Donni og félagar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 17-15. Gestunum óx ásmegin í síðari hálfleik og unnu þeir á endanum tveggja marka sigur, lokatölur 27-29.
Donni var langmarkahæstur hjá SAH en hann skoraði 11 mörk í leiknum. Næstur var Jeppe Cieslak með fimm mörk.
Þegar fjórum leikjum í riðli 1 í úrslitakeppninni er lokið er Álaborg á toppnum með 9 stig á meðan Donni og félagar eru aðeins með eitt stig. Það er ljóst að SAH kemst þar með ekki í undanúrslit en efstu tvö liðin að loknum sex leikjum fara í umspil um meistaratitilinn.