleg andlit létu sjá sig og klæddust nýjustu sumarlínu Yeoman, þar á meðal voru Birgitta Líf , Ástrós Trausta, Fanney Ingvars, Berglind Festival, Brynja Dan, Svandís Dóra og Chanel Björk.
Yeoman skvísurnar.Eygló Gísladóttir
DJ Dóra Júlía sá um að halda upp tónlistarstuðinu, ásamt lifandi tónlistarflutningi frá hljómsveitinni Cyber. Gestir og gangandi skemmtu sér konunglega og tóku virkan þátt í gleðinni.
Nýja Kokomo-línan endurspeglar bæði gylltan ljóma suðrænnar paradísar og miðnætursólina á Íslandi. Hún færir þér hlýju, litadýrð og ómótstæðilegan sumaranda.
Hildur hefur klætt fjöldann allan af áhugaverðum konum sem standa margar hverjar fremstar meðal jafningja á heimsvísu, m.a. Taylor Swift, Laufey, Kehlani, Ashley Graham og Björk. Hildur hannar föt fyrir konur af öllum stærðum og gerðum og leggur metnað í að skapa umhverfi sem rúmar alla. Fyrirtæki Hildar Yeoman er rekið af konum og hefur kraftur kvenna verið órjúfanlegur þáttur í hönnun Hildar frá upphafi.
Eygló Gísladóttir ljósmyndari fangaði stemninguna í sólinni.
Eygló GísladóttirEygló GísladóttirRakel & Hildur Yeoman.Eygló GísladóttirEinar Þorsteinsson og Sigtryggur Magnason.Eygló GísladóttirHulda Halldóra og Milla Ósk.Eygló GísladóttirEygló GísladóttirSkál í boðinu!Eygló GísladóttirMyndlistarmennirnir Daníel Björnsson og Hrafnhildur “Shoplifter”Eygló GísladóttirGuðrún, Helga Margrét og Hildur.Eygló GísladóttirGuðjón Tryggvason og Rúnar Logi.Eygló GísladóttirVeðrið lék við höfuðborgarbúa.Eygló GísladóttirDýri Jónsson og Silja Hauksdóttir.Eygló GísladóttirSaga Sig stillir stelpunum upp.Eygló GísladóttirErna Bergmann og Steinunn Eyja.Eygló GísladóttirSysturnar Sigga Soffía og Matthildur.Eygló GísladóttirHljómsveitin Cyber, Jóhanna Rakel og Salka.Eygló GísladóttirDóra Júlía og Draumey, dóttir Hildar.Eygló GísladóttirEygló GísladóttirÞað var líf og fjör á Laugaveginum.Eygló GísladóttirHulda Halldóra, Fanney, Ástrós og Hildur.Eygló GísladóttirPattra og Thea.Eygló GísladóttirBirna Rún, Ása Ninna og Sóley.Eygló GísladóttirSalka Björnsdóttir, Stormur Björnson og Íris Dögg Einarsdóttir.Eygló GísladóttirEygló Gísladóttir