Innherji

Hækkar veru­lega verðmat á Icelandair og telur „allar líkur“ á viðsnúningi í rekstri

Hörður Ægisson skrifar
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Samkvæmt nýrri greiningu segir að þegar allt sé tekið saman þá er „varlega áætlað allar líkur“ á viðsnúningi í rekstri Icelandair á þessu ári og að rekstrarhagnaðarhlutfallið batni talsvert.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Samkvæmt nýrri greiningu segir að þegar allt sé tekið saman þá er „varlega áætlað allar líkur“ á viðsnúningi í rekstri Icelandair á þessu ári og að rekstrarhagnaðarhlutfallið batni talsvert. Egill Aðalsteinsson

Icelandair hefur sjaldan byrjað fyrstu mánuði nýs árs jafn vel og núna í ár, að sögn hlutabréfagreinanda, sem telur allt útlit fyrir að það verði talsverður viðsnúningur í rekstrinum og hefur hækkar verðmat sitt á flugfélaginu um nærri fjórðung. Hann segir áhyggjuefni hversu veikur hlutabréfamarkaðurinn er hér landi – Icelandair hefur fallið í verði um þrjátíu prósent frá áramótum – með lítilli dýpt, lakri verðmyndun og „hálf munaðarlausum“ félögum.


Tengdar fréttir

Stór fjár­festir í Icelandair fær meiri tíma frá SKE til að selja öll bréfin sín

Aðaleigenda Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða, sem er jafnframt einn umsvifamesti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Icelandair, hefur verið veittur lengri frestur af Samkeppniseftirlitinu til að losa um allan eignarhlut sinn í flugfélaginu en að öðrum kosti hefði hann þurft að bjóða bréfin til sölu innan fárra mánaða. Þá hafa samkeppnisyfirvöld sömuleiðis samþykkt að vegna breyttra markaðsaðstæðna þá sé tilefni til að fella úr gildi öll skilyrði sem hafa gilt undanfarin ár um takmarkanir á samstarfi milli Ferðaskrifstofu Íslands og Icelandair.

Markaðurinn tals­vert undir­verðlagður og áfram er út­lit fyrir óvissu og óró­leika

Mikil umskipti hafa orðið á skömmum tíma í verðlagningu á félögum í Kauphöllinni, sem var að nálgast jafnvægi í byrjun ársins, en eftir að „eldi og brennisteini tók að rigna“ eru fyrirtæki á markaði núna að nýju almennt verulega vanmetin, samkvæmt hlutabréfagreinanda. Hann telur líklegt að óvissa og óróleiki muni einkenna hlutabréfamarkaði næstu misserin og við slíkar aðstæður sé „almennt skynsamlegt“ að auka vægi stöðugra arðgreiðslufélaga í eignasafninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×